Sagnir - 01.06.1995, Page 21

Sagnir - 01.06.1995, Page 21
Islaiskar konur. Frjósamar og fallegar. hveija 1000 íbúa hér á landi. I Svíþjóð var talan 8,5, í Noregi og Danmörku 8,3, í Skotlandi 10,2 og 9,1 í Bretlandi.17 Giftingaraldur var einnig nokkuð hærri hér á landi en í nágrannalöndunum vegna áhrifa frá samfélaginu. A tímabil- inu frá 1890 — 1895 var meðalaldur brúð- guma 30,8 ár en brúða 28,2 ár.,H Meðal- töl gefa ekki alltaf rétta mynd af raun- veruleikanum, sést það best á því að þrátt fyrir háan meðalaldur brúða gengu flestar konur í hjónaband frá 20 til 24 ára aldurs eða 38,2%.19 Þess ber einnig að geta að rúmlega 20% brúðanna voru á aldrinum 30 — 49 ára. Eftir því sem konur ganga seinna í hjónaband eignast þær færri börn. Þær hömlur sem samfélagið setti á fólk til giftinga hafa því haldið aftur af fijósemi kvenna. Þegar borið er saman fæðingar- hlutfallið við hlutfall giftra kvenna kem- ur í ljós að íslenskar konur hafa verið fijósamari en kynsystur þeirra í ná- grannalöndunum. Tafla IV. Giftmgar 1853 - 1860 miðað við aldur brúða. Brúðir % Yngri en 20 6,4 20-24 38,2 25-29 31,1 30-34 13,2 35 - 49 9,8 50 og eldri 1,3 Samtals Heimild: Tolfræðihandbók 1984, 39. 100,0 íslensk „meðalkona" sem giftist 27 ára og æli böm í samræmi við fijósemis- hlutfall næstu 5 ára aldursflokka, hefði við 44 ára aldur eignast 6,5 böm en kynsystir hennar norsk, sem giftist þó 26 ára, ekki nema 5,2 böm2" Það er helst að breskar konur hafi verið í svipuðum flokki og íslensku konurnar, því á tímabilinu frá 1800 — 1855 eignuð- ust þær u.þ.b. 6,16 böm.21 Þrátt fyrir að giftingar væm nokkuð færri hér á landi en í nágrannalöndunum, var fæðingartíðnin ekki lægri. En hvern- ig stóð á því að íslenskar konur vom mun frjósamari en stallsystur þeirra í ná- grannalöndunum? BRJÓSTAGJÖF A síöari hluta þessarar aldar hafa konur notað bijóst sín til að draga að sér athygli hins kyns- ins. . . . Upprunalegt hlutverk bijóstanna, að vera nægtabrunnur ungbama, hefur því að mestu fallið í gleymsku. Því er nú til fólk, sem lítur á þessa líkamshluta sem kyntákn eingöngu, finnst allt að því óhugsandi og jafnvel óviðurkvæmilegt að æda þeim að ala böm. Máire Messenger Nú á tímum þykir sjálfsagt að hafa barn sitt á brjósti. Helstu rökin eru þau að brjóstamjólk sé fullkomnasta næringin sem völ er á fyrir ungbörn. Bijóstagjöf hefur það einnig í för með sér að tíðir hefjast ekki fyrr en 6 - 8 mánuðum að SAGNIR 19

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.