Sagnir - 01.06.1995, Page 43

Sagnir - 01.06.1995, Page 43
sér þurfa þeir enga slíka réttlætingu; sannleiksástin ein réttlætir fyllilega störf þeirra. Sókn í almenningsvinsældir getur leitt sagnfræðinga á glapstigu og á þvi aldrei í sjálfu sér að verða þeim keppi- kefli. En ef slíkar vinsældir hljótast má líta á þær sem haldkvæman kaupbæti. Stundum heyrast þær raddir að sagn- ffæðirit nái trauðla fótfestu hjá almenn- ingi vegna þess að þau séu þurr, tyrfin eða skýrslukennd, en þetta er goðsögn. Vitaskuld er það á hendi sagnfræðinga sjálfra hvemig þeir framreiða sannleika sinn og einhverra hluta vegna hefur rit- stíll greinarinnar þróast inn á ákveðnar brautir. Hér kann einhverju um að valda eðlislæg varfæmi sagnfræðinga. En að sjálfsögðu verður að gera þær kröfur til höfunda sagnffæðirita ekki síður en höf- unda sögulegra skáldsagna að þeir séu rit- færir. Sagnfræðingum ber ekki síður en skáldum að fága texta sinn svo að hann verði læsilegur og athyglisverður. Þessi þáttur vill oft gleymast en til allrar ham- ingju finnast þó sagnfræðirit sem skrifuð eru í leiftrandi stíl án þess að slegið sé af vísindalegum kröfum. Slíkar perlur geta reynst áhrifameiri en bestu sögulegu skáldsögur. A því leikur enginn vafi að sögulegar skáldsögur geta haft áhrif á sagnfræðina. Eg hef heyrt fleiri en einn íslenskan sagnfræðing lýsa því yfir að lestur sögu- legra skáldsagna á unglingsárum hafi ráð- ið úrslitum um hvaða grein hann valdi sér. Hvort ætli að skilji eftir sig djúpstæð- ari tilfinningu fyrir íslensku samfélagi í upphafi 16. aldar, Anna frá Stóru-Borg eða Islandssaga Þórleifs Bjamasonar? Hvað væri Jón Hreggviðsson annað en undir- málspersóna í íslenskri sagnfræði ef Lax- ness hefði ekki tekið hann upp á arma sína? Sögulegar skáldsögur geta vissulega bjagað hina réttu sagnffæðilegu mynd3 en þær skerpa þætti sem sagnfræðin nær ekki nema að takmörkuðu leyti til: Mannleg örlög. Sú huglægni sem höf- undur sögulegrar skáldsögu leyfir sér get- ur laðað fram mikla innlifun hjá lesand- anum og sagnfræðin fær aldrei keppt við hana, því að sagnffæðin sem ffæðigrein stefnir að sem mestri hlutlægni. En hvar liggja þá mörk sagnfræði og skáldskapar? Að minni hyggju em þau ekki til því að kvarðinn frá hlutlægni yfir í huglægni er eitt órofa ferli. Sagnfræðin liggur þá á endimörkum hlutlægninnar en teygir sig eitthvað inn í huglægni. Mörkin verða ekki fundin fyrr en ein- hver tekur sér úrskurðarvald, dregur strik á þessa línu og segir: Svona langt yfir í huglægni má sagnfræðin fara. Hingað og ekki lengra. En hver er þess umkominn að setja strikið á línuna? Hver getur hlaðið vamarmúrana um sagnfræðina? Enginn. Spurningunni um hvað sé sagn- fræði og hvað sé skáldskapur má ef til vill að einhveiju leyti snúa upp í það hvað sé veruleiki og hvað sé ímyndun. En þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ímyndun- in veruleiki út af fyrir sig og hluti mann- legrar reynslu eigi síður en atburðir hversdagslífsins. Hjá Grikkjum að fbmu vom mennta- gyðjumar níu. Ein þeirra var Klió, gyðja sagnffæðinnar en meðal systra hennar vom Kallíópa, gyðja sögulegs skáldskapar, og fleiri bókmenntagyðjur. Þær systur vom samrýmdar, léku saman, dönsuðu og sungu. Hví skyldi ekki svo haldast áffam? Er einhver ástæða til að stía þeim í sundur? 1 Hér heyri ég einhvem hreyfa andmælum: „Hvað með vísindaskáldskap sem horfir inn í framtíðina á svipaðan hátt og sögulega skáldsagan inn í fortíðina? Aldrei getur hann haft neina sögulega sldrskotun eða sagn- fræðilega merkingu." Því er ég ósammála. Vísindaskáldskapur vitnar um þá möguleika sem menn í tilteknu sanrfelagi telja sig sjá í framtíðinni, og er þá fyrst og fremst mikilvæg söguleg heimild um samtíma höfundarins. hað er ekki tilviljun að hann kom fram sem bókmenntagrein undir síð- ustu aldamót, þegar tækniframfarir voru örar. Jules Veme er skilgetinn af- sprengur pósitívismans með sögum sínum um tunglferð og djúpsjávar- könnun, og hið sama má segja um sögur H.G. Wells um tímavél og inn- rás frá Mars. Vinsældir þessa skáldskapar á okkar dögum endurspegla að sjálfsögðu ofurtrú vorra tíma á möguleikum tækninnar. Slíkur skáldskap- ur þarf ekki að vera án aðdráttarafls fyrir sagnfræðinga, því að oft á riðum felur hann í sér vangaveltur um hver kunni að verða hin sögulega þróun. 2 Að minni hyggju stafa vinsældir sögulegra skáldsagna á seinni tímum að miklu leyri af því að sagnfræði hefur þróast nokkuð frá persónusögu yfir að felagssögu. Þar með mætir hún ekki á sama hátt og áður forvitni les- enda um afdrif einstaklinganna. Ef sagnfræðingar líta svo á að rit þeirra standi í einhverri vinsældasamkeppni við sögulegar skáldsögur kynni lausnin að einhveiju marki að felast í þvi að snúa sér í auknum mæli að persónusögu aftur. Eg vil þó taka skýrt fram að ég er ekki að mæla með þessari lausn, því að hún þjónar ekki sagnfræðinni sem slíkri, heldur frekar þörf sagnfræðinga á að ná lýðhylli. 3 Stundum velta sagnfræðingar fyrir sér þeirri söguskoðun sem birrist i sögulegum skáldsögum en ég tel að afar gætilega verði að fara í að álykta um þau efiri. I fyrsta lagi er ekki til nein rétt söguskoðun, heldur ein- göngu viðtekin eða ríkjandi söguskoðun. Ollu mikilvægara er þó að höf- undur sögulegrar skáldsögu getur hæglega bjagað alla söguskoðun ef hann telur það þjóna listrænum tilgangi sínum. Sú söguskoðun sem birt- ist í sögulegri skáldsögu þarf alls ekki að vera söguskoðun höfundar. Eg get nefnt sem dæmi að um þessar mundir er ég að semja sögulega skáld- sögu en í henni birtist gömul söguskoðun sem ég er engan veginn sam- mála. Þessi úrelta söguskoðun þjónar þó miklu betur sem efniviður í skáldsögu en mín eigin og því leyfi ég henni að njóta sín. SAGNIR 41

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.