Sagnir - 01.06.1995, Side 13

Sagnir - 01.06.1995, Side 13
Bióprógrömm fylgdu itánast öllum kvikmyndum áratugum saman. Aðrar greinar samningsins fjölluöu aðal- lega um kostnað og gagnkvæm réttindi samningsaðila. Sigurður Tómasson var hagleiks- og hugvitsmaður og lauk við gerð tækisins á næstu árum. Textatækið var tengt við kvikmyndasýningarvél og var ætlað að starfa þannig að málmhólk- ur, húðaður með einangrandi lakki, snér- ist í samræmi við sýningarvélina. Tonn fræsti síðan lakkhúðina af hólknum á þeim stöðum þar sem íslenski textinn átti að birtast. Þegar mynd var sýnd myndað- ist samband í straumrásinni þar sem lakk- ið vantaði en straumurinn stjómaði síðan skuggamyndavél með rafsegulbúnaði, þannig að textarnir birtust sjálfvirkt á tjaldinu á réttum tíma.24 Minna varð hins vegar úr notkun tækisins en til stóð.23 Aukin kaupgeta almennings var ein forsenda þess að kvikmyndahúsin gætu borið sig. An peninga var ekkert bíó. A ámm síðari heimsstyijaldarinnar höfðu fjárráð fólks aukist verulega og að stríði loknu hélt velmegunin yfirleitt áfram. Fólk gat leyft sér ýmsar skemmtanir í rík- ara mæli en áður hafði tíðkast. Þessa nutu kvikmyndahúsin. A fyrri hluta sjö- unda áratugarins var t.d. reiknað með því að reykvísk hjón á aldrinum 25 til 50 ára færu yfirleitt a.m.k. einu sinni í viku í bíó.26 Sum fóru oftar. Aðsóknartölur sýndu vel hve markaðurinn var blómleg- ur (sjá töflu II). Textatœki Sigurðar Tomassonar úrsmíðameistara og uppjinningamanns. SAGNIR 11

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.