Sagnir - 01.06.1995, Page 36

Sagnir - 01.06.1995, Page 36
Kona með holdsveiki. Hún hefur misst fmgurna af völdum sjúkdómsins. gegn holdsveikinni og hvatti íslensk stjórnvöld til að hefta útbreiðslu sjúk- dómsins með því að koma upp spítala fyrir þessa sjúkl- inga. Þar sem íslensku al- þingismennirnir töldu sig ekki geta kostað spítalann ákváðu danskir Oddfel- lowar að láta reisa holds- veikraspitala í Laugarnesi í Reykjavík. Árið 1898 af- hentu þeir landshöfðingja spítalann sem gjöf til lands- ins.48 Fyrsti yfirlæknir spítalans var Sæmundur Bjarnhéð- insson og yfirhjúkrunar- konan var Christophine Jurgensen Bjarnhéðinsson sem var jafnframt fyrsta hjúkrunarkonan hér á landi.49 Um sama leyti og Is- lendingar fengu holds- veikraspitalann að gjöf sam- þykkti Alþingi lög um að- greiningu holdsveikra frá öðrum mönnum. Lög um flutning þessara sjúklinga á opinberan spítala voru svo- hljóðandi: Ef þörf gjörist, annast lögreglustjóri eða hreppstjóri flutning holdsveikisjúklinga ... á spítala. Kostnað allan við veru holdsveikra á holdsveikispítala skal greiða úr lands- sjóði . . ,50 Tilskipunin urn aðgreiningu holdsveikra frá öðrum mönnum leiddi oft til átakan- legs harmleiks í einkalífi fólks. Dæmi eru um að fólk hafi ekki viljað senda sína nánustu frá sér og tekið á það ráð að ein- angra það í lokuðum herbergjum á bæj- um. Sjö barna móðir með holdsveiki gat ekki hugsað sér að yfirgefa börnin sín. Tóku sveitungar hennar á það ráð að byggja herbergi við baðstofu hennar með glugga á milli. I gegnum glerið gátu bömin séð móður sina eins og fanga í búri.51 Sorgleg endurminning fyrir börn- in sem hafa einnig þurft að horfa upp á móður sína afmyndast af völdum sjúk- dómsins í þessu búri. Þannig var aðbún- aður sumra holdsveikisjúklinga á Islandi. Auðvitað var tilgangur með lögunum fyrst og fremst að vernda landsmenn gegn smitun og þar með að útrýma holdsveikinni í landinu. Um miðja 20. öld hefur veikin til allra hamingju verið upprætt að mestu og telja læknar að þær ráðstafanir sem gerðar voru árið 1898 hafi orðið til þess að hægt var að stemma stigu við veikinni.52 Það fer ekki milli mála að betri að- búnaður, aukið hreinlæti og þekking á smitunarleiðum sjúkdóma á síðari hluta 19. aldar og í bygun 20. aldar hefur haft mikil áhrif á fólksfjöldaþróun íslendinga. Þegar Alþingi samþykkti lög um lækna- skipan, um stofnun læknaskóla og ný lög um ljósmæður urðu miklar breytingar í heilbrigðismálum. Þá tókst íslenskum læknum einnig á ofangreindu tímabili með hjálp danskra lækna og löggjafar- valds að stemma stigu við sullaveiki og holdsveiki en þessir sjúkdómar komu mörgum Islendingnum í gröfina. Tafla 2: Fjöldi holdsveikra á árunum I896-I920.4' Ár Tala sjúklinga 1896 236 1901 169 1910 96 1920 67 34 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.