Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 7
HANNES PÉTURSSON:
Hj á þ ér v ildi ég hvílast
Hjá þér vildi ég hvílast,
heiðin mín, á sumartíð,
reika og hvílast, hlýða
um hljóða dagsstund
á ferðasögur fuglanna
sem fara svo langt og víða.
Hjá þér vildi ég hvílast
og hlusta á þýðlynt morgunregn
hníga hóglega, strjúka
um hreina tjaldsúð,
heyra svigna í svalanum
sefið vota og mjúka.
Hjá þér vildi ég hvílast
og heyra að kvöldi væran svefn
vitja mín vængjuðum skrefum
yfir votan lyngmó,
gleyma, gleyma í þögninni
þjóðanna steyttu hnefum.
Af þessu er Ijóst, að íslendingum er ekki
nóg að sýna festu og þrautseigju. Þeir
munu engu síður þurfa á hyggindum og
samningslipurð að halda. Það er því óvit-
urlegt að lýsa því yfir, eins og margir hafa
gert, að samningar um landhelgismálið
komi ekki til greina. í samningum þarf
hvorki að felast uppgjöf eða undansláttur,
og þær aðstæður geta auðveldlega skap-
azt, að samningaleiðin verði líklegust til
árangurs. Ef Islendingar eiga að fá öllum
sínum óskum fullnægt, hljóta þeir að
treysta á, að viðurkennd verði sérstaða
þeirra í þessum efnum sem þjóðar, sem
byggir alla afkomu sína á fiskveiðum. Ekki
er ólíklegt, að sú sérstaða fáist frekar við-
urkennd með samningum við fáein ríki,
sem lilut eiga að máli, en með almennri
samþykkt á alþjóðaþingum. Á þetta verð-
ur enginn dómur lagður nú, en mestu
skiptir, að menn bindi sig ekki um of við
ákveðnar kreddur eða fordóma.
í hita deilunnar við Breta mega íslend-
ingar ekki heldur gleyma því, að land-
helgismálið er ekki eina hagsmunamál
þjóðarinnar. Ekki aðeins Bretar, heldur
flestar þær þjóðir aðrar, sem andsnúnar
hafa verið í þessu máli, eru bandamenn
íslendinga og vinaþjóðir. Svo miklu máli