Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 7. september 200724 Helgarblað DV Ég var mikið í útlöndum um sum- arið, fór í vinnuferð með Smára- skóla þar sem ég starfa sem kenn- ari, fór með mömmu til fjölskyldu okkar í Noregi, heimsótti pabba til Danmerkur og fór í hjólaferð til Ítalíu með samstarfskonu minni. Fólk var með prógramm í gangi til að kippa mér út úr aðstæðunum. Ég náði að gleyma mér við og við. En enn þann dag í dag á ég erf- itt með að sjá jafnöldrur hennar, hugsa hvernig föt ég myndi kaupa á hana, hvaða mynd hún hefði gaman af að sjá í bíó og annað í þeim dúr.“ Leið Helgu Maríu í átt að bata lá í gegnum sálfræðiaðstoð og starf með sorgarhópi í Grafarvogskirkju. „Ég gerði allt sem sérfræð- ingar ráðlögðu mér. Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir hvar í sorgarferlinu ég er stödd. Sjálfri finnst mér ég komin nokkuð langt í úrvinnslu á sorginni, en það er kannski ekki rétt mat. Það er aldrei hægt að lækna sorgina, bara læra að lifa með henni. Ég er að reyna að venja mig af öllum þessum „ef ég hefði...“ spurning- um því ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu: Andláti Sigrúnar Marenar hefði aldrei verið hægt að afstýra. Það hefur gert mér gott að heyra sögur annarra og þótt fólk hafi ekki upplifað sorg- ina eins er mikill styrkur í því að vita að maður stendur ekki einn í þessum sporum. Og það er ein- mitt ástæða þess að ég er tilbúin til að segja mína sögu, til að vera öðrum syrgjendum stuðningur og hvatning. Fyrstu mánuðina gekk lífið út á að komast gegnum hvern dag. Stundum langaði mig ekki til að vakna, en ég á annað barn og það má ekki gleymast. Maron fer í gegnum sorgarferlið á sinn hátt. Hann er mikið í íþróttum og með vinum sínum, en við styrkj- um hvort annað. Ég fór sjálf ekki í gegnum reiðina fyrr en í janúar á þessu ári. Ég var föst í afneitun- inni, þannig að það er nokkuð í land að ég nái sáttinni sem talað er um í sorgarferlinu.“ Guð heldur utan um syrgjendur Helga María er trúuð og seg- ist viss um að þær mæðgur hittist aftur. „Ég veit að hún er á góðum stað núna og þegar við hittumst að nýju fæ ég svar við mörgum spurning- um sem vísindin hafa ekki getað fært mér,“ segir hún af sannfær- ingu. „Ef ég hefði ekki þessa trú, þá gæti ég ekki lifað. Ég met hluti allt öðruvísi núna en áður fyrr. Ég er ekki lengur upptekin af því að velta fyrir mér hvað öðrum finnst um mig. Ég fer eftir minni sannfær- ingu. Ég var efins um tilvist Guðs fyrst eftir að ég missti dóttur mína og var ofboðslega reið. Svo komst ég að þeirri niðurstöðu að Guð er til. Það er ekkert annað sem skýrir það hvaða verndarhendi er haldið yfir manni og hvaðan styrkurinn kemur sem maður fær við aðstæð- ur sem þessar. Ég þurfti á hjálp Guðs að halda til að komast gegn- um lífið. Ég beygði mig í auðmýkt fyrir honum og fann styrkinn. Ég hef lært að á erfiðustu stundun- um yfirgefur Guð okkur ekki. Ég vissi bara ekki þá að hann sat mér við hlið og hélt utan um mig. Það breytir því þó ekki að ég skil ekki tilganginn með að tveggja og hálfs árs barn skuli deyja – en ég treysti því að ég fái svörin þegar minni jarðvist lýkur.“ Útrás og lækning í líkamsrækt Hún skorar sjálfa sig á hólm á hverjum degi. Hún kennir átta ára börnum og er deildarstjóri í Smáraskóla. Núna hefur hún gert það sem hún hefði sennilega ekki gert fyrir nokkrum árum – stigið nakin fram, í orðsins fyllstu merk- ingu. Hún er ein kvennanna í aug- lýsingum Baðhússins. „Mér fannst það frábært fram- tak hjá Lindu Pétursdóttur að fara af stað með þessa auglýsingaher- ferð, fá með sér í lið konur sem þyrðu að koma naktar fram – vera þær sjálfar,“ segir hún. „Ég ákvað að stíga skrefið, skora sjálfa mig á hólm. Enda vissi ég að þess- ar myndir yrðu í alla staði mjög vandaðar.“ Hluta þessarar ákvörðunar má rekja til þess að Helga María seg- ir líkamsrækt hafa styrkt sig and- lega. „Fyrst eftir andlátið gat ég ekk- ert borðað og svo snerist það í andhverfu sína. Ég kveið jólun- um ólýsanlega og í nóvember og desember sökk ég í þunglyndi. Þá dreif vinkona mín Fjóla, sem er einkaþjálfari, mig í líkamsrækt og það var ótrúlegt hvað það að þjálfa líkamann gerir mikið fyrir sálina. Ég fylltist orku og fékk útrás fyr- ir tilfinningarnar. Ef ég á að ráð- leggja fólki í sorg – þótt ég sé enn í miðju ferlinu sjálf – bendi ég fyrst og fremst á að fólk tali sorgina frá sér, leiti hjálpar sérfræðinga og stundi líkamsrækt. Það hjálpaði mér gríðarlega í mínu uppbygg- ingarferli. Til að takast á við sorg þarf nefnilega líkamlega og and- lega orku.“ Of sárt að sjá hana í draumi Helga María segist telja eðlilegt að hana hafi aldrei dreymt dóttur sína frá því hún lést. „Ég held það sé almættið sem stýrir því,“ segir hún. „Ég held einfaldlega að það væri of sárt að dreyma hana og vakna án henn- ar. Við það að missa barnið sitt fær maður vissulega dýpri skiln- ing, styrk og þroska – en sá þroski er ansi dýru verði keyptur. Ég velti líka stundum fyrir mér hvort ég sé að verða tilfinningalaus af þessari reynslu. Ég sé fyrir mér tilfinninga- skala og þegar maður missir barn- ið sitt springur skalinn. Það er ekki til neitt verra en að missa barnið sitt. Eftir þessa lífsreynslu kemur mér ekkert á óvart. Það versta sem gat gerst í lífi mínu gerðist.“ annakristine@dv.is „Ég þurfti á hjálp Guðs að halda til að kom- ast gegnum lífið. Ég beygði mig í auðmýkt fyrir honum og fann styrkinn. Ég hef lært að á erfiðustu stundunum yfirgefur Guð okkur ekki. Ég vissi bara ekki þá að hann sat mér við hlið og hélt utan um mig. Það breytir því þó ekki að ég skil ekki tilganginn með að tveggja og hálfs árs barn skuli deyja – en ég treysti því að ég fái svörin þegar minni jarðvist lýkur.“ Veisludama sigrún maren var mikil veisludama. Hér er hún búin að punta sig og er á leið í veislu. Hún elskaði bleika liti og fékk að hvíla í bleikri kistu. Lífsviðhorfin hafa breyst „einhvern tíma hefði ég flýtt mér með ajax-brúsann að þvo litakrotið sem sigrún maren setti í gluggakist- una. Þegar gluggasyllan verður máluð verður sett teip í kringum þetta krot, sem hún málaði skömmu fyrir andlát sitt.“ Krossinn sem Helga maría er með um hálsinn smíðaði maron sonur hennar og gaf mömmu sinni í jólagjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.