Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 9

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 9
ÞÓRBERGUR ÞORÐARSON: Lífsgleði í Suðursveit Við vorum ekki gömul, þegar við byrj- uðum að herma eftir í leikjum störf og strit fullorðna fólksins. Við höfðum alltaf nóg að gera, og þessi verk voru svo heillandi, að okkur leiddist aldrei lífið. Við þjáðumst aldrei af leiða eftir betri tilveru. Okkur kom aldrei til hugar, að hana væri neins staðar að finna. Það var líka mikið af gamansemi og lífs- gleði í Suðursveit, þó að veraldleg auðæfi væru þar á flestuin bæjum af skornum skamti, og þar voru frumlegustu menn sýslunnar, sem ekki höfðu afskræmt and- lega manninn eftir fyrirmyndum. Og litlu atvikin, sem þar voru alltaf að koma fyrir urðu engu minni í okkar huga en viðburð- irnir, sem við lifðum síðar á ævinni í stærra heimi. Engin hörku bíómynd hefur gengið manni nær hjarta en barátta seppanna um hjarta hundmeyjarinnar á túnunum, þegar svo stóð á fyrir henni. Engin mál- verkasýning lyft hugunum hærra en frönsku duggurnar, sem röðuðu sér í alls konar myndum úti fyrir ströndunum á vertíðinni. Enginn leikhúsmaður hefur leik- ið hlutverk sitt betur en Sigurður á Kálfa- felli, þegar hann sagði frá. Það lífgaði líka leik okkar, að á Breiða- bólsstaðarbæjunum voru stundum að- komuunglingar, sem léku sér með okkur. Það gaf leikjunum nýtt loft. Og það er frá þessum unglingum og uppruna þeirra, sem hér verður sagt. A Gerði og Breiðabólsstað var nokkur ár piltur, sem hét Hallur. Hann var Jóns- son og kominn á Breiðabólsstaðarbæina einhvers staðar austan úr sveit. Hann var eldri en við. Hann var langur og slánalegur og ekki vel vaxinn, rauðhærður og freknótt- ur og ófríður í andliti. Hann var lítt tam- inn í framkomu, en lagaðist mikið árin sem hann var á Breiðabólsstaðarbæjunum. Ég held hann hafi verið bezti drengur bak við uppeldið. Hallur lék sér oft með okkur. Hann var fyrirferðarmikill í leikjum og hasapiltur hinn mesti. Ég man aðeins eftir einum leikdegi með Halli. Þá lékum við okkur við litla tjörn bak við fjárhúsin á Eystrarofinu. Þá gekk mikið á. Það var um vetur í þíðviðri og þungbúnu lofti. Þann dag kom Ketill á Gerði upp að Hala og sagði stríðsfréttir úr blöðunum og talaði mikið um Port Arthur. Föðurmóðir Halls hét Herdís og maður hennar Hallur. Þau fluttust austur úr Nesj- um að vesturbænum á Skálafelli í Suður- sveit. Herdís var af fyrirmannaættum í Nesjum. Ég heyrði þannig um hana talað, að mér stóð stuggur af henni í huganum. Hún var svarri í skapi og stórlát og mikil með sig og drottnaði yfir Halli. Hún lét börn sín þéra sig. Það þótti skrýtið í Suður- sveit. Þá átti Lárus Pálsson hómópati heima í austurbænum á Skálafelli. Um þær mund- ir bar það til, að stúlka átti barn í lausa- leik í Suðursveit. Það var reyndar ekkert eins dæmi þar. Barnið var kent Jóni, syni Halls og Herdísar. En Herdís kom þeim orðrómi á gang, að Jón ætti ekkert í barn-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.