Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 12
BBSÐ> GAMLA BlÓ ■
BEAU GE§TE
Amerísk stórmynd af hinni víðlesnu skáldsögu
eftir P. C. WREN. — Aðalhlutverkin leika:
GARY COOPER — RAY MILLAND
ROBERT PRESTON.
Börn fá ekki aðgang.— Sýnd kl. 7 og' Ö,
Allir pantaðir aðgöngum. sækist fyrir kl. 6*/,. —
Áhorfendum er ráðlagt að kaupa ísl. efnisskrána,
þar sem hina venjulegu dönsku skýringartexta
vantar í myndina.
Æfinlýrið á Hawaii.
með BING CROSBY og MARTHA RAYE
sýnd kl. 5 í síðasta sinn.
Hinn 18. ágúst 1940 vorn myndir með dönskum skýringartexta á þrotum.
óánægju meðal Reykvíkinga
með textalausu myndimar
og yfir þeim var kvartað.
Kunnáttu í ensku virtist
sums staðar ábótavant og ótti
við að skilja ekki það sem
fram fór á hvíta þaldinu
gerði vart við. Einkum virt-
ist tungumálið ve§ast fýrir
bömum og unglingum sem
vom dyggir aðdáendur kvik-
mynda og sóttu bíóin af
miklum móð. Og raunar
virtust margir í hópi hinna
eldri einnig eiga í vandræð-
um.
Textalausu myndirnar
sem komu til sögu á Islandi
á styrjaldarárunum drógu
þannig ekki úr vanda þeirra
sem áttu í erfiðleikum með
að skilja ensku. Til þess að
reyna að ráða bót á honuni
var ákveðið að halda sér-
stökum „kvikmyndapró-
grömmum“ á íslensku enn-
þá stífar að fólki en áður. I
„prógrammi“ var sögu-
þræði viðkomandi myndar
lýst og fólki sem ekki skildi
málið var ráðlagt að kaupa
eitt slikt áður en það færi i
bíó.w Margir létu sér þetta
lynda en aðrir kvörtuðu yf-
ir því að ekki fylgdu ís-
lenskir skýringartextar
myndunum, einn sagði t.d. eftir að hafa
andskotast út í myndaval bíóhúsanna:20
„Það er fleira en val myndanna, sem
þyrfti endurbótar við í kvikmyndahús-
unum, og á ég þar fyrst og fremst við þá
ósvífni, að bjóða upp á myndir með er-
lendum skýringum.“ Og hann bætti við:
„Er það sjálfsögð krafa almennings að
myndunum fýlgi íslenskar skýringar og
ætti forstjórunum síst að vera vorkunn,
að kosta til þessara sjálfsögðu endurbóta,
þar sem aðsóknin að kvikmyndahúsun-
um hefur aukist svo stórkostlega.“ Enn
aðrir óskuðu eftir rækilegri prógrömm-
um:21 „það [er] mjög slæmt að ekki skuli
lengur vera textar með myndum, sem
sýndar eru. Dönsku textarnir voru mikil
bót, þótt ekki væru þeir fullnægjandi. En
ef nú skyldi vera ómögulegt, að koma
þvi við, að hafa þá lengur, mætti mikið
bæta úr því með því að hafa „pró-
grömmin“ mun ítarlegri en þau hafa
tíðkast hér.“
„Bíóprógrömm“ voru engan veginn
ný af nálinni en upp frá þessu urðu þau
fylgirit flestra kvikmynda sem sýndar
voru í Reykjavík á rneðan ekki reyndist
unnt að láta innlendan skýringartexta
fýlgja þeint. Öfáir bíógestir lögðu sig
fram við að safna „prógrömmum",
flokkuðu þau og röðuðu í möppur enda
gat þetta reynst hið besta tómstundagam-
an. „Bíóprógrömmin" lifðu raunar leng-
ur en textalausu myndirnar gáfu tilefni til
því allt fram á níunda áratuginn eimdi
eftir þessari venju en tilgangur þeirra
varð sífellt óljósari.
r
Islenskur texti kemur til sögu
Þrátt fýrir geysilega fjölgun bíógesta i
Reykjavík á árum síðari heimsstyijaldar-
innar miðað við fýrri ár
treystu forráðamenn kvik-
myndahúsanna sér ekki til
að ráðast í textun mynda.
Svipaðar fjárhagsforsendur
og áður lágu þar til grund-
vallar en auk þess var orðið
flóknara að standa að text-
un vegna þess hversu mikið
var talað í myndunum.
Ekki fór þó hjá því að auk-
in aðsókn treysti fjárhags-
stöðu bíóanna en hins veg-
ar var til þess vísað að
markaðsaukningin væri að-
eins timabundin, fátt benti
til þess að útlendu her-
mennirnir yrðu í bænum
að eilífu og afkoma kvik-
myndahúsanna hefði ávalit
byggst á íslenskum sýning-
argestum. Svo myndi verða
áfram. Bióeigendur vildu
því fara varlega og ekki
reisa sér hurðarás um öxl
með því að fjárfesta í dýr-
um tækjum sem erfitt yrði
að standa undir, auk þess
þurfti að endurnýja sýning-
arvélar og ráðast í aðrar
framkvæmdir.22
Áhugamenn um textun
kvikmynda sátu þó ekki al-
veg aðgerðalausir. Þannig
gerðu stjóm Gamla bíós og
Sigurður Tómasson úrs-
míðameistari og uppfinningamaður með
sér samning sumarið 1940 um sérstakt
„textatæki" sem Sigurður hafði fundið
upp. Gamla bíó vildi kaupa tækið af Sig-
urði þegar það væri fullbúið. I fýrstu
grein samningsins sagði:2’
Sigurður Tómasson lofar að selja h/f.
Gamla bíó uppfinningu þá, er hann
hefur gert, og sem í því er fólgin, að
gera megi tæki - textatæki -, er setja
megi í samband við kvikmyndasýn-
ingatæki, og sem nota megi til þess að
sýna á sýningartjaldinu íslenskan texta
af filmu, og komi textinn fram auto-
matiskt i fullu samræmi við kvik-
myndina sjálfa, allt samkvæmt teikn-
inguni, er hann hefur gert, og/eða
samkvæmt tæki eða tækjum, er hann
hyggst smiða í samræmi við þessa
uppfinningu sína.
10 SAGNIR