Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 38

Nýtt Helgafell - 01.10.1958, Page 38
84 HELGAFELL ritin, sem eiga átthagafélögum útkomu sína að þakka, hafi ærið takmarkað gildi og séu raunar miðuð við lielzt til þröngan lesenda- hóp. Skaftfellsku ritin tvö eru bæði með þessu marki hrennd. Iiið nýja rit hins góðkunna höfundar, Eyjólfs á IIvoli, sem lézt fyrir nokkrum árum, þolir illa samanburð við bæk- urnar góðu um afa hans og ömmu, foreldra hans og ævi lians sjálfs. MerJcir Mýrdœling- ar gjalda þess, að höfundi er efnið ekki jafn- hugstætt og náið og það, sem hann hefur fjallað um í fyrri bókum. Einn galli er á sumum alþýðuritum: höfundar kunna sér ekki hóf og láta margt fljóta með, þótt betur væri sleppt. Þannig veldur fróðleiksástin því, að ritin verða ofhlaðin efni. Eyjólfi hefur auðsæilega verið mikið í mun að halda sem flestu til haga um liina merku sveitunga sína, en lesendum er lítill greiði með því gerður að fá svo ýtarlegar æviskýrslur. I bók Eyjólfs bregður fvrir mörgum skemmti- legum myndum úr mýrdælsku þjóðlífi á 19. öld, en heildarsvipur bókarinnar hefði orðið áhrifameiri, ef betur hefði verið vinzað úr. Að sjálfsögðu mun Skaftfellingum þykja mik- ið koma til þess fróðleiks, sem fólk úr öðr- um landshlutum getur ekki rnetið vegna ókunnleika, og því má vel vera, að bókin sé ekki ætluð öðrum til skemmtunar en þeim, sem þar eru öllum hnútum kunnir. Allir íslandingar munu kannast við nafn Lárusar á Klaustri, og af bók Þórarins Ilelga- sonar getum við kynnzt þessum merka höfð- ingja furðu vel. llit þetta er unnið af alúð og ræktarsemi, en þó hefði höfundur getað stylt það að miklum mun. Þórarinn er prýði- lega ritfær maður, en miklum mun betri hefði bókin orðið, ef efninu hefði verið þjappað meira. saman og færri dómar kveðnir upp uin ágæti Lárusar. Athafnir góðbóndans og orð eru miklu áhrifameiri vitnisburður en um- mæli þess. sem ritar ævisögu hans. Bóndinn í Þykkvabæ hefði að skaðlausu getað lært meira af frásagnarlist þeirra, sem forðum skrifuðu hér íslendinga sögur. Ég á ekki við orðfæri, því að óþarfi er að stæla íslenzkan sagnastíl, enda ritar Þórarinn ágætt mál. En höfundur hefði getað lært af forfeðrum okk- ar hófsemi, þá miklu list að segja ekki annað an það, sem brýn nauðsyn var til. Báðar þessar bækur eru prcntaðar á góðan pappír og frágangur ágætur. Margar skemmti- legar myndir prýða ritið, og er vel til þeirra vandað. Ilitstjóra verkanna, sem hefur unn- ið starf sitt vel og samvizkusamlega, hefur sést vfir það, að sjálfsagt var að hafa nafna- skrá yfir bæði rit.in. í báðum bókunum kem- ur fyrir fjöldi af mannanöfnum og örnefnum, og því hefði verið mikill hægðarauki að bafa yfir þau fullkomna skrá að bókarlokum. Ilermann Pálssoji Skortir bagalega sérkenni Friðjón Stefánsson: Fjögur augu. Ileims- kringla. 1047. Sögur Friðjóns Stefánssonar eru raunsæismyndir af mjög einfaldri gerð: honum virðist láta bezt að segja frá atvikum, sem hafa augljósa merkingu og dapurlegan endi og hann er talsvert fundvís á smáatburði, sem geta látið hversdagsleikann nema stað- ar allra snöggvast fyrir sjónum lesandans. En í raun og veru er lesandinn engu nær, því að hann veit svo lítið um fólkið, sem kemur við sögu. Það skortir bagalega sér- kenni til orðs eða æðis. Og það er allt saman miklu sennilegra á pappírnum en fólk er flest. Nú er ekki um það að sakast, þó að höfund- ur taki sér fyrir hendur að lýsa einungis yfir- borði hlutanna og hversdagslegum viðburð- um, en hann verður þá að varast að ætla þeim dýpri merkingu en slikar lýsingar geta skilað. Höfundur virðist hafa ákaflega ríka tilhneigingu til að sjá viðfangsefni sín frá sem allra almennustu sjónarmiði, það er að segja eins og flestum gæti komið saman um, að þau ættu að vera, og honum hættir til að leggja síðan beint eða óbeint útaf þessu sjónarmiði, sem reynist, þegar til á að taka og eins og vænta mátti, ekkert sjónarmið. Niðurstaðan verður, þrátt fyrir hófsaman stíl og laglegt sögusnið, lítið nema tilfinninga- semi og tilfinningaruglingur, sem er í því fólginn að höfundur gerir persónum sín- um upp þær tilfinningar, sem hann elur i brjósti til þeirra, í stað þess að láta þær finna til sjálfar. Honum tekst ekki að inna af hendi þá skyldu raunsæishöfundar að minna á bilið milli þess sem er og virðist vera, af því að hann er, þegar vel er gáð, ekki raunveru- leikans megin. K.K.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.