Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 28

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 28
74 HELGAFELL Þótt vér ættum kaþólskri kirkju ekkert ann- að gott upp að inna, ber oss að minnast þess af hlýjum hug og sýna þökk vora í verki. Með viikilli virðingu, yðar einlœgur Halldór Ilalldórsson * * * Ljóð ejtir Tómas í hvœðaúrvali Sigurðar jrá Arnarholti. Þegar dr. Sigurðnr Nordal gaf út „Síðustu ljÓð“ Sigurðar frá Arnarholti, segir hann í for- mála sínum að ljóðaútgáfunni: „Við úrvalið hef ég ekki einungis liaft í huga að taka beztu „ , kvæðin, heldur líka Kvæoi eftir Tomas 1 , .,, * 1 ' !• o* $ lntt, 30 líitíi skíildio kvæöaurvali Siguro- ... ar frá Arnarholti ^ s,er °S h°gum Sln- um á efstu árunum, koma til dvra eins og hann var klæddur, því það mundi hann sjálfur hafa viljað.“ Með þess- um orðum er gefin á því fullnægjandi skýring að eitt kvæði Sigurðar úr „Þrettándabrenn- unni“, Svo ung og svo fögur, er tekið upp í „Síðustu ljóð“ hans. Iíinn yndislegi, óhátíð- legi draumóramaður fann oft sárt til þess síð- ustu árin, að hann átti erfitt með að yrkja þau ástarljóð, sem sóttu á hug hans. Ég hefi ekki kynnzt manni á hans aldri, sem var jafn ungur í hrifningu sinni, jafnbarnslegur í ást sinni án þess að vera genginn í barndóm. ITann var í raun og veru hættur að yrkja um þessar mundir, en liann var ekki hættur að lifa. Ég sá hann ganga jafnástfanginn útaf 25. sýningu á Meyjaskemmunni og hinni fyrstu, veturinn 1034—-’35. Ég man þó vel að hann klappaði af meiri sannfæringu en nokkur annar gestur í öll hin 23 skiptin. Lög Schuberts hafði hann yfir um þessar mundir hvenær sem maður liitti hann — og liann hefur þá áreiðanlega talið sig skulda ástmev skáldsins ódauðleg ljóð, en fann að hann gat ekki gert það alveg hjálparlaust. Þó kvæðið „Svo ung og fögur“ sé ékki stæling á kvæði Tómasar, heldur í raun og veru aðeins vikið við orðum, og ljóðið birt að mestu óbreytt með stuttum viðauka, tveimur erindum, bregður þó fvrir í þessum síðustu sex línum skærum neista af eldi skálds- ins frá Arnarholti, hálfkulnaðar glóðirnar lyfta af sér öskufarginu við snertingu hins dýra málms Tómasar. Sigurður birti kvæði sitt í Morgunblaðinu 1935 með samþykki Tómasar en ljóðið „Seytján ára“ kom út í fyrstu ljóðabók hans, „Við sundin blá“, 1925. Þó kvæði Sigurðar, „Svo ung og fögur“, ætti heima í „Síðustu ljóðum“ hans, finnst mér út í hött að birta það í úrvali af Ijóðum skáldsins, eins og Hannes Pétursson hefir gert í nýútkominni bók „Fjögur ljóðskáld", sem Menningarsjóður gefur út. R. J. * Iíerra ritstjóri. Ragnar Jónsson hefur boðið mér að gera athugasemd við bréf sitt hér að ofan, eða öllu heldur að skýra afstöðu mína til birting- ar á III. kaflanum úr ljóði Sigurðar „Þrett- ándabrennan”, sem ég valdi í bókina „Fjögur ljóðskáld". Það er óþarfi að orðlengja það, að mér var líkingin með Ijóðum þeirra Sigurðar og Tóm- asar fullkomin ráðgáta, var svo áður en mér var falið að gera úrval úr Ijóðum hins fyrr- nefnda. Mér var alls ekki ljóst, í hverju tengsl- in á milli þeirra fólust. En nú hefur Ragnar upplýst það. — Seint í júní s. 1. dvaldist ég nokkra daga norður á Húsavík hjá Helga Hálfdanarsyni, og lásum við þá þessi tvö kvæði saman og reyndum að fá einhvern botn í þetta. Ljóðin reyndust svo nauðalík hvort öðru, að okkur kom satt að segja ekki til hugar að annað væri ný gerð hins, enda varla við því að búast, þar sem uppátæki Sigurðar er sennilega einsdæmi hér um slóðir, og er þá mikið sagt. Til bráðabirgða hölluðumst við hclzt að því, að bæði ljóðin styddust við ein- hverja sameiginlega erlenda fyrirmynd. væru nánast þýðingar, og þótti okkur það þó í aðra röndina ósennilegur feluleikur af svo merkum höfundum, enda þótt finna megi allmörg dæmi þess í ljóðagerð okkar að erlend kvæði séu færð í íslenzkan búning án þess að skáldin láti fyrirmvndanna getið. Þykir mér nú vænt um að vita hið sanna í málinu. — Ekki finnst mér ástæða til að afsaka Sigurð, eins og Ragn- ar gerir hálft í hvoru, brcyting hans á Ijóði Tómasar er vægast sagt smekklevsi. Hefði verið öllu nær fyrir hann að fá ljóðið lánað alveg óbreytt, þar sem það er tvímælalaust betra áður en hann fór að hnika til orðum

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.