Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 8

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 8
54 HELGAFELL skiptir samvinnan við þessar þjóðir í'yrir íslendinga bæði stjórnmálalega og efna- hagslega, að um fram allt verður að forð- ast, að landhelgisdeilan verði þar að vin- slitum. Er jafnvel allt landgrunnið þess virði, að Islendingar rofnuðu úr tengslum við vestrænar þjóðir og þyrftu að eiga allt sitt undir stórveldinu í austri ? Enginn vafi leikur á því, að þátttaka kommúnista í ríkisstjórn hefur verið þessu máli til mikillar óþurftar. Hún hef- ur skapað tortryggni meðal vestrænna þjóða, sem ekki heíur verið hægt að eyða, enda hafa kommúnistar ekkert tækifæri látið ónotað til þess að ala á hatri og fjandskap í þeirra garð. Þeir hafa jafnvel rægt og svívirt samráðherra sinn og em- bættismenn ríkisins fyrir sjálfsagðar til- raunir til þess að vinna að skilningi á mál- stað Islendinga erlendis. Þess er varla að vænta, að verulegum árangri verði hægt að ná með samningum, á meðan slíku fer fram. Ollum ætti að vera ljóst orðið, að fyrir kommúnistum hefur frá upphafi fyrst og fremst vakað að nota landhelgismálið til þess að reka fleyg á milli Islendinga og bandamanna þeirra. Annan tilgang virðist seta þeirra í ríkisstjórn ekki hafa nú orðið. Síðan í vor hafa þeir verið leynt og ljóst andvígir stefnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum, og bætist það ofan á þann ágreining, sem frá upphafi hefur verið milli þeirra og samstarfsflokka þeirra um utan- ríkismál. Samstarf við kommúnista getur því varla verið eftirsóknarvert, og vonandi bera hinir stjórnarflokkarnir gæfu til að stöðva þá í iðju sinni, áður en þeir hafa unnið óbætanlegt tjón. Landhelgisdeilan er íslendingum að von- um mikið tilfinningamál, en þeir mega ekki láta tilfinningarnar einar stjórna gerð- um sínum. Reiður maður glatar dómgreind sinni, og sá, sem er á valdi skapsmuna sinna, er ekki sjálfs sín herra. Sama á við um heilar þjóðir. Nái hinn þjóðernislegi skaphiti yfirhöndinni, losnar úr læðingi afl, sem tekur stjórn atburðarásarinnar í sínar hendur, svo að þeir, sem stjórna eiga, fá við ekkert ráðið. í styrjöldum kann þetta afl að koma í góðar þarfir, en þessi deila verð- ur ekki levst með vopnum, svo að þarflaust er að herða hugann til mannvíga. Hins veg- ar mun íslendingum verða full þörf á að kunna að stilla skap sitt, — og það er oft ekki lítil karlmennskuraun, — því að sá mun að líkindum sigra að lokum, sem ílyt- ur mál sitt af mestri festu, rökvísi og still- ingu.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.