Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 21
Frumsýning hjá Íd Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Opnar víddir á sunnudaginn en það eru tvö verk: Open Source eftir Helenu Jónsdóttur og Til nýrra vídda eftir Serge Ricci og Fabien Almakiewicz. Verk Helenu er verðlaunaverk sem sýnt hefur verið um allan heim, nú nýlega í Kína. DV Menning föstudagur 7. september 2007 21 Sýningalok í Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafnarborg á sunnudaginn, annars vegar sýningu bandarísku listakonunnar Joan Perlman og hins vegar sýningu Þjóðverjans Wolfgangs Heuwink- el. Í málverkum Perlman er leitast við að fanga dulúðina sem býr í landslagi og kjarna náttúrunnar. Heuwinkel hefur þróað með sér mjög sérstaka nálgun við pappír og vatnsliti. Stundum vinnur hann verk sín úti í náttúrunni þar sem pappírinn tekur í sig efni og karakter úr umhverfinu, en stundum inni í sýningarsalnum sjálfum þar sem áhorfendur geta fylgst með umbreytingum verksins. Hátíð á Þingeyrum Mikil hátíð verður haldin á Þingeyrum í Austur-Húna- vatnssýslu á sunnudaginn. Þann dag verða 130 ár liðin frá vígslu Þingeyrakirkju, einnar elstu og merkustu steinkirkju landsins. Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14 þar sem vígslubiskupinn á Hólum, herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, predikar. Klukkan 16 hefjast tónleikar í kirkjunni þar sem frumflutt verða verk eftir Jón Hlöðver Áskelsson og nýtt myndverk eftir Heimi Frey Hlöðversson, Súlur, sýnt. Það verk er myndtúlkun á sam- nefndu orgelverki Jóns Hlöðvers og samtímis verður flutt upp- taka með leik Harðar Áskelsson- ar á því. Þessa heims og annars „Tvö málverk frá ólík- um tíma hanga hlið við hlið. Listamennirnir mála hvor um sig furðuverur sem spretta úr hugskoti þeirra ... Samanburð- ur á verkunum dregur fram ólíkt handbragð listamannanna og að hvaða marki þeir beisla efniviðinn til að byggja upp verk sín. Um leið eru til staðar sameiginlegir þættir sem vísa til nánari skyldleika; verkin mæt- ast á mörkum þessa heims og annars.“ Þannig er lýst sýningu á verkum Einars Þorláksson- ar og Gabríelu Friðriksdóttur sem opnuð verður í Listasafni Árnesinga á morgun. Sýningin ber heitið Þessa heims og ann- ars og stendur til 4. nóvember. Leiðsögn um gjörning Gjörningaklúbburinn er með sýningu í Listasafni Reykjavíkur og á sunnudaginn kl. 15 ætlar Jóní Jónsdóttir, einn þremenninganna í klúbbnum, að taka þátt í leiðsögn um sýninguna. Hún er aðallega í þremur sölum hússins en teygir anga sína út á ganga, salerni og utan á húsið. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum Gjörningaklúbbsins. Tónleikar til styrktar unglingastarfi SÁÁ fara fram á sunnnudaginn: Tónleikar fyrir lífgjafir „Mig langaði bara að gera eitt- hvað góðverk í tilefni dagsins því SÁÁ hefur bjargað lífi mínu svo oft,“ segir Guðfreður Hjörvar Jóhannes- son sem stendur fyrir tónleikum í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 20 til styrktar unglingastarfi SÁÁ á Vogi. Guð- freður verður auk þess sjö- tugur á morgun sem er tilefnið sem hann nefnir. Fjölmargir landsþekktir lista- menn koma fram á tónleikunum, má þar nefna Diddú, Ragga Bjarna, Jónas Ingimundarson, Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur, Jóhann Frið- geir Valdimarsson og Garðar Thór Cortes að ógleymdum þremur kór- um: Kór úr Domus Vox, Karlakórn- um Þröstum og Óperukórnum í Reykjavík. Allir gefa vinnu sína auk þess sem stjórn Langholtskirkju leggur til tónleikastaðinn endur- gjaldslaust. Guðfreður segir það ekki hafa verið neinum vandkvæðum bund- ið að fá listamennina til að taka þátt í viðburðinum. „Ég þurfti ekki að segja annað en: „Drengurinn minn eða stúlkan mín, viltu syngja fyrir mig þegar ég verð sjötugur?“ Þau sögðu öll með gleði já,“ segir Guð- freður og hlær. Og hann ætlar sjálf- ur að koma fram á tónleikunum. „Ég ætla að syngja sálminn Friðarins guð, Erlu eftir Sigvalda Kaldalóns, Vorgyðjuna eftir Árna Thorsteins- son og lofsönginn eftir Beethoven. Ég er ekki lærður söngvari. Ég hef bara verið í tímum hjá Guðmundi Jónssyni nokkra vetur og svo hjá Kristínu Cortes og Sigurði Bragasyni í fyrra,“ útskýrir Guðfreður. Á svo að toppa þetta þegar þú verður áttræð- ur? „Ætli það ekki,“ segir Guðfreður. Og hlær hátt. Aðgangseyrir er 2.500 krónur en öllum er velkomið að borga meira, SÁÁ til handa. kristjanh@dv.is tónleikar skáldskap sem skrifaður var þegar Thor var að hefja sinn rithöfundar- feril um miðja 20. öld. „Það er erfitt, og sérstaklega fyrir mig,“ segir hann og hlær. „Það er náttúrlega gaman ef maður getur andað í seglin hjá þeim sem eru að byrja, en það verður hver að finna sína leið. Og svo eigum við svo mikinn arf. Þegar ég var strák- ur var Halldór Laxness, og er ennþá, svo sterkur. Sumir gátu varla skrif- að fyrir honum. En mér hefur alltaf fundist það mikil forréttindi að vita af Halldóri og vera samtíða honum. Og það hefur alltaf verið mikil ögrun og örvun. Svo mætir maður kannski mótþróa, ef þeir eru mjög eindregnir og öflugir, og það getur verið gott að mörgu leyti. Þetta er nú fyrir þá sem ekki geta gefist upp. Og það verður allt í lagi fyrir þá sem halda dampi og fara sínu fram, hvað sem líður með- læti eða mótlæti. Það var einhvern tímann talað um að fylgja guðsrödd- inni í brjósti sér.“ Nauðsynlegt að taka áhættu Breytingar urðu í bókaútgáfulandslaginu á dögunum þegar bókadeild Eddu útgáfu, sem Mál og menning – Heimskringla keypti skömmu áður, og JPV sameinuðust. Thor segist þurfa að sjá betur hvernig þau mál þróist áður en hann geti fullyrt nokkuð hvernig þau mál horfi við honum, manni sem verið hefur viðriðinn bókaútgáfu í tæp 60 ár. „Maður verður bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast og fellur saman, þetta er svo nýtilkomið. Ég hef líka verið að fást svo mikið við aðra hluti að undanförnu. Ég vona að þetta verði til góðs en það verða að vera aðrir líka, sérstaklega forlög sem leggja í áhættu og gefa ungu fólki tækifæri. Mér finnst dálítið óhugnanlegt ef einhver forlög miða bara við hraðsölu og auglýsingamátt. Sumir vilja líka kannski hafa það þannig að lesandinn megi treysta því að geta gleymt því sem hann las jafnharðan. Það er ekki gott, hvorki fyrir þjóðarheill né sálina okkar,“ segir Thor og hlær. Thor er mikill áhugamaður um kvikmyndir og hefur meðal annars tvisvar setið í undirbúningsnefnd fyr- ir Kvikmyndahátíð í Reykjavík, þar á meðal fyrir fyrstu hátíðina sem hald- in var á seinni hluta áttunda áratug- arins. „Það var mikil barátta að koma því á. Maður gekk nú kannski ber- serksgang til þess. En það tókst,“ seg- ir Thor og lýsir yfir ánægju sinni með þær kvikmyndahátíðir sem haldn- ar eru hér á landi. En honum finnst úrvalið í kvikmyndahúsunum dags daglega oft ekki beysið. „Mér finnst það sorglegt að það eru kannski 30 til 40 kvikmyndir í sýningu í Reykjavík og langtímum saman ekki ein einasta sem mann langar til að sjá. Það mætti kannski ætlast til þess að þeir sem ráða yfir þessum húsum, og mörgum mörgum sölum, að þeir hefðu einn sal til að sýna frambærilegar mynd- ir. Það er ekki nóg að grípa til þess að safna saman öllum kvikmyndum sem eru of góðar fyrir kvikmyndahúsin og sýna þær í einni bunu, einu sinni til tvisvar á ári.“ Hitti Bergman og Antonioni Tveir af virtustu leikstjórum kvikmyndasögunnar féllu frá í sumar – reyndar á sama degi, 30. júlí – þeir Ingmar Bergman og Michelangelo Antonioni. Thor hefur mikið dálæti á mörgum mynda þeirra, en hann hitti þá báða; Antonioni þegar hann var í Róm á sjöunda áratugnum og var hann þá einnig kynntur fyrir Fellini. Fundur hans og Bergmans átti sér stað í leikhúsi í Málmey í Svíþjóð á sjötta áratugnum, að því er Thor minnir, þegar Bergman var að undirbúa uppsetningu á leikritinu Sagan eftir Hjalmar Bergman (alls óskyldur leikstjóranum). Sameiginlegir vinir þeirra höfðu þar milligöngu um. „Það mátti enginn annar vera í leikhúsinu þennan dag. Þegar ég kom í leikhúsið sögðu þeir við mig rétt áður en þeir hleyptu mér inn: „Ef þú þarft að hnerra máttu ekki hnerra. Ef þú þarft að hósta, alls ekki hósta. Það má ekki trufla Bergman.“ Svo fórum við inn og þar var Bergman á hlaupum um húsið, athuga hvernig heyrðist þarna og hinum megin. Maður sat alveg bergnuminn. Svo var verið að prufa skiptingu á milli atriðis þar sem sviðið var stofa, ljósin sett niður og þá var komið út í garð. Þá allt í einu varð Bergman eins og sprengja og æpti: „Stóllinn, stóllinn!“ Það varð einn stóll eftir. Þakið rifnaði af leikhúsinu og snaraðist yfir á Danmörku.“ Thor ræddi svo við Bergman í kaffihléinu þennan dag og segir að hann hafi verið sér „undurljúfur“. Leikstjórinn sagði honum meðal annars að hann hefði lengi viljað kvikmynda Sjálfstætt fólk en ekki fengið peninga til þess. Þegar Thor kom heim eftir Svíþjóðarförina vildi hann reyna að gera það sem hann gat til að kvikmyndun á hinni þekktu bók Halldórs Laxness yrði að veruleika. Í því skyni talaði hann við Guðlaug Rósinkranz Þjóðleikhússtjóra, meðal annars til að hafa milligöngu við þá sem höfðu aðgang að peningum. „Honum fannst þetta áhugavert og skrifaði Bergman, í stað þess að senda einhvern til að útvega peninga og til að tala við Bergman. Ég efast um að Bergman hafi opnað þessi bréf, eða önnur. Það kom því ekkert út úr þessu,“ segir Thor sem lánaðist hins vegar ekki að hitta leikstjórann sænska þegar hann kom til Íslands á níunda áratugnum í tengslum við listahátíð. Að sögn Thors komu annarleg öfl í veg fyrir það, þótt skyldubundin væru. Með heilmikið í takinu Ekki er hægt að kveðja Thor án þess að spyrja hann út í hvað hann sé að fást við núna í skáldskapnum. „Ég er alltaf með eitthvað í takinu. Og heilmikið. Ég á hins vegar erfitt með að tala um það sem ég er ekki búinn að gera og kannski líka þeg- ar ég er búinn að því. En þá get ég sagt eitthvað,“ segir Thor með bros á vör. Hann gefur þó aðeins eftir þeg- ar blaðamaður gengur á hann. „Ég lauk nýverið við að skrifa texta fyrir Áskel Másson tónskáld og snilling- inn í Hallgrímskirkju, Hörð Áskels- son. Þetta er óratoría og er afskap- lega viðamikið verkefni. Svo hef ég verið að yrkja ljóð og skrifa texta fyrir ítalskan ljósmyndara, bæði á ensku og ítölsku. Síðan eru að koma út á næstunni þýðingar á eldri bókum mínum á Spáni, í Danmörku, Búlg- aríu og Eystrasaltslöndunum sem ég hef þurft að sinna dálítið. En það er ýmislegt sem ég á eftir að reka smiðshöggið á.“ Thor hefur ekki sent frá sér skáld- sögu síðan Sveigur kom út fyrir réttum fimm árum. Hann verður lymskuleg- ur á svip þegar hann er spurður hvort von sé á nýrri skáldsögu áður en langt um líður. „Ég þori ekki að segja fyrr en ég er búinn að því. Þá kemurðu bara aftur,“ segir Thor og hlær. Aðspurð- ur segist hann ekki finna fyrir því að vinnuþrekið fari þverrandi sam- fara hækkandi aldri. „Ég er bara ansi sprækur. Ég þakka það júdóinu,“ segir Thor en eins og margir vita er hann með svarta beltið í júdó. Hann seg- ist hafa byrjað seint, um fertugt, eða fyrir rúmum fjörutíu árum. Thor æfir júdó nokkuð reglulega með gömlum vini sínum, eða þegar þeir hafa tíma. „Ég má ekki án þess vera. Þetta er svo mikill aflvaki. Og ekki síður fyrir sál- ina.“ Guðsröddin í brjóstinu bókmenntir Júdómaður í hjáverkum „Ég má ekki án júdósins vera. Þetta er svo mikill aflvaki. Og ekki síður fyrir sálina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.