Sagnir - 01.06.1995, Page 53
„Faðir,“ sagði Tómas og snéri sér hálf-
vegis frá púltinu.
,Já, sonur,“ sagði ábóti áhugalaus,
hann ætlaði ekki að láta te§a sig alveg
strax.
„Lögvextir af hundraði eru tólf álnir,
er það ekki?“
„Maður skal eigi selja fé sitt dýrra á leigu
en tíu aurar sé leigðir eyri til jafhlengdar,
hvatki fé sem er,“ sagði ábótí, eins og hann
læsi það líka af spjaldinu. „Þá em tveir aur-
ar eftír hundraðið, það em tólf álnir,“ bætti
hann við í tón sem gaf í skyn að talinu
væri lokið. Bróðir Tömas hlaut að vita
þetta, hann var bara að reyna að koma
honum af stað að spjalla.
„En faðir, kýrin kostar hundrað þegar
þú leigir hana?“
„Ekki meira en hundrað, sumir segja
níu tugi. Við teljum kúna hundrað."
„Hvað er kýr lengi leigufær?11
„Það er misjafnt, það veistu.“
„En venjulega, varla meira en tíu ár?
Hún er ekki leigufær fyrr en þrevetur.
Þrettán vetra kýr er varla leigufær, ekki
meira en svo?“
„Nei, varla meira.“
Svo hélt ábóti áfram í lestrartón aftur:
„Að Þórarni prest hundrað og lögvöxtu.
Að Gesti fimm hundruð og lögvöxtu."
Tómas sneri sér að púltinu og skrifaði
hratt. Sneri sér svo að ábóta aftur: „Faðir,
ef þú leigir hundraðsgilda kú í tíu ár þá
færðu aldrei meira en hundrað í leigu
fyrir hana. Svo kemur Þórður með kúna
aftur og skilar henni og þú lætur hann
hafa þrevetra kú í staðinn. Þú færð
ekkert fýrir alla þína fýrirhöfn nema af-
lóga kú, ef hún er þá ekki sjálfdauð áð-
ur.“
„Við vomm búnir með Þórð,“ sagði
ábóti. „Og Þórarin og Gest. Knykur er
næstur."
„Eg veit það,“ sagði Tómas. „En það er
eins með þá. Staðurinn fær ekkert fýrir að
leigja þessar kýr. Engar þeirra. Og þegar
henn leigir ær, þá em þær ekki leiguferar
nema í sex eða sjö ár. Þú færð“ — og nú
hugsaði hann sig um — „þú ferð tólf aura
fýrir að leigja hundrað í ám, tvær álnir átt-
unda tugar, kannski fjórar álnir níunda tug-
ar, ef þú ert heppinn."
Abóti stóð á fætur og leit á perga-
mentið á púltinu eins og svarið væri þar.
„Eg er ekki viss urn að þetta sé kristi-
leg hugsun, sonur.“
„Nú?“
„Þú talar eins og Gyðingur.“
Það sljákkaði svolítið í bróður Tómasi
við þetta. Hann tók upp hnif af púltinu
og fór að skera pennann, þó að þess
þyrfti ekki. Það sýndi skriftin.
„Skerðu pennann ekki meira en þarf,“
sagði ábóti. „Við fáum ekki fjaðrir fýrr
en í surnar."
„Fræddu mig meira um Gyðinga,
faðir," sagði bróðir Tómas með svolítið
ísmeygilegu lítillæti. „Eg hélt að þeirra
óguðlega athæfi væri að byggja dautt fé á
leigu. Er nokkuð ókristilegt að byggja
lifandi fé á leigu? Staðurinn byggir líka
jarðir á leigu, tólf álnir fýrir hundraðið á
hveiju ári. Þær þarf aldrei að endurnýja.
Samt eru þær leigðar jafnhátt og ær og
kýr. Er það þá okur?“
„Gættu að Guði, drengur. Það er lög-
leiga á hvaða fé sem er.“
,Já, en það er ekkert vit í því. Það er
ekkert vit í því heldur að kaupa unga og
gamla gripi jafndýrt, því að ungir gripir
eiga eftir að gera gagn lengi en gamlir
gripir stutt. Þú hefur sjálfsagt sagt okkur
söguna af deilum Þorgils og Hafliða. Þú
sagðir að Hafliði hefði heimtað bætur
fýrir fingur sinn og sett það skilyrði að
ekkert hross mætti vera yngra en þrevetra
og ekkert eldra en tólf vetra, ef Þorgils
greiddi í hrossum. Þá hefði Þorgils getað
goldið honum skammarbætur og sent
honum hross sem voru að verða húðar-
jálkar, eftir þijú eða §ögur ár. Þetta
varaðist Hafliði ekki þó að hann væri
mikill höfðingi."
„Ætlar þú, drengur minn, að þú hefðir
getað sagt Hafliða Mássyni til við að
segja upp sættir?“ sagði ábóti hneykslað-
ur. Þá þagði hann um stund og sagði svo:
„Kannski borgar sig samt að leigja. Það
kostar varla neitt hundrað að ala upp kú
eða sex ær, þegar allt er tekið heima.“
„Hvers vegna kaupum við þá ekki kýr
á hundrað, eða seljum? Hvers vegna
ölum við ekki upp kýr og ær í hópum
og seljum bændum, ef það kostar minna
en hundrað? Þá gæti staðurinn eflst og
þrifist ..."
„Sonur,“ mælti ábóti af þunga. „Við
skulum ekki vera ágjarnir. Hvað er það
annað en ágirnd sem hefur blásið höfð-
ingjunr þessa lands í brjóst þeim djöful-
skap að þeir reka biskup okkar af stól
sínum svo að hann hefur mátt hrekjast
um landið eins og förumaður? Þú hefur
heyrt hvernig hann var tekinn heima á
staðnum fýrir skemmstu og fluttur suður
að Hvítá í Borgarfirði á börum og hest-
arnir voru keyrðir undir honum svo hart
að barirnar hrutu í sundur og biskup
dragnaði um gijót og móa og hafði af
engum þeirra hjálp.“
„Þú veist það betur en ég, faðir, að
Guðmundur biskup hefur alltaf brýnt
fýrir okkur að vera örlátir við snauða
menn. Við gætum gefið margfalt meira
ef við seldum búfé í staðinn fýrir að
leigja það fýrir minna en ekki neitt.“
„Við skulum láta þetta nægja í dag,
sonur,“ sagði ábótin.
„En, faðir, við vorum rétt að byga. Eg
skal halda áfram að skrifa."
„Við skulum láta þetta nægja,“ endur-
tók ábóti. „Og ég held að það væri rétt
að þú færir sjö sinnum með Credo á
hverju kvöldi í viku.“
„A ég að skilja blaðið og ritferin eftir
á púltinu?"
„Já, gerðu það, sonur. Og sjö sinnum
Pater noster líka.“
Bróðir Tómas sleikti úr pennanum,
lagði hann á púltið og gekk út þegjandi.
Eftir þetta var hann aldrei beðinn að
hjálpa ábóta við skriftir. Og hann gætt
þess að tala aldrei um búfjárleigu við
ábóta, hvorki við Þórarin né Vermund,
eftir að hann tók við ábótadómi.
Heimildir
íslenzktfombréfasafn I (Kh., Bókmenntafélag, 1857-76), 398-99 (nr. 101).
Janus Jónsson: Uin klaustrin á Islandi. Ljósprentun úr Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags 8. árgangi
1887 (Rv., Endurprent, 1980), 185.
Grágás. Lagasafn íslenska þjóðueldisitis (Rv., Mál og menning, 1992), 155
(Um fjárleigur, 1. kap.).
Sturlunga saga (Rv., Sturlungaútgáfan, 1946) I, 49-50 (Þorgils saga ok Hafliða, 31. kap.), 272 (Islend-
inga saga, 36. kap.).
Snúið er í smásöguform meginhugmynd greinarinnar „Um hagfræði íslenskra miðaldamanna. Athug-
un á búfjárverði og búQárleigu“ (Ný Saga VI (1993) enn óbirt).
SAGNIR 51