Sagnir - 01.06.1995, Síða 19

Sagnir - 01.06.1995, Síða 19
voru færðir inn allir merkisatburðir í lífi fólksins í sóknunum, s.s. fæðingar, ferm- ingar, giftingar, dauðsfbll og flutningar. Frá Stóra-Dalssókn er að finna bók þar sem bygað var að færa inn árið 1816, svo er einnig um að ræða í Reynissókn. Báðar þessar bækur eru nokkuð aðgengi- legar. BÖRN Á HVERJU ÁRI Sá tími kemur að þú þarft að skýra fyrir bömum þínum hvers vegna þau fæddust, og furðulegt má telja ef þú veist ástæðuna þegar þar að kemur. Hazel Scott Sigríður Auðunsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn 22 ára gömul. Að meðaltali liðu síðan 18 mánuðir á milli fæðinga hjá henni, sem þýðir að hún var tæplega bú- in að ná sér eftir eina barneign, þegar önnur meðganga var komin af stað. Ef litið er framhjá síðustu fæðingunni verð- ur meðaltalið 17 mánuðir. A milli síðasta og næst síðasta barnsburðar Sigríðar líða 37 mánuðir. Miðað við það sem á undan var gengið var þetta óvenju langt bil. Það vekur upp þá spurningu hvaða breyting hafi orðið á aðstæðum hjá Sigríði, sem þýddi þetta óvenju langa bil? Erfitt er að finna einhverja haldbæra skýringu á þessu, en þó er ekki ólíklegt að aldurinn hafi verið farinn að segja til sín. 3. febrúar 1823, þrettán árum áður en Einar og Sigríður gengu í það heilaga, strengdu Runólfur Sigurðsson 25 ára og Ingveldur Jónsdóttir 24 ára, frá Heiði í Reynissókn, hjúskaparheit sitt fyrir aug- liti guðs. Eitthvað hefur brúðurin unga verið farið að þykkna undir belti er þau stóðu við altarið því þremur mánuðum eftir brúðkaupið var hún léttari af þeirra fyrsta barni. Ingveldur eignaðist heldur færri börn en Sigríður, eða ellefu alls á sextán árum. Að meðaltali leið rúntlega tveimur mán- uðum lengra á ntilli fæðinga hjá Ingveldi eða tuttugu mánuðir. En líkt og hjá Sig- ríði líður lengst á milli síðustu og næst síðustu fæðingar, eða 34 mánuðir, sem þýðir að meðaltalið hækkar um rúman einn ntánuð. Loftur Guttormsson sýnir fram á með útreikningi í grein sinni „Barnaeldi, ung- barnadauði og viðkoma á Islandi 1750 — 1860“, að tæpir 30 ntánuðir hafi að með- altali liðið á milli fæðinga hjá giftum konum á aldrinum 20 — 44 ára. Nokkur hluti þessara kvenna eignaðist aldrei börn, eða 10 - 15%. Það þýðir að í raun hefur bilið verið nokkuð styttra.8 Miðað við þetta hefur frjósemi Sigríðar og Ing- veldar, og þá sérstaklega þeirrar fyrr- nefndu, verið óvenju mikil.9 En var frjó- semi þeirra stallsystra óvenju mikil miðað við aðrar giftar konur í sóknunum tveimur á þessum tíma? Bameignarferill þeirra Ingunnar og Sigríðar var nokkuð óvenjulegur miðað við aðrar konur í sókninni. Fæðingarbil- ið var skemmra, börnin fleiri, þær yngri þegar þær áttu fyrsta barn og eldri þegar það síðasta kom í heiminn. Ein skýringin á þessu er giftingaraldur þeirra. Onnur ástæða gæti verið sú að aðstæður á heim- ilunum hafi verið óvenjulegar miðað við önnur. Víst er að á Seljalandi var það svo. Þar var stórbýli og sat húsbóndinn heinta á búi sinu, en fór ekki í verið.1" I báðum sóknunum er fæðingarbilið nokkuð svipað. Munar þar rúmum mán- uði sem það var lengra í Stóra-Dalssókn. Það sem vekur þó mesta athygli er hve mikill munur er á aldri kvennanna í Tafla I. Fjölskyldumyndunarferli Einars Isleifssonar og Sigríðar Auðunsdóttur Fæðingardagur Ár Aldur móður Fæðingarbil í mánuðum Nafn barns 11. júní 1837 22 Auðunn 5. október 1838 23 16 Isleifur 2. desember 1839 24 14 Sigríður 2. júlí 1841 26 19 Bergsteinn 9. nóvember 1842 27 18 Sigurður 2. desember 1843 28 13 Ólafur 12. júní 1845 30 17 Ólafur 6. desember 1846 31 18 Sigríður 14. júní 1848 33 17 Einar 15. október 1849 34 16 Ingibjörg 26. mars 1851 36 17 Jón 3. desember 1852 37 20 Árni 9. júní 1854 39 17 Una 17. desember 1855 40 18 Arnór 9. febrúar 1859 44 37 Guðmundur Heimild: Þjsk: Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum 1816 - 1848. Prestþjónustubók. Stóri-Dalur undir Eyjafjöllum 1849 — 1886.7 Tafla II. Fjölskyldumyndunarferli Runólfs Sigurðsson og Ingveldar Jónsdóttur Fæðingardagur Ár Aldur móður Fæðingarbil í mánuðum Nafn barns 17. maí 1823 24 Ragnhildur 30. júní 1824 25 13 Sigurfinnur 9. október 1825 26 15 Heiðmann 21. janúar 1828 29 28 Tala 18. ágúst 1829 30 19 Heiðmundur 17. nóvember 1830 31 15 Úlfur 20. desember 1831 32 13 Ingvi 20. mars 1833 34 15 Uni 4. desember 1834 35 20 Úlfur 12. október 1836 37 22 Steinunn 11. september 1839 40 34 Heimild: Þjsk: Prestþjónustubók. Reynissókn í Mýrdal. 1816 — 1863. SAGNIR 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.