Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 2
„Þetta er bara tómt helvítis rugl, bát- urinn var seldur í byrjun árs 2006 þannig að sýslumaðurinn í Reykjavík hafði ekkert að gera með að kyrrsetja hann,“ segir Jónas Garðarsson. Jónas var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi þegar skemmtibáturinn Harpa, sem var í hans eigu, steytti á Skarfaskeri árið 2005. Skemmtibátur- inn Harpa er nú horfinn úr löggæslu að sögn aðstandenda Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermanns- sonar sem létust í slysinu. Hæstirétt- ur staðfesti að báturinn skyldi settur í löggæslu þar til hann yrði seldur á uppboði og myndi söluhagnaðurinn renna til aðstandenda þeirra sem lét- ust. Jónas var dæmdur til að greiða 10 milljónir króna í skaðabætur. Jónas Garðarsson segir aðgerð- ir sýslumanns um að setja bátinn í löggæslu óskiljanlegar. „Ég er ekki eigandi Hörpu lengur og ég skil ekki hvaða forsendur þeir gefa sér fyrir því að setja hluti sem ég á ekki í lög- gæslu.“ Jónas mætti ekki til sýslu- manns til þess að gera athugasemdir við að báturinn yrði settur í löggæslu. Hann segist heldur ekki hafa í hyggju að gera það héðan af. „Þeir mega ves- enast í þessu rugli eins og þeir vilja mín vegna. Þeir reka sig á þetta á end- anum.“ Jónas neitar að gefa upp hver keypti bátinn eða hvar hann er niður- kominn. Nýtt dómsmál í uppsiglingu Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður aðstandenda Matthild- ar og Friðriks, undrast það að Jónas haldi því fram að báturinn hafi ver- ið seldur. „Það er hans að sanna það að Harpa hafi verið seld, hann hlýtur þá að eiga skjöl til þess að sýna fram á það.“ Þegar eigur eru settar í löggæslu eru þær ennþá í vörslu eigandans, en hann hefur ekki leyfi til þess að ráðstafa þeim. Jóhannes seg- ir það hafa legið ljóst fyrir að Jónas var skráður eigandi Hörpu, sem skráð er í Bret- landi og þegar gerðin um löggeymslu var gerð hafi ekkert bent til þess að hann hafi verið búinn að selja bátinn. Á meðan á réttarhöldunum stóð var Harpa í geymslu í bílskúr í iðnaðar- hverfi í Garðarbæ. Þegar löggeymslan var gerð í október 2006 var báturinn í kerru fyrir utan bílskúrinn. „Ef það kemur í ljós að hann hafi að okkar mati framið brot með því að selja bátinn af ásetningi í trássi við gerðina munum við kæra hann,“ segir Jóhannes. Baldur Hermannsson, bróðir Frið- riks heitins, sagð í samtali við DV að aðstandendur myndu ekki gefast upp. „Ef satt reynist er nýtt dómsmál í uppsiglingu,“ segir hann. Meint brot Jónasar ef hann seldi bátinn þrátt fyrir að hann væri í löggeymslu telst sam- kvæmt lögum vera skilasvik. Skráður í Bretlandi Ekki ligg- ur fyrir hver er eigandi Hörpu nú um stund- ir, en Baldur segir gögn til sem vísa til þess að báturinn sé í Noregi. Báturinn er sem fyrr segir skráður í Bretlandi og hefur aldrei verið skráður hér á landi. Jóhannes Rúnar bendir á að Harpa sé ekki skráð með lögformlegum hætti samkvæmt breskum lögum, heldur hafi verið um að ræða einhvers konar málamyndaskráningu. Hann undrast jafnframt aðgerða- leysi Jónasar að gera ekki athuga- semdir við að eign sem hann þver- tekur fyrir að eiga hafi verið sett í löggeymslu. „Honum var ljóst að það væri búið að kyrrsetja bátinn en gerði engar athugasemdir. Það er skítalykt af því.“ Enn hefur ekki verið ákveðið hve- nær Jónas mun hefja fangelsis- afplánun sína eða í hvaða fangelsi. föstudagur 7. september 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Jónas Garðarsson kannast ekkert við að eiga skemmtibátinn Hörpu. Hann segist hafa selt bátinn löngu áður sýslumaður lagði bann við því. Jónas gefur ekki upp hver keypti. Lögmaður aðstandenda þeirra sem létust í sjóslysinu á Skarfaskeri segir ekkert benda til að báturinn hafi verið seldur. Nýtt kærumál á hendur Jónasi er í uppsiglingu. ValGeir ÖrN raGNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is seldi Huldumanni „Honum var ljóst að það væri búið að kyrrsetja bát- inn en gerði engar athugasemdir. Það er skítalykt af því.“ Jónas Garðarsson „Þeir mega vesenast í þessu rugli eins og þeir vilja mín vegna. Þeir reka sig á þetta á endanum.“ Hæstiréttur Íslands aðstandend- um hinna látnu voru dæmdar bætur og átti söluhagnaður Hörpu að renna til þeirra. Harpa er nú horfin. Heitir á veðurguðina Óvíst er hvort veiðimönnum takist að fella öll þau hreindýr sem kvóti er fyrir þetta árið. Jó- hann Gunnarsson, starfsmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfis- stofnunar, segir hreindýraveiðina þó hafa gengið vel í ár. „Það eru um 200 dýr eftir af kvótanum en kvótinn hefur aldrei verið jafnhár og í ár eða um 1.137 dýr.“ Veðráttan hefur mikið að segja um gang veiðanna. Undan- farið hefur viðrað vel til veiða og segist Jóhann vonast til þess að veðurguðirnir verði veiðimönn- um áfram hliðhollir svo það ná- ist sem mest af kvótanum enda leiðinlegt þegar menn ná ekki að veiða sín dýr. Elínborg messar Valnefnd í Grindavíkur- prestakalli leitaði ekki langt yfir skammt þegar kom að prestsvali. Nefndin valdi sem næsta prest Grindavíkur séra Elínborgu Gísladóttur sem hefur gegnt prestsstarfi í Grindavíkurprestakalli frá síðasta hausti. Fjórir sóttu um brauðið. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, veitir embættið til fimm ára, frá 1. september síðastliðnum að telja. Sjö prestar vilja í Dómkirkjuna Sjö sóttu um embætti prests í Dómkirkjunni. Emb- ættið er laust eftir að séra Hjálmar Jónsson var skipaður sóknarprestur við kirkjuna. Prestarnir Anna Sigríður Pálsdóttir, Ása Björk Ólafs- dóttir, Guðbjörg Jóhannes- dóttir, Guðrún Karlsdóttir og Þórhildur Ólafs sækja um embættið, sem og guðfræð- ingarnir Rúnar M. Þorsteins- son og Sigríður Hrönn Sig- urðardóttir Nú tekur níu fulltrúa val- nefnd til við að meta um- sækjendur áður en Karl Sig- urbjörnsson biskup skipar í embættið. lítill verðmunur hjá sláturhúsum „Það virðist ekki vera nein samkeppni,“ segir Jóhann Sig- fússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Dæmi eru um að munur á verði sláturafurða sé um og innan við eitt prósent. Engin samkeppni virðist ríkja á milli íslenskra sláturhúsa ef marka má verð þeirra á flestum kjötflokkum þessa dagana. Sem dæmi kostar kíló af dilkakjöti í DR2-flokki 379 krónur hjá einu sláturhúsi á Norðurlandi, 381 hjá öðru og 383 hjá því þriðja. Jóhann telur ástæðuna þó ekki vera samráð heldur skort á samkeppni. „Þeir sem riðu á vað- ið með verð voru eflaust í lægri kantinum og hinir virðast bara hafa fylgt fast á eftir og látið þar við sitja,“ segir Jóhann. Samkvæmt verðlaunatillögu um uppbyggingu Kvosarinnar í Reykjavík eftir brunann í vor verður gamla hús- ið að Lækjargötu 4, sem nú er á Ár- bæjarsafni, flutt aftur niður í miðbæ. Arkitektastofurnar Argos, Gullinsnið og Stúdíó Grandi urðu hlutskarpast- ar í hugmyndasamkeppninni en til- kynnt var um sigurvegarana í gær. Hugmyndir þeirra liggja til grund- vallar uppbyggingunni en þar er ekki gert ráð fyrir háhýsum í stað þeirra sem brunnu. Í tillögunni er lögð áhersla á hæga bílaumferð á svæðinu í því skyni að minnka slysahættu. Hugmynda- smiðir telja best að bílastæði séu í út- jaðri miðborgarkjarna svo umferð að bílastæðahúsum beinist ekki í gatna- kerfi miðborgarinnar. Bílastæði und- ir tónlistarhúsi eiga að þjóna norð- urhluta Kvosarinnar en lagt er til að nýtt bílastæði undir Tjörninni þjóni suðurhlutanum. Einnig er lagt til að nýtt niðurgrafið bílastæði komu á bak við Stjórnarráðið. Svæðið sem tillagan tekur til af- markast af Pósthússtræti, suðurhlið Hótel Borgar, Skólastræti, Stjórnar- ráðinu, suðurhlið TRH-reitsins og Tryggvagötu. Dómarar hrósuðu þeirri áherslu sem arkitektarnir lögðu á að varð- veita menningarminjar samhliða því að stuðla að spennandi uppbygg- ingu. Í greinargerð frá arkitektastofun- um segir að margbreytileikinn sem einkenni Kvosina sé til frásagnar um þróunarsögu borgarinnar og hann beri skilyrðislaust að virða og hlúa að. Reykjavíkurborg efndi til hug- myndaleitarinnar í samstarfi við Landsbanka Íslands og Hótel Borg. Ákveðið var að hafa hana í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og voru í því skyni valdar sex arkitektastofur til verksins og þeim greitt fyrir sitt fram- lag. Öllum var þó frjálst að senda inn tillögur en alls bárust 16 hugmyndir. erla@dv.is Hæg bílaumferð og fjöldi bílastæða einkenna tillögur um uppbyggingu Kvosarinnar: Hús flutt af Árbæjarsafni í Kvosina Brunarústir við lækjargötu Verðlaunatillaga að uppbyggingu Kvosarinnar eftir brunann í vor var kynnt í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.