Sagnir - 01.06.1995, Side 26

Sagnir - 01.06.1995, Side 26
Svona haf3i þetta verið öldunt saman þegar fyrsta alda þeirrar flóðbylgju sem síðar sópaði þessum átrúnaði burt af Is- landi, skolaðist hingað á land. Ekki er vit- að nákvæmlega hvenær eða hvar fyrst heyrðist til fylgismanna Marteins Lúthers hér á landi10 en upphafslota siðaskiptanna á Islandi er aðallega tengd nafni eins manns; Gissurar Einansonar, fyrsta lút- herska biskupsins í Skálholti ffá árinu 1540. Með lútherskum sið fékk yfirmaður kirkjunnar reyndar nýtt nafn og kallaðist nú „superintendent" í stað biskups áður. En sú nafngift varð ekki langlíf í íslensku máli þótt hennar hafi gætt í tíð Gissurar. Eitt af meginbaráttumálum Lúthers- sinna var einmitt að snúa hugum fólks frá helgum mönnum og helgigripum því í augum þeirra var allt hjáguðadýrkun og skurðgoðatrú sem ekki samrýmdist heil- agri ritningu. Það var sem sagt verkefni Gissurar Einarssonar að beita sér gegn trú og siðum sem tengdust krossinum í Kaldaðarnesi og skríni Þorláks helga. Ekki reyndist það auðsótt verk, eins og senn mun vikið að. Hvað vissi fólk? Islendingar höfðu framan af litla þekk- ingu á því hvað þessi nýja trú snérist um. Þó hafði mikið gengið á hér um Hvíta- sunnu 1539 þegar embættismenn kon- ungs riðu húsum í Viðeyjarklaustri, rændu þar og rupluðu og misþyrmdu heimamönnum. Þá var ekki minna uppi- stand vorið 1541 þegar konungur sendi hingað herskip og Ogmundur biskup var handtekinn og fluttur sem fangi til Kaupmannahafnar. En hvort almenning- ur gerði sér yfirleitt grein fyrir að hér bjuggu að baki trúarlegar deilur er óvíst. Þótt hér hafi eitthvað heyrst til manna sem hallir voru undir kenningar Marteins Lúthers er ólíklegt að venjulegt fólk hafi skilið hvað raunverulega í þeim fólst og auk þess gat það ekki skipt neinu veru- legu máli því allt var það bannsett villu- trú samkvæmt úrskurði páfa og kirkju. Þegar lútherskur biskup var sestur að í Skálholti tóku mál hins vegar að skýrast. I forspjallsbréfi að nýrri kirkjuskipun sem lögð var fyrir Alþingi sumarið 1541 kemur glögglega fram hvaða breytingar voru í vændum á kristnihaldi í landinu og hver eftirmæli kaþólskan fékk hjá hinum nýju lúthersku yfirboðurum:11 hefir antakrists selskapur framsett oss djöfullega lærdóma með hræsni. það er undir mikilli heilagleikans mynd kennandi og predikandi: lygð, fullnað- argerðir, statútur, klaustrareglur, varð- veitingar, aflát, pílagrímareisur, bræðraskap, uppþenktar fórnfæringar, messulegar svívirðingar, hreinsunareld, vígt vatn, föstulögmál, möglan tíða- lesturs, sálutíðir, helga staði, klukkna- skirn, smurningar, krúnur, vígð klæði, þeirra óhreinlegasta hreinlífi, hjóna- bandsins afneitan sem þó er af guði skapað og sett, forboð fæðslunnar, for- boð Kristí blóðs, ákallan heilagra og umbreytni allra verka og andlegra embætta með hveiju þeir kenndu oss við guð að forlíkjast, fúllnaðargerð fyrir syndimar og í svo máta útvega syndafyrirgefning. . . . Þessar antakristí lygar sendum vér aftur heim til djöfö ulsins þaðan sem þær em komnar en gefurn Guði dýrðina. Hér er í stuttu máli ráðist að öllu því sem fólki í þessu landi var heilagt. Hver gat tekið slikt og þvílíkt alvarlega? I öllu falli er víst að þær breytingar sem nýja kirkju- skipunin kvað á um voru fyrst í stað dauður bókstafur jafnvel þótt skjalið væri samþykkt á þinginu. Sumir prestar höfðu reyndar neitað að samþykkja hana en fengu að vera í friði með sín brauð þrátt fyrir það.12 Það var nefnilega hægara sagt en gert að framfylgja öllum þeinr breyt- ingum sem kirkjuskipunin fól í sér. Erfitt var að útskýra og réttlæta þessar breyt- ingar þvi fáar bækur voru til um hinn nýja sið í landinu.13 Hér hafði heldur ekki átt sér stað nein almenn vakning eins og sumsstaðar suður í Evrópu. Hér vom engar borgir og hugmyndir hlutu að berast seint milli manna því landið var stórt, fólkið fátt og bjó strjált í afskektunr byggðum. Og það var ekki bara erfitt að kynna hinn nýja sið, það þurfti líka að sannfæra fólk um að trú feðranna væri ekki lengur góð og gild. Gissur fór sér hægt Það voru ekki margir lútherskir menn á Islandi á þessum tíma. Gissur superin- tendent átti í raun engan annan kost en að fara rólega í sakirnar ef hann ædaði að halda friðinn i landinu og velli sjálfur. Hann hafði ákveðið að halda eftir dóms- valdi í ýmsum málum sem kirkjuskipun- in nýja hafði sett undir veraldlega dóm- stóla og voru einkum mál sem vörðuðu hjúskapar- og skírlífisbrot af ýmsu tagi. Með þessu móti gat hann aflað sér góð- vilja fjölda fólks á þann hátt að dæma mildilega fyrir afbrot af þessu tagi. Lætur hann í bréfum nægja að árninna menn sem gerst höfðu brotlegir og krefst í mesta lagi yfirbótarverka í kaþólskum stíl.14 En þrátt fyrir alla varkárni var óum- flýjanlegt að kæmi til átaka. Menn hlutu skiljanlega að vera ákaflega hneykslaðir á þessum nýjungum og álíta þær klára villutrú. Enda fór svo að prestarnir gerðu uppreisn og sögðu jafnvel af sér prest- dómi svo að Gissur neyddist jafnvel til að vigja leikmenn til þjónustu.15 Það ríkti sannkallað ófremdarástand i Skálholts- stifti og sumir borguðu ekki biskups- tíund í nokkur ár en aðrir neituðu að leggja Gissuri til hesta á yfirreiðum sem venja var að biskupar nytu.16 Astandið var svo alvarlegt að Gissur óttaðist jafnvel um öryggi sitt og taldi vissara að hafa á ferðum sínum brynjaðan her sér til með- reiðar, búinn skotvopnum og lensum.17 Friðarsamningur og brúðkaup En Gissuri var ekki bara hætta búin á því sem átti að heita hans eigin yfirráða- svæði. Norður í Skagafirði sat Jón Ara- son biskup á Hólum ósnortinn af allri „Lúters villu“. Það var nú vissara fyrir Gissur að reyna að hafa þann höfðingja góðan svo ekki þyrfti að glíma við hann líka ofan á allt annað. Þeir tveir höfðu reyndar gert með sér eins konar friðar- samning svo að ekki þurfti Gissur að hafa áhyggjur nteðan hann gilti.18 Kristján konungur hafði boðað Jón biskup á sinn fund með Gissuri þegar hann fór í vígsluferð sina haustið 1542. Jón fór hvergi en sendi Sigurð son sinn í staðinn. Virðist þeim Gissuri og Sigurði verða vel til vina í Kaupmannahöfn eins og sjá má af eftirfarandi dagbókarfærslu Gissurar: 19 hafa þeir komið til mín ii ganga séra Sigurður et cetera. I hvort sinn hentað fyrir viii hvíta Rostokkaröl. Drakk ég því nærri mikið öl í þetta nrálið. Þegar Gissur kom heirn úr vígsluferðinni vorið 1543 hafði hann meðferðis vín- tunnu handa Hólabiskupnunr til merkis 24 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.