Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 59
Heiðursgestur á RIFF Finnski kvikmyndaleikstjórinn Aki Kaurismäki mun verða einn heiðursgesta á Alþjóðlegu kvimyndahátíðinni í Reykjavík sem fer fram í lok september og byrjun október. Kaurismäki mun veita sérstökum verðlaunum viðtöku fyrir framúrskarandi listræna kvikmyndasýn. Kaurismäki er einn þekktasti leikstjóri Norðurlanda. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna 2003 en sniðgekk hátíðina og notaði tækifærið til þess að gagnrýna stríðsbrölt Bandaríkjamanna. föstudagur 7. september 2007DV Bíó 59 Kvikmyndin Veðramót er frumsýnd í kvöld. Myndin fjallar um þrjá bart- sýna byltingarsinna, Selmu, Blöffa og Hálfdán, sem leikin eru af Tinnu Hrafnsdóttur, Hilmi Snæ Guðnasyni og Atla Rafni Sigurðasyni. Saman fara þau norður í land og taka að sér stjórn á vistheimili fyrir vandræðaunglinga. Þegar á heimilið er komið kynnast þau vistmönnum og háttum, en nýlega hefur verið tekin upp sú nýbreytni að stúlkum sé hleypt inn á heimilið. Uppfull af hug- sjónum 68‘ kynslóðarinnar reyna þau að notast við öðruvísi og mannúðlegri vinnubrögð en krakkarnir hafa áður kynnst. En innan skamms uppgötva þau að hugsjónirnar, sem þau lögðu upp með duga ekki alstaðar. Það er Guðný Halldórsdóttir sem bæði leikstýrir kvikmyndinni og skrifar handrit hennar, en sagan er að vissu leyti byggð á reynslu Guðnýjar. En hún fór árið 1974 ásamt bæði kærasta og vinum á hið umdeilda upptökuheimili að Breiðuvík, þar sem þau reyndu að breyta staðarháttum. Valinn maður á hverjum stað Upptökur á myndinni fóru flestar fram árið 2006, á Snæfellsnesi, í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Það er norski kvikmyndatökumaðurinn Sven Krövel sem var á bak við myndavélina, en DV birti í gær ítarlegt viðtal við hann. Af öðru þekktu fagfólki sem vann í myndinni má nefna Rebekku A Ingimundardóttur sem sá um búninga og Svíann Tonie Zetterström sem sá um leikmynd, en áður hafði hann séð um leikmyndir í kvikmyndum á borð við Mávahlátur, Dansinn, Ungfrúna góðu og húsið og Hafið. Leikstjórabörn í helstu hlutverkum Þeir sem fara með hlutverk vist- manna á heimilinu, eru flestallt krakkar á menntaskólaaldri. Eftir að hafa séð allar menntaskólasýning- arnar árið 2006, hafði Guðný séð þó nokkur andlit sem henni leist vel á; Heru Hilmarsdóttur, Baltasar Breka Baltasarsson, Gunni Martinsdóttur Schluter og Arnmund Ernst Back- mann. Ótrúlegt nokk eru það allt saman börn kollega hennar, en Hera er dóttir Hilmars Oddsonar, Baltasar er sonur Baltasar Kormáks, Gunn- ur er dóttir Ásdísar Thoroddsen og Arnmundur sonur Eddu Heiðrún- ar Backmann. Þá ber að taka fram að Tinna Hrafnsdóttir, sem leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinn- ar, er dóttir Hrafns Gunnlaugssonar. Auk þeirra fyrrnefndu leika í mynd- inni Ugla Egilsdóttir, Jörundur Ragn- arsson, Þorsteinn Bachman, Tinna Gunnlaugsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Þórey Sigþórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Hippaband fyrir hippamynd Ragnhildur Gísladóttir, fyrrum Stuðmaður, sér um tónlist myndar- innar. En til þess að fanga anda þess tímabils sem myndin gerist á, brá Ragnhildur á það ráð að leita til gam- alkunnra tónlistarmanna til þess að vinna tónlistina. Upp úr krafsinu kom bandið Shady, sem samanstendur af Björgvini Gíslasyni gítarleikara, Jó- hanni Hjörleifssyni trymbli, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara og Davíð Þór Jónssyni píanóleikara. Um söng- inn sjá Hilmir Snær, Ragnhildur sjálf og dóttir hennar Bryndís Jakobsdótt- ir. Þá samdi Bryndís eitt lag myndar- innar, sem móðir hennar svo útsetti. Textahöfundar eru Valgeir Guðjóns- son og Dóri DNA. Um málefni líðandi stundar Upptökuheimilið Breiðuvík hefur verið töluvert milli tannanna á fólki undanfarið. Veðramót smellur því vel inn í þjóðfélagsumræðuna, því myndin tekur á hinum ýmsu málefnum líðandi stundar. Fyrst og fremst fjallar hún um fórnarlömb kynferðisofbeldis sem áttu sér engin úrræði á árum áður og sem eru kannski engu betri, enn þann dag í dag. Tár og bros myndin fjallar um þrjá byltingarsinna sem halda út á land til a ð sjá um upptökuheimili fyrir vandræðaung linga. Gunnur Martinsdóttir, hundurinn Æska og Ugla Egilsdóttir fara með hlutverk vistmanna heimilisins, þó svo að hundurinn verði seint talinn til vandræða. KnocKEd Up Gamanmynd sem fjallar um mjög ólíkt fólk sem hittist fyrir slysni og endar í einnar nætur gamni. Það endar í óléttu og þá hefst hasarinn. Sennilega ein besta grínmynd ársins. IMdb: 8.0/10 Rottentomatoes: 92%/100% Metacritic: 85/100 I Know wHo KILLEd ME Lindsay Lohan leikur Aubrey Fleming sem er rænt og hún pyntuð af morðingja. Þegar hún sleppur og rankar við sér á sjúkrahúsi segist hún ekki vera Fleming en viti þó hvar hún sé og að líf hennar sé enn í hættu. IMdb: 3.7/10 Rottentomatoes: 5%/100% Metacritic: 16/100 BRATz: THE MoVIE Mynd byggð á hinum frægu teiknimynda- og leikfangabrúðum. Fjórar vinkonur eru á fyrsta ári í framhalds- skóla. Hópnum er splundrað vegna mikillar stéttaskipting- ar innan skólans þar sem formaður nem- endaráðsins ræður öllu. IMdb: 2.1/10 Rottentomatoes: 8%/100% Metacritic: 21/100 Frumsýningar helgarinnar Cornell áritar í Skífunni Heimsfrægi rokksöngvarinn Chris Cornell mun veita eiginhandarárit- anir í Skífunni á Laugavegi í dag klukkan 16. Cornell er kominn til landsins í tilefni af tónleikunum í Laugardalshöll á laugardaginn. Hann mun árita plötu sína Carry On sem kom út nýverið og hefur fengið góða dóma. Ennþá eru til miðar á tónleikana á laugardag þó uppselt sé í stúku. Cornell mun taka alla stærstu slagarana frá ferli sínum með sveitunum Soundgard- en, Audioslave og Temple of the Dog. Útgáfutónleikar Soundspell Hin unga og efnilega hljómsveit Soundspell heldur útgáfutónleika í Austurbæ í kvöld í tilefni af útkomu þeirra fyrstu breiðskífu. Platan heitir An Ode to the Umbrella eða Óður til regnhlífarinnar. Miðaverð á tónleikana er 1500 krónur. Húsið verður opnað klukkan 20 og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Platan verður einnig seld á staðnum fyrir 1500 krónur. Áhugasömum býðst þó að kaupa miða og plötuna saman á 2500 krónur í forsölu á tónlistarmarkaðinum Músík & Myndir í Fellsmúla 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.