Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 36

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Side 36
82 HELGAFELL Þessi átök gáfu og vilja réðust aldrei til lykta, nema í einstökum kvæðum og ef til vill í kvæðaflokknum, sem liann nefndi Tím- ann og vatnið, þó að sá flokkur sé of tak- markaðs eðlis til að varpa miklu ljósi á þetta vandamál. En hann er hins vegar órækur vitnisburður um þor Steins til að reyna sífellt. nýjar leiðir til lausnar á þeim átökum, sem felast í skáldskap hans. Ég er ekki viss um, að lífsskoðun hans hafi verið ýkja mikið breytt frá því sem áður var, en viðfangs- efni hans er nú fyrst og fremst skáldskap- urinn sjálfur og vandamál hans. Eins og önn- ur sjálfstæð skáld hafði Steinn alla tíð liaft þor og hagsýni til að læra af öðrum skáldum það sem honum mátti að gagni koma, og í skáldskap hans gætir ólíkra áhrifa, sem auka á fjölbreytni hans. Um rætur hans til 19. aldarinnar gat ég lauslega áður. Hann taldi sjálfur, að Jóhann Jónsson og Jóhann Sigur- jónsson hefðu haft mikil áhrif á ljóðagerð sína framan af. En áhrifa Tómasar Guð- mundssonar gætir þó vafalaust mest, þegar iitið er til síðari skálda íslenzkra, um orðalag, orðaleiki og gamansemi. (Hann sendi T. G. Rauður loginn brann áritaða: Með þakk- læti fyrir lánið). Og hann las nútíma erlend- an kveðskap af sömu hagsýni og sjálfstæði eins og íslenzkan. Þess vegna stendur for- dæmi Steins óhagganlegt ungum skáldum til eftirbreytni: hin andlega hugdirfska sem þarf til að fara sínar eigin brautir, en læra engu að síður af öðrum, allt sem hentar. Steinn andaðist 25. maí, 1958, á fimmtug- asta aldursári. K. K. Lyrískt skáld Jón Öskar: Nóttin á lierðum okkar. Ljóð. 'IJelgafell, 1958. í hinni nýju bók Jóns Óskars eru tvenns konar skáldsmíðar. Annars vegar er um að ræða iyrískar hugleiðingar í óbundnu máli og óliðuðu, og hins vegar eru ljóð. Hinir lyrísku prósaþættir Jóns minna á skáldlega spretti í bóksögum, svo sem Konan og TJndr- ið, eu ádeiluþátturinn Ljós tendruð og slökkt í Guatamala er ritaður af sérstæðri blaða- mannatækni, sem því miður er of sjaldan beitt í íslenzkum blöðum. Þættirnir eru mun minni liáttar en ljóðin, þeir gjalda þess, hve litlum aga þeir lúta, þótt margt sé þar vel sagt og af töluverðri smckkvísi. Hins vegar er rangt að telja slíka þætti til ljóða og ástæðulaust að skipta þeirn í línur, eins og gert er um ljóð. Ilugtakið „liðað mál“ skýrir vel muninn á bundnu máli og óbundnu. í liðuðu máli er reglubundin hrynjandi, svo að samfellt mál skiptist ótvírætt í einingar, sem við köllum ljóðiínur. Ef lirynjandi er ekki fyrir hendi, er þarflaust að skipta samfelldu máli á annan veg en þann, sem títt er um óbundið mál. Um ljóðin í bók Jóns Óskars er margt gott að segja, enda munu þau verða miklu lang- lífari en þættirnir. Jón liirðir ekki um stuðla- setningu, hendingar né. endarím, en hins veg- ar beitir hann öðrurn aðferðum til að tengja ljóðlínur. Stuðlasetning, liendingar og enda- rím eru endurtekningar hljóða, en Jón endur- tekur þeirra í stað einstök orð eða orðasam- bönd. Þannig bergmálar sama hugsun í gegn- um heil ljóð, og þetta er gert á miklu frjáls- ari hátt en áður hefur tíðkazt. Jón virðist liafa tekið sérstöku ástfóstri við tvíliði, og því verða ljóð hans kliðmjúk, eins og sést af Vorkvœði til Islands: Eirin dag er regnið fellur mun þjóð mín koma til mín og segja manstu barn mitt þann dag er regnið streymdi um herðar þér og augu og skírði þig og landið til dýrðar nýjum vonum þann dag er klukkur slóu, ó manstu að þú liorfðir á regnið eins og spegil sem speglar þig og landið í kristaltærum dropum þann dag er lúðrar gullu með frelsishljóm, ó, manstu þann dag er regnið streymdi og regnið var þinn spegili og regnið var þitt sólskin um lierðar þér og augu þanu dag er landið hvíta varð frjálst í regnsins örmum og gleðin tók í hönd þér í sólskinsörmum regnsins.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.