Sagnir - 01.06.1995, Page 22

Sagnir - 01.06.1995, Page 22
meðaltali eftir fæðingu hjá þeim konunt sem hafa börn sín á brjósti.22 En þessu hefur ekki alltaf verið svo háttað hér á landi. Alla átjándu og nítjándu öld börð- ust lærðir menn fyrir því að konur tækju upp þennan sið. Það var þó ekki fyrr en undir lok nítjándu aldarinnar að orð þeirra fóru að hafa einhver áhrif.23 Þessi ráðstöfun hafði ýrnsar afleiðingar í för með sér m.a. . . .bendir margt til þess að hinn sér ís- lenski barneldisháttur, sem fólst í því að gefa nýburum kúamjólk í stað brjóstamjólkur, hafi valdið mestu um yfirburða frjósemi íslenskra kvenna.24 Meginreglan mun hafa verið sú að i Danmörku og Skandinavíu voru konur með börn sín á brjósti i eitt til tvö ár. Það þýðir því að þessar konur hafa verið ófijóar í 12 — 13 mánuði eftir fæðingu.25 A síðustu árum hafa menn æ oftar staðnæmst við brjóstagjöfina sem áhrifa- þátt hvað varðar fijósenri kvenna. Rann- sóknir á frjósemi í þróunarlöndunum sýna að konur sem hafa ekki börn sín á bijósti eru ófijóar að meðaltali í tvo mánuði eftir fæðingu miðað við 18 mán- uði hjá konu sem er með barn sitt á brjósti í tvö ár.2<’ I bók sinni Population Change in North- Westem Europe 1750 — 1850 gefur breski sagnfræðingurinn Michael Anderson okkur innsýn í niðurstöður sinar í rann- sókn á áhrifaþáttum á fijósemi kvenna. I héraðinu Petalax, í Finnlandi, tíðkaðist ekki á nítjándu öld að gefa börnum brjóst. I héraðinu Nar, í Svíþjóð, höfðu konur börn sín aftur á móti á bijósti í tvö til þrjú ár. Það er vægt til orða tekið að segja að munurinn á fijósemi milli þess- ara héraða hafi verið mikill. I Nar var fjöldi fæðinga einungis tveir þriðju mið- að við það sem gerðist í Petalax. Anderson nefnir tvo þætti i viðbót sem gætu haft nokkur áhrif á fijósemi kvenna. Það eru getnaðarvamir, en þó ekki í þeim hefðbundna skilningi sem við þekkjum í dag og há tíðni ungbarna- dauða. I Svíþjóð og Þýskalandi var það greinilegt að konur voru vísvitandi með börn sín lengur á brjósti til að koma í veg fýrir þungun. Allt fram í byijun 20. ald- arinnar voru konur í East End í London með börn sín á brjósti fram til tveggja ára aldurs til það að reyna að koma í veg fyr- ir þungun.27 A mörgurn öðrum svæðunr tíðkuðust rofnar samfarir og fóstureyð- ingar vom valkostur annars staðar.28 Loft- ur Guttormsson nefnir að dæmi um mikla frjósemi kvenna bendi til þess að venjulegt sveitafólk hafi ekki vísvitandi haft stjórn á bameignum sínum, „. . .það er líka ósennilegt að efnalitlir foreldrar hafi séð sér hag í að eignast stóran barn- hóp . . . jafnvel þótt þau gerðu ráð fyrir nrikilum „afföllum“ á uppvaxtarárunr þeirra.“29 Samkvæmt þessu virðist þessi áhrifaþáttur vart hafa átt við hér á landi. Anderson kemst að þeirri niðurstöðu að fylgni sé á nrilli hárrar tíðni ungbarna- dauða og mikillar frjósemi kvenna. Nefnir hann sem dænri þessu til stuðn- ings að á svæðum i Frakklandi þar sem fijósemi var einna mest var ungbama- dauði að minnsta kosti 50% hærri en á svæði nreð minni frjósenri. Þegar ung- barnadauði lækkaði í lok átjándu aldar og 20 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.