Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Qupperneq 23

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Qupperneq 23
FORMÁLI EÐA EFTIRMÁLI 69 er ekkert því til fyrirstöðu, að yfirburðamenn í okkar skilningi geti orðið algengir þegar frain líða stundir, og ef það skeði, yrði yfir- burðarmaðurinn jafn-hátt vfir Shakespeare hafinn eins og Shakespeare er nú yfir venju- lega menn. Svo mjög hefir þekking vor verið notuð til ills, að vér eigum bágt með að gera okkur í hugarlund, hve mikið gott má af henni leiða, ef hún er notuð til þess að hefja þroska almennings á það stig, sem snillingar andans ná einir nú. Hvenær sem ég leyfi mér að vona, að heimurinn eigi eftir að komast yfir núverandi hörmungaástand og fá forráð sín I hendur vitrum mönnum og hugdjörfum í stað grimmra lýðskrumara, þá lýkst upp fyrir mér hin fegursta útsýn: heimur, þar sem enginn sveltur, fáir eru sjúkir, og mannshug- urinn, leystur úr viðjum óttans, skapar hvers konar yndisauka fyrir augu, eyru og hjarta. Segið ekki, að þetta sé ómögulegt. Það er það ekki. Ég held því ekki fram, að þessu verði komið í kring á morgun, en ég segi, að þetta geti skeð innan þúsund ára, ef menn vilja kappkosta að leita þeirrar hamingju, sem manninum er einum ætluð, því að ham- ingja grísanna, sú sem óvinir Epikúrusar sök- uðu hann um að leita, hentar manninum ekki. Ef þér reynið að láta yður nægja ham- ingju gríssins, þá gera niðurbældir eiginleikar yður lífið óbærilegt. Sönn mannleg hamingja hlotnast þeim mönnum einum, sem þroska með sér guðlega eiginleika sína til fullnustu. Hainingja slíkra manna í dag hlýtur að vera blandin mikilli kvöl, af því að þeir geta ekki komizt hjá því að þjást í samúð með kvölum annarra, sem þeir sjá fyrir augum sér. En í þjóðfélagi, þar sem uppspretta slíkrar þján- ingar væri úr sögunni, gæti þróazt mannleg hamingja,, sem væri óskoraðri og studd meira ímyndunarafli, þekkingu og samúð, heldur en menn eiga við að búa á vorri myrku tíð. Á þessi von að verða að engu? Eigum vér að halda áfram að trúa fyrir hag vorum mönnum, sem skortir alla samúð, þekkingu og ímyndunarafl og hafa ekkert til brunns að bera, nema mannhatur og ádeilutækni? (Þessi áfellisdómur tekur ekki til allra, sem við stjórnmál fást, en hann á við þá menn, sem ráða örlögum Rússlands og ýmsa áhrifa- menn í öðrum löndum.) Þegar Othello er að búa sig undir að mvrða Desdemonu, segir hann: „But the pity of it Iago. 0 Iago, the pity of it.“ Ég efast um að stjórnarherra Rússlands eða andstæðingar hans kenni þeirr- ar vorkunnsemi, að þeim gæti orðið þetta á munni, þegar þeir undirbúa eyðingu mann- kynsins, ég efast jafnvel um að þeir skilji hvað þeir eru að undirbúa. Ég býst ekki við, að þeir hafi nokkurn tíma hugsað um mann- kynið sem eina heild með tegundareiginleik- um, sem hægt er annað tveggja að þroska eða kyrkja. Hugsun þeirra hefir verið tak- mörkuð við það, sem að gagni má koma frá degi til dags í návígisbaráttu um stundar- völd. Og samt hljóta að vera til margir menn í hverju landi, sem geta öðlast víðari sjón- hring. Til slíkra manna, hver sem þeir finn- ast, hljóta mannvinir að skírskota. Framtíð mannsins er í veði og ef nógu mörgum verður það Ijóst, þá er framtíðin tryggð. Þeir menn, sem leiða eiga mannkvnið út úr ófærunni, þurfa að hafa til að bera hugprýði, von og kærleika. Ég veit ekki, hvort þessir menn muni fá yfirhöndina, en hvað sem á móti mælir, er það óhagganleg trú mín, að svo muni verða.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.