Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 25

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Síða 25
DÁLÍTIÐ ÆVINTÝRI 71 frá, og loks Júnó, sem líka var systir hans, — hann sat og hugsaði með sér: „Þessar ódauð- legu. Þær eru hundleiðinlegar til lengdar. Þær vita svo sem að þær hafa tímann fyrir sér. Þær nenna engu. Þær gera aldrei neitt með lífi og sál eins og þær jarðnesku. Það brakar ekki í þeim. Ekki aldeilis!“ ITann stóð upp og labbaði í hægðum sín- um bak við lítinn runna. „Hvítur“, sagði hann. Samstundis varð hann snjómjallahvít- ur. „Naut“. Iíann varð þegar að nauti. „í bezta blóma“. Iíann varð að þrevetra bola. Hann rak upp öskur og hristi sig allan og skók. Hann naut þess að finna kraftana og lífið iða í æðum sínum. Svo tók hann á rás niður hlíðar Olympsfjalls. Hann var harðánægður með gervið. Til að fullprófa það ákvað hann að nálgast Júnó og láta hana sjá sig. „Jæja karlinn“. sagði hún, „þú ert svei mér allra snotrasti bolakálfur“. „Skoðum til,“ hugsaði Júpiter, „þú veizt nú minnst um það. Þú getur aðgætt mig betur, ef þú vilt.“ Bolinn baulaði. Til þess að sýna, að hér væru engin svik í tafli, skokkaði hann til hennar og pissaði í grasið fyrir framan hana. „Þú ert mesta myndarskepna“, sagði hún. „Þar sem þú ert annars vegar, er ég örugg. Júpiter myndi aldrei voga að breyta sér í bolakálf. Hann man líklega, þegar ég breytti mér í kvígu. Svo dónalegur gæti enginn eigin- maður verið. En svona er það nú samt. Það er alveg skakkt að vera að eiga bróður sinn. Jafnvel þó í hlut eigi sjálfur Júpiter landa- skelfir. Hvað er svo sem ein systir. Þegar maður hefur þekkzt frá blautu barnsbeini, er ekki mikið verið að spekúlera í trygg- lyndinu.“ — Evrópa litla lék sér með félögum sínum í sandinum. Mjallhvítur graðungur gekk til þeirra í hægðum sínum. Hann var feimnin sjálf og fór allur hjá sér. Stúlkan tók sig út úr hópnum og gekk undrandi í áttina. „Komdu hérna, kussi minn“, sagði hún og rétti fram hendina. „Þú heldur kannske ég sé hrædd við þig. O, aldeilis ekki. Þú ert eins og unglamb. Ég skal setjast á bak og sýna þér“. „Sjáum til“ hugsaði Júpiter, „svona á mað- ur að svíkjast að þeim“. „Dálítinn sprett“, sagði stúlkan í gamni. Hann lét ekki segja sér það tvisvar. Hann þaut af stað eftir hvítum sandinum. Hann var frá sér numinn af ánægju undir drifhvítri húðinni með þessa þægilegu lest á bakinu. Hann gleymdi sér alveg og hneggjaði af gleði í stað þess að baula. Stúlkan skemmti sér kostulega. Hún tók ekki eftir neinu. I fjarska heyrðist Júnó kalla: „Trygglyndi! Trygglyndi! Júpiter var harðánægður með nýju hvítu húðina sína og gervið allt. Hann var ekki einn af þessum hroðvirku, flasfengnu guðum, sem aldrei gátu klárað neitt almennilega. Skiptu þeir um ham, var alveg eins víst, að úr því yrði hálfur hestur og hálfur maður eða eitthvað álíka lögulegt. „Rétt er nú það,“ hugsaði hann. En ef hann héldi nú áfram þessu nautsgervi, var hætt við því, að líkams- þunginn og klaufirnar yrðu að mestu vand- ræðum, þegar að ástaleiknum við Evrópu litlu kæmi. Af hverju þurfti hann nú líka endilega að kjósa sér þennan stórgrip við svona tæki- færi. Því ekki eins sauðkind eða bara ein- hver smáfuglinn. „TTver skipar mér, Júpiter landaskelfi?“ „Enginn, auðvitað enginn.“ „Þó ég kremji hana í klessu undir þessum ofurþunga, hver meinar mér það?“ „Enginn, auðvitað enginn. En heldur verð- ur það sóðaleg sjón.“ „Hvað ragar mig, hvað er sóðalegt eða ekki sóðalegt.“ „Auðvitað ekki, auðvitað ekki. En hinkr- aðu svolítið við. Var ekki meiningin að skemmta sér?“ — „Svei attan“, sagði Júnó. Hún var að hafa sig upp eftir hlíðum Olympsfjalls. „Allir tala um þessan blessaðan bolakálf. Það var svo sem eftir öðru. að ég væri ein um að þekkja ekki aftur bónda minn.“ í bræði sinni opnaði hún allar gáttir himnanna og hleypti skýj- unum út. „Þetta var eftir henni, kerlingarskas$inu“,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.