Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 41
Sigfús Halldórsson var svo ást- sælt tónskáld meðal þjóðarinnar á síðustu öld að þar er engum saman við að jafna nema kannski Jóni Múla Árnasyni og Oddgeir Kristjánssyni. Hann samdi mikinn fjölda sönglaga sem þjóðin tók opnum örmum og sem eru fyrir löngu orðnar sígildar og ómissandi perlur á mannamót- um og ferðalögum. Sigfús fæddist í Reykjavík, son- ur Halldórs Sigurðssonar úrsmiðs og Guðrúnar Eymundsdóttur hús- móður. Halldór var sonur Sigurð- ar, hreppstjóra í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, bróður Ingunnar, lang- ömmu Þorsteins Thorarensen, rit- höfundar og útgefanda. Sigfús stundaði nám við Málaraskóla Marteins Guðmundssonar og Björns Björnssonar, lauk prófum í leiktjaldahönnun og málaralist við Slade Fine Art School University of London 1945, stundaði nám við Stokkhólmsóperuna 1947– 1948, stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan m.a. prófum í uppeldis- og kennslufræði og stndaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Sigfús kom víða við á sinni starfsævi, vann við Útvgsbanka Íslands 1933– 1944, vann í málarasal Þjóðleikhússins 1950–1952, hjá J. Þorláksson & Norðmann 1954–1955, var starfsmaður á bókasafni Bandaríkjahers 1955– 1956, vann á Skattstofu Reykjavíkur 1957–1968, var teiknikennari við Langholtsskóla 1968–981 og hélt auk þess fjölda teikninámskeiða og ferðaðist um landið með leikflokkum á árunum 1939–1955. Sigfús var afkastamikill málari. Hann málaði fjölda portretmynda en auk þess náttúrumyndir og götumyndir, einkum frá Reykjavík og Kópavogi, og hélt fjölda einkasýninga, hér á landi og erlendis. Hann hélt því reyndar fram að lögin sem hann semdi sæi hann fyrir sér í litum. Sigfús samdi þó nokkur stór tónverk s.s. Stjána bláa við ljóð Arnar Arnarssonar, og Til sjómannsekkjunnar, við ljóð Sigurðar Einarssonar, sem hvoru tveggja eru kórverk með hljómsveitarundirleik. Eins má nefna Þakkargjörð, við ljóð Sigurðar H. Guðmundssonar, kórverk með hljómsveitarundirleik, og Austurstræti sem er lagaflokkur við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Sigfús er þó þekktastur fyrir sönglög sín sem upphaflega urðu dægurlög en eru mörg hver löngu orðin sígild sönglög. Sem listamaður skynjaði hann gjarnan og túlkaði rómantíkina og angurværðina í hinu hversdagslega umhverfi og því engin tilviljun að hann gerði fjölda laga við ljóð og kvæði Tómasar Guðmundssonar, s.s. Dagný, Við eigum samleið, Við Vatnsmýrina, Tondeleió, og Játningu. Önnur af þekktustu lögum hans eru t.d. Lítill fugl við ljóð Arnar Arnarssonar og Vegir liggja til allra átta, við texta Indriða G. Þorsteinssonar, föður Arnalds rithöfundar, en það lag er fyrsta íslenska kvikmyndalagið. Þekktasta lag Sigfúsar er þó án efa Litla flugan en textinn er eftir Sigurð Elíasson. Eiginkona Sigfúsar var Steinunn Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Gunnlaug Yngva og Hrefnu. Þau hjónin fluttu í Kópavoginn 1963 en Sigfús var heiðurslistamaður Kópa- vogsbæjar og kjörinn heiðursborgari Kópavogs 1994. Honum var sýndur margvíslegur annar heiður sem lista- manni og áhugamanni um íþrótt- ir og ýmis félagsstörf, var sæmdur Riddarakrossi íslensku fálkaorðunn- ar, gullmerkjum Knattspyrnufélags- ins Vals og FH, gullmerki Sjómanna- dagsráðs og heiðursmerki Leikfélags Reykjavíkur. Starfsferill Halldór fæddist á Vopnafirði. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1965, varð löggiltur endurskoðandi 1970 og stundaði framhaldsnám við verslunarháskólana í Björgvin og Kaupmannahöfn 1971–73. Halldór var lektor við við- skiptadeild HÍ 1973–1975.Hann var alþingismaður Austurlands- kjördæmis 1974–1978 og frá 1979– 2003 og var alþingismaður Reykja- víkurkjördæmis norður 2003–2006. Halldór var sjávarútvegsráðherra 1983–1991 og samstarfsráðherra um norræn málefni 1985–1987, dóms- og kirkjumálaráðherra 1988–1989, samstarfsráðherra Norðurlanda 1995–1999, utanríkisráðherra 1995– 2004 og forsætisráðherra 2004–2006. Hann hefur verið framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar frá 2006. Halldór var varaformaður Framsóknarflokksins 1980–1994 og formaður flokksins 1994–2006. Hann sat í bankaráði Seðlabanka Íslands 1976–1983 og var formaður þess 1980–1983, sat í Norðurlandaráði 1977–1978, 1980–1983, og 1991– 1995, var formaður Íslandsdeildar þess 1982–1983 og 1993–1995. Þá sat hann í Íslandsdeild Alþjóðaþin gmannasambandsins 1976 og var hann formaður hóps miðjuflokka í Norðurlandaráði 1993–1995. Halldór sat í sjávarútvegsnefnd 1991–1994, efnahags- og við- skiptanefnd 1991–1994 og var for- maður hennar 1993–1994, sat í utanríkismálanefnd 1994–1995, í sérnefnd um stjórnarskrármál 1994–1995. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.9. 1967 Sig- urjónu Sigurðardóttur, f. 14.12. 1947, læknaritara. Hún er dóttir Sigurð- ar Brynjólfssonar, fyrrv. afgreiðslu- stjóra Tímans, og k.h., Helgu Karls- dóttur Schiöth húsmóður. Börn Halldórs og Sigurjónu eru Helga, f. 19.12. 1969, bankastarfs- maður Seðlabanka Íslands, búsett í Kópavogi, gift Karli Ottó Schiöth og eru börn þeirra Linda Hrönn og Karl Friðrik; Guðrún Lind, f. 15.7. 1974, sálfræðingur en maður henn- ar er Ómar Halldórsson; Íris Huld, f. 2.10. 1979 en maður hennar er Guð- mundur Halldór Björnsson og er dóttir þeirra Tara Sól. Systkini Halldórs eru Ingólfur, f. 7.1. 1945, skipstjóri á Höfn í Horna- firði, kvæntur Siggerði Aðalsteins- dóttur; Anna Guðný, f. 2.7. 1951, skrifstofumaður hjá Samskipum, búsett í Reykjavík, gift Þráni Ársæls- syni matreiðslumanni; Elín, f. 5.1. 1955, leikskólastjóri í Reykjavík, gift Björgvini Valdimarssyni dúklagn- ingamanni; Katrín, f. 10.5. 1962, rekur gróðrarstöð á Egilsstöðum en maður hennar er Gísli Guðmunds- son garðyrkjumaður. Foreldrar Halldórs: Ásgrímur Halldórsson, f. 7.2. 1925, d. 28.3. 1996, kaupfélagsstjóri og fram- kvæmdastjóri á Höfn í Hornafirði, og k.h., Guðrún Ingólfsdóttir, f. 15.6. 1920, d. 14.7. 2004, húsmóðir. Ætt Ásgrímur var sonur Halldórs, kaupfélagsstjóra og alþm. í Bakka- firði í Borgarfirði eystra Ásgríms- sonar, b. á Grund í Borgarfirði eystra Guðmundssonar, b. á Nesi í Borgarfirði Ásgrímssonar. Móð- ir Guðmundar á Nesi var Helga Þorsteinsdóttir, b. á Litlu-Laugum Andréssonar og Ólafar Jónsdótt- ur b. í Reykjahlíð Einarssonar, föð- ur Helgu, langömmu Jóhannes- ar, langafa Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrv. ráðherra. Bróðir Ólafar var Friðrik, langafi Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Móðir Ásgríms á Grund var Ingi- björg Sveinsdóttir, b. á Snotrunesi Snjólfssonar og Gunnhildar Jóns- dóttur, b. í Höfn Árnasonar, annars hinna kunnu Hafnarbræðra, bróð- ur Hjörleifs, langafa Jörundar, föður Gauks, fyrrv. umboðsmanns Alþing- is. Móðir Halldórs alþm. var Katrín Björnsdóttir, b. í Húsey Hallasonar og Jóhönnu Björnsdóttur. Móðir Ásgríms kaupfélagsstjóra var Anna Guðmundsdóttir, b. á Hóli í Borgarfirði eystra Jónssonar og Þórhöllu Steinsdóttur, b. á Borg í Njarðvík Sigurðssonar, b. í Njarðvík Jónssonar, ættföður Njarðvíkurætt- arinnar yngri. Móðurbróðir Halldórs er Arnþór Ingólfsson yfirlögregluþjónn. Guðrún er dóttir Ingólfs, b. á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, bróður Jóhannesar, b. í Fagradal á Fjöllum, föður Gunnars, pr. á Skarði, föður Jóhannesar, fyrrv. framkvæmdastjóra Ríkispítalanna. Ingólfur var sonur Eyjólfs, b. í Fagradal Guðmundssonar, b. á Fagranesi í Aðaldal Björnssonar, í Lundi Guðmundssonar, bróður Páls, langafa Stefáns, afa Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs og fyrrv. varaformanns Framsóknarflokksins. Móðir Guðrúnar var Elín Salína Sigfúsdóttir, b. á Einarsstöðum í Vopnafirði Jónssonar. Móðir Sigfúsar var Sigríður Sigurðardóttir, b. á Lýtingsstöðum Jónssonar, b. á Ljósalandi Jónssonar b. á Vakursstöðum Sigurðssonar ættföður Vakursstaðaættarinnar, föður Jóns yngra, langafa Katrínar, móður Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Merkir Íslendingar: afMælisbarn VikUnnar 60 ára á laUgardag Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri norrænu rÁðHerranefndarinnar Sigfús Halldórsson f. 7. september 1920, d. 21. desember 1996 DV Ættfræði föstudagur 7. september 2007 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.