Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 27
BRÉF TIL HELGAFELLS
73
Reykjavík 23. júní 1958
Herra ritstjóri.
Eg hefi ekki komizt hjá að lesa nokkrar af
<)llum þeim tillögum, sem birtzt hafa um
framtíð Skálholts. Ég hefi engan þátt tekið
• þessum umræðum og ætla mér ekki að gera
Framtíð framvegis, þótt ég leggi nú
Skálholts ^ils h&ttar orð í belg. Astæðan
til þessarar framhleypni minnar
nú er sú, að mig langar til að bera upp
við yður athyglisverða tillögu, sem ég heyrði
greinda og virðulega frú skjóta fram í vet-
þurraband og sögðu hver við annan: „Hvern
hefði dreymt um, að við kæmum þessu frá í
dag. Við höfum svei mér látið hendur standa
fram úr ermum“.
Þegar konungur guðanna kom heim í kvöld-
matinn á Olympstindi, var hann ákveðinn í
að segja þreytulega við konuna, ef hún spyrði,
hvers vegna hann kæmi svona seint í mat-
iun: „0, sama bölvað púlið eins og vant er“.
En Júnó var hvergi sýnileg. Konungur guð-
anna sá það samt fljótt á svipnnm á þjón-
unum, að húsfreyjan væri svo sem búin að
frétta sitt af hverju.
,Til livers er svo allt þetta bölvað um-
stang,“ sagði hann mæðulega. „Af hverju er
eg að ergja mig á öllum þessum hamskipt-
um. ITver hefur yfir mér að segja?“
Samt sem áður. Hann ákvað að fara gæti-
legar næst. Það var annars bezt að sleppa því
að gefa hinni glóeyga Júnó gjöfina, sem hann
hafði komið með handa henni: drifahvíta
nautshúð undir fæturna fyrir framan rúm-
stokkinn.
S. G. þýddi.
ur. Með því að frúin kvaðst ekki sjálf
mundu ráðast í að koma þessari tillögu sinni
á framfæri, fékk ég leyfi hennar til þess.
Þær tillögur um framtíð Skálholts, sem mér
hefir orðið einna starsýnast á, eru þrjár: 1)
að guðfræðideild Háskólans verði flutt aust-
ur þangað, 2) að Menntaskólanum á Laugar-
vatni verði ætlaður þar staður, 3) að biskupi
Iandsins verði ætluð þar búseta.
Það fer vart fram hjá nokkrum, að miklir
annmarkar eru á öllum þessum tillögum.
Guðfræðideildarstúdentum og prófessorum er
vitanlega höfnðnauðsyn á að njóta safna og
annarra menningarverðmæta, sem fráleitt er
að gera ráð fyrir, að Skálholt nútímans geti
haft npp á að bjóða. Menntaskólinn á Laug-
arvatni virðist vel í sveit settur. Hann nýtur
þess, að hann er vaxinn npp úr öðrum skóla.
Það er ávallt varhugarvert — ekki sízt ef
vel gengur — að rífa stofnanir upp úr því
umhverfi, sem þær hafa gróið í. Auk þess
sýnist það að ýmsu leyti hagfelldara að hafa
nokkra skóla á sama stað. Þá hlýtur það að
reynast þjóðkirkjunni til niðurdreps að flytja
biskupsembættið langar leiðir frá stjórnar-
völdum landsins. Biskup á vitaskuld auðveld-
ara með að koma fram málum kirkjunnar, ef
hann er nálægur þeim vettvangi, þar sem
málefnum hennar er að síðustu að verulegu
leyti ráðið, þ. e. á Alþingi og stjórnarskrifstof-
um.
Tillaga sú, er ég vil biðja yður, herra rit-
stjóri, að koma á framfæri við lesendur tíma-
rits vðar, er sú, að kaþólska söfnuðinum á
tslandi verði gefið Skálholt. Til þess að girða
fvrir allan misskilning leyfi ég mér að taka
skýrt fram, að ég ber þetta ekki fram af
trúarlegum hvötum. En ég hygg, að þetta
verði að flestu leyti heppileg lausn. A þenn-
an hátt mundi íslenzka ríkið losna við mik-
inn kostnað, sem frekari endurreisn staðar-
ins hlyti að hafa í för með sér, enda efa ég
ekki, að kaþólska kirkjan hefir fjárhagslegt
bolmagn og menningarvilja til þess að húsa
staðinn vel og hefja hann til nýrrar virðing-
ar. A það mætti benda í þessu sambandi, að
Skálholt var um margar aldir kaþólskt
menntasetur. Og vel megum vér íslendingar
leiða hugann að |>ví, að kaþólskir klerkar
kenndu oss fvrst þær listir, sem vér höfum
náð einna beztum tökum á: að lesa og skrifa.