Sagnir - 01.06.1995, Page 71

Sagnir - 01.06.1995, Page 71
mestu leyti laus við alla kynblöndun frá öðrum þjóðum“33 Segja má að mælingar Guðmundar á Islendingum hafi verið fyrsti vísirinn að mannbótarannsóknum á Islandi. Endalok mannkynbótafræða? Skrif islenskra manna urn mannkynbætur héldu áfram í nokkur ár en þegar líða tók á fjórða áratugin tóku þær breytingum. Olíkt því sem áður var tengdust þessi baráttumál fremur einni stjórnmálahreyf- ingu, þjóðernishreyfiiigu Islands. Nokkr- um áruni síðar voru mannkynbótafræði notuð sem skálkaskjól þegar fólk var drepið í Þýskalandi og svertingjar ofsóttir í Bandaríkjunum. Þessi óhæfuverk urðu til þess að hugmyndir um mannkynbæt- ur voru fordæmdar og hreyfingar leystust upp. Fleiri mikilvægir þættir réðu enda- lokum mannkynbótafræði og má þar nefna framfarir í erfðafræði og óvissa um að hvaða leyti gáfur manna væru áskap- aðar og áunnar. Einnig vaknaði upp sú spurning hveijir þessir „við“ væru sem taka ættu ákvarðanir um hvort fólk væri fyrirmyndarfólk eða ekki. Því er hins vegar ekki að neita að mannkynbótafræðin náði um tíma fót- festu meðal landsmanna á Islandi. I dag er auðvelt að fordæma þessar hugmyndir en ekki má gleyma að þetta voru börn síns tíma. Tilgangur skrifanna virðist vera til varnar þjóðinni hvort sem rökin byggðu á fyrirlitningu á lágstéttum eða á mannúð þar sem litið var á líf mann- fólksins sem fórnir iðjumenningar og kapitalismans. Ólíkt því sem ætla mætti hefur um- ræðan um mannkynbætur ekki alveg fallið í dá. Núna í lok tuttugustu aldar hefur bók Richard J. Herrnsteins Tlie Bell Curve valdið umtalsverðum deilum. Herrnstein fullyrðir að út frá stöðluðum greindarprófum sem lögð hafa verið fýrir hvíta og svarta megi sjá að hvítir menn eru gáfaðri en svartir. A íslandi lifa einnig hugmyndir um yfirburði norræna kynsins sem íslending- ar eru taldir koma af. Til eru samtök sem nefnast Norrænt mannkyn og hefur það að leiðarljósi að hlífa Islendingum við frekari kynblöndun. I einu dagblaði tí- unda áratugsins er haft eftir Einari S. Jónssyni fonnanni samtakanna að hann telji að mikil vakning eigi sér stað í þess- um efnum og að brátt verði samtökin mjög öflug. Hann segir ennfremur: „Ekkert er jafn mikilvægt fyrir þjóð og að fólk sé búið mikilvægum ættgengum mannkostum og hæfileikum."34 Orð Einars hljóma líkt og bergmál fortíðar- innar og sýna það að fræðin eiga sér enn hljómgrunn. I lýðræðisþjóðfélagi eins og Islandi mætti þó ætla að mannkynbóta- fræðin væri í mótsögn við sjálfa sig og því ekki unnt að taka alvarlega. Tilvísanir 1 Durant, John: „Darwinsm and Divinity: A Century of Debate“ Darwitiism and Divinity: Essays oti Evolution and Religious Belief. New York 1985, 21-22. 2 Agúst H. Bjamason: Siðfrœði II. Höfuðatriði siðfrœðiimar. Reykjavík 1926, 213. 3 Ágúst H. Bjamason: Siðfrœði II, 213. 4 Halldór Guðmundsson: Loksins,loksins:Vefaritin tnikli og upphaf íslenskra nútímabókmennta. Reykjavík 1987, 47. 5 Ami Sigurðsson: Laxness og þjóðlífið 1: bókmenntir og bókmenntakenningar á árunum milli stríða. Reykjavík 1986, 35. 6 Olafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins, 50. 7 Steingrímur Matthíasson: „Heimur versnandi fer“ Skímir. Tímarit hitis íslenska bókmenntafélags. Reykjavík 1913, 255. 8 Sama rit, 256-257 9 Sama rit, 257 10 Sama rit, 257. 11 Sama rit, 265. 12 Steingrímur Matthíasson: Heilsufrœði : alþýðubók og skólabók. Akureyri 1914, 165. 13 Garborg, Hulda: „Kvenfólkið og þjóðfélagið“ Réttur I: tímarit utn þjóð- félagsmál. Akureyri 1915, 81. 14 Sama rit, 75. 15 Olafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins. Átök um atvinnuþróun á Islandi 1900-1940. Reykjavík 1988, 48. 16 Guðjón Friðriksson: Saga Jótiasar Jónssonarfrá HriJIu I. Með sverðið í anti- ari hendinni og plógitin í hinni. Reykjavík 1991, 55. 17 Jónas Jónsson: „Dagamir líða“ Skinfaxi 4. 3. tbl. 17. 18 Jónas Jónsson: „Framtíðarmenning Islendinga“ Skinfaxi 6. 2. tbl. 1915, 9. 19 Jónas Jónsson: „Dagarnir líða. Menn og mold“ Skinfaxi 4. 8. tbl. 1913, 57. 20 Lundborg, H: „Verksmiðjuiðnaður og þjóðarheilsa“ Arsrit hins íslenska frœðafjelags í Kaupmannahöfn. Árg. 6 Kaupmannahöfn 1921, 70. 21 Sama rit, 77. 22 Ittgólfur. Kosningablað Framsóknarfélags Reykjavíkur. 19. desember 1929, 4 23 Guðmundur Finnbogason: Latid og Þjóð Reykjavík 1969, 154. 24 Guðmundur Finnbogason: „Mannkynbætur“ Andvari:tímarit hins ís- lenska þjóðvinafélags. 47. Reykjavík 1922, 198-199. 25 Sama rit, 202. 26 Ágúst H. Bjamason: Siðfrœði 2, 228. 27 Guðmundur Hannesson: „Norræna kynið“ Andvari: tímarít hins íslettska þjóðvinafélags, 51. Reykjavík 1924, 141. 28 Sama rit, 141. 29 Sama rit, 143. 30 Guðmundur Finnbogason: „Mannkynbætur“, 144. 31 Guðmundur Hannesson: „Norræna kynið“, 163. 32 Guðmundur Hannesson: „Islendingar mældir“ Andvari: tímarit hins ís- lenska þjóðvitiafélags. Árg. 49. Reykjavík 1924, 74. 33 Sama rit, 82. 34 „Laugarvegurinn er Kínahverfi“ Helgarpósturinn 5. október 1995, 15. SAGNIR. 69

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.