Sagnir - 01.06.1995, Page 25

Sagnir - 01.06.1995, Page 25
Trú feðranna Víst er að mikill ákafi og eftirvænting réði athöfnum fólksins sem svo illa fór fyrir þennan dag. AUir vita hve hættulegt er að sigla ofhlöðnu skipi yfir stóra og straumþunga á. I þetta skiptið endaði ferðin með ósköpum og enginn komst af. En hvað olli þessum æðibunugangi? Hópurinn átti ekki langt eftir að sam- eiginlegum áfangastað þegar óhappið varð. Vera má að tilhugsunin um nálægð lokatakmarksins hafi hleypt slíku kappi í mannskapinn að fólki hafi yfirsést hættan af því að ofhlaða feijuna. Handan árinnar hefur mátt greina bæjarhúsin og kirkjuna í Kaldaðarnesi og þangað var forinni heitið. Fyrir þessu fólki hafði ferð í Kaldaðames sér- staka þýðingu. Bærinn var í hugum þess baðaður sérstök- um ljóma sem stafaði frá róðu- krossinum firæga sem þar var á þessum ámm. Fólk var tilbúið að leggja ýmislegt á sig til að mega líta þann grip og komast í nálægð við hann. Þessi kross þótti reyndar svo magnaður að þeir sem bjuggu vestan HeUisheiðar þurftu ekki annað en komast austur á Kamba og líta bæinn í fjarska, til að finna fyrir krafti hans.2 Og ekki glataði krossinn trausti þrátt fyrir skipskaðann þetta ár. Inga Jónsdóttir i Hvammi gerði erfðaskrá sína árið 1531 „heil að viti en nokkuð krönk í líkama“. Þar ánafnaði hún krossinum í Kaldaðarnesi þijú hundmð kýrverð „í góðum peningum" sem sálugjöf fyrir sjálfa sig og var það ekki lítið fé.3 Önnur sigling endaði betur. Þegar Ögmundur biskup hreppti mikið óveður á heimleið frá Noregi árið 1522 var heit- ið á Maríulíkneskið á Hofstöðum í Skagafirði til hjálpar og stómm gjöfum lofað ef skipið bjargaðist úr háskanum. Skipið komst að lokum heilu og höldnu heim til Islands og var litið á þennan far- sæla endi sem mikla jartein. Meðal ann- ars lofaði biskup að láta gera skipslíkan úr silfri og hengja upp í kirkjunni á Hof- stöðum til vitnis um kraftaverkið.4 Ekki er gott að segja hvers konar guðshús Hofstaðakirkja hefur verið en suður í Skálholti brann dómkirkjan mikla árið 1527 og mátti Ögmundur þá láta reisa nýja í hennar stað. Islendingar byggðu stærstu timburbyggingar Norð- urlanda í Skálholti svo þar var löngum staðarlegt um að litast á miðöldum. Ög- mundarkirkja fullbyggð gaf hinurn fyrri ekkert eftir að stærð og mikilfengleik. Hún var um 50 metrar á lengd og öll hin veglegasta snríð.3 A miðöldum brann oftar en einu sinni á biskupssetrinu. Þegar eldur varð laus í Skálholtskirkju hefur staðarfólkið vitan- lega kostað kapps um að bjarga gersem- um úr henni. Einn gripur hefur þó vafa- laust haft forgang fram yfir aðra. Þegar gengið var inn eftir kirkjunni mátti greina lítið hús upp yfir háaltarinu í kórnum. Þetta hús varð sífellt greinilegra eftir því sem innar var komið og glamp- aði á gull og gimsteina sem prýddu það að utan. Það er engum vafa undirorpið að þetta litla hús var höfuðprýði kirkj- unnar og hennar dýrasta djásn. Það var Þorláksskrín og hafði að geyma jarðnesk- ar leifar Þorláks helga sem tekinn var í heilagra manna tölu á íslandi í lok 12. aldar.6 Einu sinni á ári var haldin mikil hátíð í Skálholti í minningu hans. Það var Þorláksmessa á sumar sem haldin var 20. júlí. Þá var skrínið borið út og geng- ið rneð það hringinn í kringum kirkjuna. Fjöldi fólks var jafnan saman kominn i Skálholti til að taka þátt i þessari athöfn og gekk í halarófu á eftir skríninu í eins konar skrúðgöngu. Nokkra menn hefur þurft til að bera skrínið sem kallað var „að styðja Þorláks hönd“ og þótti mikill heiður þeim sem það fékk. Ef menn náðu að ganga undir skrínið fylgdi því fullkomin syndakvittun en varla hafa rnargir komist til þess þegar Qöldinn var sem mestur.7 Breytingar í vændum Þannig var tilvera Islendinga á miðöld- um; mótuð af trúnni á helga menn og líkneski. Fólkið leitaði á náðir þessara fyrirbæra þegar erfiðleikar komu upp og vá var fyrir dyrum. Þá var heitið á tiltek- inn dýrling eða líkneski og ef hjálpin barst var hún endurgoldin með ýmsum gjöfum sem runnu til kirkjunnar. Lík- amsleifar helgra manna kölluðust „helgir dómar“ og sóttust forkólfar kirkna eftir að eignast þá, þótt ekki væri nema lítið bein eða jafnvel aðeins beinflís. Hér á landi áttu nokkrar kirkjur brot af helgum dómum dýrlinga og skrín utan um þá en ekkert þeirra hefur verið jafnt veglegt og Þorláksskrín í Skálholti.K Máttur dýrlings- ins var mikill í kringum helgan dóm hans. Því var til dæmis trúað að ef menn snertu Þorláksskrín og strykju síðan hendinni um líkamsparta þar sem mein hijáðu, mættu þeir vænta lækningar.9 Kaþólsk „prósessía “ á Islandi. Þorláksskrín og helgur dómur Þorláks er nú hvort tveggja löngu glatað. SAGNIR 23

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.