Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 21
LlFSSKOÐVN MÍN 1.
Formáli eða eftirmáli
eftir
BERTRAND RUSSELL
Maðurinn er nýkominn á stjörnu sína, ef
miða skal við tímatal jarðfræðinnar og þró-
unarsögu lífsins. 1 milljónir ára voru ein-
ungis tii mjög óbreytt dýr. Á milljónum ára
þróaðist síðan smám saman ný gerð dýra:
fiskar, skriðdýr, fuglar og loks spendýr. Mað-
urinn, sú dýrategund, sem vér teljumst til,
hefir verið við lýði í milljón ár í mesta lagi
en þá heilaorku, sem hann býr yfir nú, hefir
hann haft til að bera í einungis hálfa milljón
ára eða þar um bil. Maðurinn kemur seint á
vettvang í sögu heimsins og jafnvel í sögu jarð-
lífsins, að kalla má, og þó er miklu skemmra
síðan, að hann tók að beita ofurvaldi sínu,
sem er í senu svo glæsilegt og skelfilegt. Það
eru ekki nema sex þúsund ár, síðan maður-
inn uppgötvaði hæfileika sína til mannlegra
athafna, þeirra sem aðgreina hann frá öðrum
dýrum. Segja má, að upphaf þessara athafna
sé ritlistin og myndun stjórnskij)ulags. Frá
byrjun ritaðrar sögu hefir framþróun mann-
kynsins engan veginn verið jöfn og órofin,
heldur hefur henni miðað áfram í stökkum.
Eftir öld pýramídanna skilaði manninum
ekki áfram að ráði, fyrr cn á dögum Grikkja,
en síðan var ekki um sambærilega framför
að ræða, fyrr en um það bil fyrir fimm
hundruð árum. En undanfarin fimm hundruð
ar hafa breytingar gerzt æ tíðari og hafa að
lokum orðið svo örar, að gamall maður getur
varla vænzt þess að skilja þann heim, sem
hann byggir nú. Það virðist óhugsandi, að
þetta ástand, sem nú ríkir og er svo gjör-
samlega frábrugðið öllu, sem maðurinn hefir
búið við frá því að lífverur urðu fyrst til,
' 7D
Með þessari grein er svo ráð jyrir
gert, að hejjist jlokkur lcajla úr verkum
nokkurra merkra hugsuða nútímans, er
nejnast mun „lijsskoðun mín“. Sú grein,
sem hér hirtist, svo og að líkindum jlest-
ar hinna, er sótt í bókina, This Is My
Philosophy, sem tekin var saman aj
Whit Burnett í samráði við höjundana
sjálja. Er hér um mjög vel gert úrval
að ræ.ða, og er þess að vœnta, að lesend-
um IIELGAFELLS muni þykja jróð-
lcgt að kynnast líjsskoðun þessara
manna, eins og hún kemur jram í verlc-
um þeirra. Sá þáttur, sem hér er birtur
ejtir hinn jræga heimspeking og Nobels-
verðlaunahöjund, Bertrand Russell, er
síðasti kafli bókarinnar, lluman Society
in Ethics and Politics.
L__________________________________________>
geti haldizt án þess að valda einhvers konar
sundli, einhverjum voveiflegum svima, sem
bindi endi á hinn sívaxandi æsihraða, sem
æ meiri lýir hjarta manns og heila. Slíkur
ótti er engan veginn ástæðulaus, ástandið í
heiminuin kyndir undir honum, og hinn íhuguli
sagnfræðingur fer ekki varhluta af honum,
þegar hann hugleiðir, hve hraðfleyg samtíð-
in er miðað við seinagang fortíðarinnar.
En ef vér leiðum hugann frá því, sem trufl-
ar oss á líðandi stund og lítum á heiminn
frá sjónarmiði stjörnufræðingsins, þá virðist
framtíðin jafnvel ennþá lengri en allar þær
aldir samanlagðar, sem jarðfræðin greinir frá.