Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Qupperneq 29
BRÉF TIL HELGAFELLS
75
og lengja það, auk þess sem það endar á rétt-
um stað hjá Tómasi.
Um val mitt á ljóðinu er þetta að segja:
Ég hafði ekki við að styðjast annað en „Síð-
ustu ljóð“ í útgáfu Sigurðar Nordals, þar sem
hann víkur ekki að sérstöðu þessa kvæðis. Ég
þekkti vel kvæði Tómasar, því ég kynntist
bók hans „Við snndin blá“ á undan „Síðustu
ljóðum“ Sigurðar, en var hins vegar ekki orð-
inn læs þegar stæling Sigurðar birtist í Morg-
unblaðinu 1935. Þar sem ég vissi ekki, þegar
ég valdi kvæðið, hvernig í pottinn var búið,
tók ég það með í úrvalið, vegna þess að það
er tvímælalaust eitt bezta Ijóðið í seinni bók
Sigurðar og trónar þar innan um annan kveð-
skap hans, og á satt að segja ekkert frekar
heima þar en í „Fjórum ljóðskáldum“, eins og
Éagnar álítur, því „Síðustu ljóð“ eru einnig
Ijóðaúrval (frá seinni árum skáldsins). Og ég
er ekki sammála Ragnari um það, að orð
Nordals sem hann vitnar til „gefi á því full-
nægjandi skýring að eitt kvæði Sigurðar úr
„Þret.tándabrennunni“, Svo ung og svo fögur,
er tekið upp í „Síðustu ljóð“ hans.“ Nordal
á vafalítið við annað en það, að stæling Sig-
urðar varpi ljósi á skáldið síðustu árin sem
bann lifði, hann er að tala um önnur kvæði
bókarinnar, „að láta þau lýsa högum hans á
efstu árunum“, enda þótt þau séu ekki sam-
keppnisfær við beztu ljóðin. Annars er mér
raðgáta hvers vegna jafn strangur og viður-
kenndur útgefandi og Sigurður Nordal getur
að engu sérstöðu þessa kvæðis, hafi honum
verið ljóst að það er hrein eftirlíking. Og mér
þvkir leitt að hafa ekki fengið upplýsingar
Éagnars fyrr en um seinan, því að ég hefði
ekki valið kvæðið, hefði ég vitað hið sanna.
TJannes Pétursson
* * *
Kristján Albertsson skrifar í síðasta hefti
Helgafells grein, sem hann nefnir: Þú skalt
ekki. — Er grein þessi að mestu reiðilestur út
•if skáldsögu norska rithöfundarins Agnars
n*u. , Mykles, „Söngnum um
Athugasemd við * > ■ ■ « ,, ,
__ . „ . ., roðasteunnn , sem ut kom
qrein Knstians
Albertssonar f.vrir nokkru í Noregi og
vakti hinn mesta úlfaþyt
°g hneykslun manna víða um Norðurlönd
°g emnig hér á landi, svo sem kunnugt er.
í þessari ritsmíð Kristjáns kennir margra grasa
og eru hugleiðingar hans og ályktanir sum-
ar ærið frumlegar, sem vænta mátti, svo
sem t. d. þessi spaklegu orð, sem nú eru
reyndar komin á allra varir: „Ef kjóllinn
hefði aldrei verið fundinn upp, væri engin
kona til, aðeins kvendýr“. Þá er ekki leiðin-
legt að lesa þessa hugleiðingu greinarhöfund-
ar: „Það hefði verið gaman fyrir þá báða, ef
þeir hefðu getað hitzt, Árna Pálsson og Mú-
hamed. Því þeir hefðu skilið hvor annan“.
Hugleiðingar sem þessar eru því athyglisverð-
ari að þær eru mjög sjaldgæfar í íslenzkum
bókmenntum, enda efast ég ekki um að þær
munu lengst lifa af öllu því, sem dropið hef-
ur úr penna þessa kunna rithöfundar fram
á þennan dag. En það er þó ekki ádeila Kr.
Alb. á „Roðasteininn“, sem ég ætla að gera
hér að umtalsefni, því að um það ritverk er
ég honum fyllilega sammála í meginatriðum,
enda þótt ég geti ekki neitað því, að mér
finnst Kristján halda þar miður vel á málum
— af meiri þröngsýni, en minni lífsþekkingu,
en vænta hefði mátt af slíkum „heimsborg-
ara“.
Það, sem öðru fremur kom mér til þess að
skrit'a þessar línur, eru kveðjur þær, sem þessi
fornvinur minn lætur sér sæma að senda mér
í niðurlagi greinar sinnar, er hann, af mikilli
vandlætingu, ræðir um franska gamanleik-
inn „Litla kofann“, sem Þjóðleikhúsið sýndi
hér í vetur sem leið, og bersýnilega hefur
orðið ofraun viðkvæmu taugakerfi greinar-
höfundar. Gerir hann sér lítið fyrir og segir
öllum, sem heyra vilja, að ég (leikdómari
Morgunblaðsins), sé svo gjörsamlega sið-
blindur, að ég telji það drengilegt að menn
ljái öðrum mönnum konur sínar, ef svo ber
undir. Þessu til sönnunar tilfærir hann svo
nokkrar línur úr leikdómi mínum, sem ég
nenni ekki að endurtaka hér, enda hægurinn
hjá fyrir lesendur að fletta þeim upp í um-
ræddri Helgafellsgrein.
ITér er sannleikurinn sá, að þessi leikdóm-
ur minn allur var skrifaður í gamansömum
tón af þeirri einföldu ástæðu, að mér fannst
leikritið ekki þess virði, að taka það alvar-
lega, enda taldi ég öruggt, að hver meðal-
greindur maður mundi geta skilið skopið í
orðum mínum, enda þótt það væri ekki auð-
kennt með háðsmerkjum og gæsalöppum. Sú