Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 35
BOKMENNTIR
81
mai'.nimi í kvæðinu Hin mikla gjöf, og sjálfs-
l.yggja hans á sér tvímælalaust djúpar rætur
í örðugii lífsreynslu hans. ITeimspekilegu
kvæðin í Ferð án fyrirheits eru ort af manni,
sem hefir á stundinni ákveðið að taka vizku
sína fram yfir allan vísdóm heimsins. Að
vissu leyti bera þau vitni um glæsilega of-
dirfsku ólærðs skálds, sem heggur á Gordions-
hnútinn í stað þess að freista að leysa hann.
Steinn hafði, eins og einmitt kemur glöggt
fram í sumum þessum kvæðum, ríka tilhneig-
ingu eða ríkan metnað til að verða lært
og heimspekilegt skáld, þó að svo yrði ekki
vegna þess að ævikjör hans meinuðu hon-
um það, en þó ef til vill miklu fremur vegna
þess að gáfa lians var annars eðlis. í kvæði,
sein heitir Ný för að Snorra Sturlusyni standa
þessar línur:
Því hvert eitt skáld til sigurs líf sitt leiðir,
hve lengi og mjög sem á þess hlut er gert.
Þetta er vægast sagt mjög rómantísk og vafa-
söm staðhæfing (kvæðið allt er reyndar í lak-
ara Iagi), en hún lýsir engu að síður viðhorfi
Steins sjálfs og sjálfstrausti, sem gerir honum
kleift að yrkja þessi kvæði, með „rökrefjum“
ef til vill á stundum, eins og Magnús segir
ennfremur í áðurnefndum ritdómi, mikilli
íþrótt og rómantískri trú á rétt skálds til að
láta liart mæta hörðu og vél koma á móti
vél í viðskiptum sínum við tilveruna. Það
er eitthvað stórbrotið og um leið dálítið
tragiskt við þessa tilraun eins veikburða
manns og fátæks skálds í Reykjavík, til að
bjóða heiminum birginn með svo stórhuga
og klækilegum brögðum eins og Steinn gerir.
Það væri rangt að kalla þessa heimspeki lífs-
skoðnn Steins, en hún hentaði honum um
alllangt skeið sem skáldi, og hún hefur í sér
fólgið nógu stórt brot af almennum sannleika,
eða að minnsta kosti áþreifanlegum mögu-
leika, til þess að hefja kvæðin yfir sérvizku
°g gefa hugsun skáldsins vald yfir vanmátt-
artilfinningu lians gagnvart lífinu. Eitt bezta
kvæði í Ferð án fvrirheits, Heimurinn og ég,
hefur stoð í þessari heimspeki, án þess að
flytja nokkrar staðhæfingar, sem ekki liggi
rök að bæði í lífi og kvæði. Það er jafn ein-
lægt og hin indælu lýrisku kvæði, sem bera
svo mjög af í Spor í sandi. En hér er sterk
skynsamleg hugsun samrunnin hinni einlægu
lýrisku tilfinningu og vald skáldsins á áhættu-
sömu cfni öruggt.
Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi.
Því báðir vissu margt af annars liögum.
Svo hcnti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt. á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði
gerðum livor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beizkju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
Það er mikil þrekraun að yrkja slíkt kvæði
án þess að verða sakaður um tilfinningasemi
eða uppgerð, af því að hugmynd kvæðisins
er slitin af almennri misnotkun. En því hefi
ég minnzt á þetta kvæði hans sérstaklega,
að eitt sér ber það vitni um meiri fjölhæfni
og jafnvægi en flest einstök kvæði Steins.
Iíonum var stundum borin einhæfni á brýn,
en innan sinna takmarka er skáldskapur hans
furðulega fjölbreyttur. Steinn var að eðlisfari
tilfinningaskáld og innblásið skáld, en kjör
hans, reynsla og skaplyndi, réðu því, að hann
vildi hafa skáldskapinn að vopni, vega með
honum, leika að honum, hafa liann á valdi
sínu í st.að þess að gefa sig honum á vald.