Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 50

Sagnir - 01.06.1995, Qupperneq 50
Asta SveinbjarnavdóttÍY Svipmynd úr Garði Árna Magnússonar að er orðið haustlegt um að litast í kóngsins Kaupinhöfn. A götum bæjarins bærast visin lauf í hæg- um vestanvindi og í morgunsólinni mynda þau litfagrar breiður þar sem þau finna skjól í garði við Stóra Kanúkastræti í virðulegu háskólahverfinu. Það er fleira en haustlaufin sem hefur fengið skjól á þessum stað. Inni á stórri vinnustofu í veglegu húsi við garðinn ber flest vott um ævistarf húsbóndans, Arna Magnússonar prófessors. Hillur með fornum handritum, bókum og skjölum hylja alla veggi, á gólfi eru kistur og aðrar hirslur, fullar af bókum og blaðaslitrum sem hann hefur safnað á ferðum sínum um ættlandið kalda og raka sem kóng- legur kommissar og þannig forðað sögu þjóðarinnar og frændþjóðanna frá eyð- ingu og gleymsku eftir bestu getu. Allt ffá því hann fyrst komst í kynni við hin fornu skjöl og bækur hefur söfnun þeirra og iðkun fræðimennsku verið honum hugleiknari en allt annað. Við vinnuborð í stofu sinni situr prófessor Arni, roskinn og fyrirmannleg- ur, við gamalkæra iðju sem hefur með tímanum gert hann nokkuð álútan. Hann er að ganga frá skjölum sem hann hefur dregið saman úr fórum sínum smátt og smátt. Þarna er saman komið allt efni sem hann hefur fundið varðandi sögu Helgafellsklausturs hins forna, bréf, dómar og aðrir gjörningar sem hann hef- ur skoðað vandlega og sett í tímaröð eftir bestu vitund. Sum skjölin eru forn skinnblöð, gulnuð af elli, önnur nýlegri að sjá. Þau eru rituð á uppskafninga, afrit sem Arni hefur ritað af nákvæmni eftir skjölum sem ekki lágu laus i hendi vörslumanna þegar hann var á ferð. Hvorki mátti þá spara tíma né fýrirhöfn til að halda til haga sögulegum fróðskap, sem trúlegast færi að öðrum kosti for- görðurn. Sagan þessi mikli brunnur visku og þors var öllu öðru þyngri á metum. Prófessorinn stendur upp úr sæti sínu, hagræðir skjölunum betur og fer með þau yfir á borð aðstoðarpilts síns sem hann á ekki von á til starfa fýrr en síðla dags. „Ekki dugir að hafa þetta laust og óinnbundið lengur,“ hugsar hann upp- hátt, „að öðrum kosti tvístrast þetta allt aftur ætli eg reyni ekki að nýta einhveija af þessum gagnslausu latínuskræðum til að setja utan um þetta“. Hann gengur hægur í fasi að einum kistlinum sem stendur í homi vinnustofunnar og hefur að geyma helgar bækur fornar úr pápísk- um sið. „Best að nota eitthvað af þessu ágæta pergamenti til að varðveita nrikils- verðari skjöl, það gagnast þá til einhvers. Enginn syngur víst lengur tíðir á þessa tungu“. Fyrir hendi hans verður gömul og lúin messubók, hann blaðar aðeins í henni og virðir fýrir sér skrautlegt letrið og fagrar marglitar lýsingar, „en hvað er nú þetta, þarna er messa til dýrðar Olafi hinum helga Noregskonungi". Ekki á hann vanda til að rekast á norræn nöfn í þessum skræðunt Hann blaðar áfram og sér aðra messu sem á að syngja heilögum Magnúsi, Orkneyjajarli á messudegi hans. Þetta verður hann að aðgæta nánar síðar. Má vera að það geti á einhvem hátt varpað ljósi á sögu þessara dýrlinga. Hann gengur að borði sínu, nær sér i pappírsmiða, skrifar athugaseind og festir við handritið. Að svo búnu leggur hann það til hliðar upp í eina vegghilluna. Síðan fer hann aftur í kistilinn og tekur upp annað handrit, í þetta sinn gamlan saltara, óvenju fagran að sjá með gylling- um og litfögrum skreytingum. „Þessi hefúr trúlegast fýrrum verið í eigu ein- hverrar höfðingskvinnu, þær sóttust eftir að eiga slíka gripi“. Eftir því sem hann man best var þetta handrit eitt af mörg- um sem hann hirti úr altari kirkjunnar í Laufási fýrir löngu eins og hvert annað rusl, þar sem eitthvert nýtilegt blað gæti þó leynst. Hann flettir bókinni en rekst ekki á neitt markvert að þessu sinni. „Sálmar Davíðs á latínu“ prófessorinn hristir höfuðið „ekki verða þeir sögu 48 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.