Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 84

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1931, Page 84
KVIKSETTUR. Eftir Amold Bennett. [Frh.]. „Eg veit ekki, hvort yður er kunnugt um það, að eg er nú orðinn eini eigandi þessa stað- ar“, sagði Oxford rólega. „Jæja?“ sagði Priam, og var laugaóstyrkur eins og unglingur Síðan fór Oxford með Priam um ganga og sali með þykkum ábreiðum á gólfum, þar til þeir staðnæmdust í sal einum. Þar var ljósum svo fyrir komið, að birtan féll á stutta, en óviðjafn- anlega röð af myndum. Priam staðnæmdist frammi fyrir þeim Það var satt, sem Oxford hafði sagt. Honum þótti gaman að sjá þær. Þar var Delacroix svo fag- ur, að Priam hafði engan séð jafn-fagran, af ekki stærri mynd að vera. Þar var líka Vermeer af ágætustu tegund. — Loks komu þeir að mynd, sem var hengd á sérstakan heiðursstað á veggn- um. Það var landlagsmynd frá Volterra, litlu sveitaþorpi í ítal- í'u. Það var eins og eitthvað hlypi til í sálu Priams, þegar hann sá þessa mynd. Á umgerðinni að neðan stóð: Priam Farll. — Hvað hann mundi vel eftir því, þegar hann var að mála þessa mynd! Og hvað hún var meistaraleg! „Þessi mynd hérna“, sagði Ox- ford, „er að mínum dómi einhver bezti Farll, sem til er. Hver er yðar skoðun, herra Leek?“ Priam þagði fyrst um stund. Svo sagði hann: „Eg er yður al- veg sammála“. „Mér finnst“, sagði Oxford „Farll vera hér um bil eini mál- ari vorra tíma, sem gæti haldið velli í þeim félagsskap, sem þessi mynd er hér í. Hvað segið þér?‘' „Já“, sagði Farll og roðnaði. Það er náttúrlega ekki hægt að segja, að Volterra og Putney séu líkir staðir. En myndirnar frá Volterra og Putney, voru sambornar systur. Það var sama handbragðið, sama litameðferð- in, sama niðurskipun, sama brak-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.