Sagnir - 01.06.1995, Page 68

Sagnir - 01.06.1995, Page 68
orðið nema ein; að hið æðsta takmark þjóðarinnar ætti að vera að göfga og efla íslenska kynþáttinn.18 Reynsla manna hvarvetna í heiminum hefir sýnt og sannað að kjarnameira fólk yfirleitt, sterkara andlega og lík- amlega, vex upp og lifir í sveitum en í borgum og kauptúnum, því fleira af íbúum einhverrar þjóðar sem lifa í borgum, þvi meiri hætta er á afturför og hnignun.1', Jónas hlynntist rómantískar afturhvarfs- hugmyndir og mannkynbótafræðin féllu vel að hugmyndum hans. Skrif hans bera þó. ekki merki þess að hann telji einn kynstofn „æðri“ en aðra. Urkynjun staf- aði fremur af þéttbýlismyndun og iðju- leysi en blöndun kynstofna. Arið 1921 birtist grein í Arsriti hins ís- lenska frœðafélags i Kaupmannahöfn eftir sænskan þjóðlífsfræðingin Hermann Lundborg. Greininni svipar til ofan- greindra skrifa þar sem fjallað er af andúð um verksmiðjuframleiðslu og hryllilegar afleiðingar hennar. Þar segir að sveitafólk sé hjá öllum þjóðum heilsubetra og hraustara til frambúðar en „verksmiðju- lýðurinn". Sveitalifið var ekki einungis talið hollara heldur væru hreysti og erfðaeiginleikar betri þar á bæ. Lundborg segir hins vegar að því miður eignist duglegir og hraustir foreldrar yfirleitt færri böm en fátæklingar og aðrir „óæskilegir" hópar.20 Hann telur að þeirri þróun þurfi að snúa við. Reyna þyrfti að örva hraustari foreldra til að fjölga sér hraðar. Bogi Th. Melsteð þýðir grein Lund- borgs og í eftinnála tekur hann undir hugmyndir hans. Hann segist feginn því að enn séu bændur fjölmennasta stéttin á Islandi en finnst þó of litið gert til að efla hana og auka því alltof mikill fjöldi flytji úr sveitunum. Hann óskar þess að læknar taki að fræða almenning um mannkyn- bætur þar sem „þjóð af góðu bergi brotin eru hin bestu auðæfi sjerhvers lands.“21 Kenningar mannkynbótamanna festu rætur í öllum þjóðfélagshópum. Til að mynda náðu þær til þingmanna og ein- stakir menn beittu þeim í málflutningi sínum, máli sínu til stuðnings eða af sannri sannfæringu. í kosningablaði Framsóknarmanna, Ingólf, árið 1929 er rætt um tvær hættur borgarlífsins. Annars vegar um líkamlegu heilsu fólks og hins Norrœnir stúdentar. Að sjálfsögðu föngulegur ogfriður hópur. vegar hina siðferðilegu hættu. Varað er við lítilmannlegum hugsunarhætti í borgum sem og iðjuleysi sem gæti leitt fólk í ógöngur.22 Áhugi á mannkynbót- um var ekki bundin við einn flokk frem- ur en annan. Þrátt fýrir að mannkynbótamenn væru gagnrýnir á þéttbýlismyndun í skrifum sínum var Reykjavíkurbær engu að siður vettvangur lífs þeirra. Islendingar höfðu frarn til þessa verið landbúnaðarþjóð og voru nýju menntamennirnir flestir upp- runnir úr sveit. I þeirra augum var ís- lensk menning og sveitamenning eitt og hið sama og lítill greinarmunur var gerð- ur á dýrkun sveitanna annars vegar og þjóðernisstefnu hins vegar. Ætti að leyfa útburð? Guðmundur Finnbogason landsbóka- vörður sem numið hafði heimspeki og sálfræði í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi var einnig meðal þeirra manna sem settu svip sinn á umræðu þessa tíma. Hann var duglegur að koma skoðunum sínum um mannkynbætur á framfrærir. Hann var ekki sammála Steingrimi um að hnignunar væri farið að gæta hjá íslensku þjóðinni þvert á móti væri íslenski kynstofnin ennþá mjög kyngóður eða öllu heldur „kyn- bættur af þúsund þrautum."23 Guð- mundur telur að hörmungar og hallæri hafi haft jákvæð áhrif á Islendinga í ald- ann rás þar sem duglausasta fólkið hefði 66 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.