Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 75

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 75
ALUMINIUM. Af þéitn átta aðal-málmum, sem mest kveður að á þessari málm- ■öld, er aðeins einn ,,nýr“. Hinir .sjö, járn, kopar, blý, tin, zink, silf- ur og gull, hafa lengi verið kunnir. Þessi nýi gestur er alúminíum. Og þessi málmur duldist ekki svona lengi af því, að lítið væri til af honum, eins og t. d. radíum. Það er nú eitthvað annað. Alúmin- íum er sá málmurinn, sem lang- mest er til af á jörðinni, miklu meira en t. d. af járni. — Fróðir menn segja, að svo mikið sé af þessu efni í jarðskorpunni, að ef 'öllu væri til skila haldið, þá væri hægt að smíða úr því hylki utan um jörðina, og ]>að hylki myndi verða rétt að segja 10 kílómetrar <á þykkt. Það er nú rúm öld síðan vísinda- menn fór að gruna, að það væri ■eitthvert merkilegt efni í leir. Ár- ið 1825 tókst H. C. Örsted að fram- leiða úr leir, með ákaflega flókinni .nðferð, ofurlítið af þessu efni, og tveimur árum síðar framleiddi þýzkur prófessor, Wöhler, smá- agnir af því, á stærð við títu- prjónshaus! Mjór er mikils vísir. Wöhler tókst að búa til þynnur og lengjur úr þessum alúminíum- ögnum, og fann hann þá, að þetta nýja efni leiddi rafmagn og hita mjög vel. Og hann fann, að þessi nýi málmur var afar-léttur. Árið 1855 var sýning mikil í Parísarborg. Þar var meðal ann- ara fáséðra hluta, dálítill bútur af þessu sama efni. En dýrt var það. Konungurinn í Síam sótti sýning- una, og tók það í sig, að kaupa, til minja um hana, þann sýningar- grip, sem telja mætti hlutfallslega dýrastan alls. Alúminíum-búturinn varð fyrir valinu, og kongurinn festi hana við úrkeðjuna sína! Alúniiníum vai'ð stórveldi í timburskúr einum litlum vestur í Ohio í Bandaríkjunum. Þar bjó fá- tækur nemandi, Charles Martin Hall. Hann heyrði kennarann í

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.