Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 15
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 15
ÁRNI JOHNSEN SPILLTASTUR ALLRA
Eins og gefur að skilja er þetta óformleg könnun en álits-
gjafarnir eiga það sameiginlegt að hafa fylgst grannt með þjóð-
málum að minnsta kosti síðustu þrjá áratugi.
Nokkrir af þeim stjórnmálamönnum, sem komu upp í huga
álitsgjafanna, eru látnir. Aðrir eru í eldlínunni og nokkrir hafa
horfið til annarra starfa. Ennfremur má glöggt sjá hversu um-
deildir menn eru af störfum sínum í stjórnmálum því í sumum
tilfellum má ekki á milli sjá hvort stjórnmálamenn teljast spillt-
ir eða heiðarlegir. Það segir einnig ýmislegt um stöðu kvenna í
íslenskum stjórnmálum að aðeins þrjár voru nefndar.
Umsagnir álitsgjafanna eru einnig áhugaverðar. Almennt
spöruðu þeir ekki stóru orðin um hina ótvíræðu „sigurveg-
ara“, svo sem Árna Johnsen og Geir H. Haarde. Þegar kom
að „minni spámönnum“ urðu umsagnirnar yfirleitt mýkri og
meira á floti.
Oft er talað um minnkandi völd stjórnmálamanna í íslensku
samfélagi en það er kannski til marks um annað að flestir
þeirra álitsgjafa sem DV leitaði til vildu ekki að nafn þeirra yrði
bendlað við þessa samantekt. Níu af tuttugu álitsgjöfum báð-
ust hreinlega undan því og vildu hylja algjörlega spor sín. Þar
með er nöfnum hinna, sem að meinalausu mátti nefna, ekki
getið, enda er þetta óformleg könnun þótt hún gefi sannarlega
sterka vísbendingu um orðspor nokkurra stjórnmálamanna
sem hafa sett sterkan svip á þjóðlífið síðustu áratugi.
10 HEIÐARLEGUSTU
Geir H. Haarde
„Forsætisráðherra okkar virðist vera
býsna vammlaus maður og lítt fyrir að
standa í skítverkum.“
„Það segir ýmislegt að hann nýtur
virðingar bæði samherja og mótherja.“
„Einkunnarorð hans hafa löngum verið:
Orð skulu standa.“
„Þolinmóður og lét ekki bugast af
yfirgangi fyrrverandi formanns flokksins.“
1
Jóhanna Sigurðardóttir
„Í stjórnmálum af hugsjón og lét ekki
bjóða sér niðurlægjandi framkomu for-
manns Alþýðuflokksins í sinn garð.“
„Hún er alvörutalsmaður litla fólksins.“
„Tekur stríðið þegar á þarf að halda.“
„Óhrædd og sívinnandi.“
Pétur Blöndal
„Segir hlutina hreint út.“
„Er ekkert að velta því fyrir sér
hvort málflutningur hans sé vel fall-
inn til vinsælda.“
„Hann er moldríkur og leyfir sér
að hafa engan áhuga á þeim smáupp-
hæðum sem pólitíkin skaffar hon-
um.“
Ögmundur Jónasson
„Hjartagóð hamhleypa.“
„Harðduglegur og ósérhlífinn.“
„Það dettur engum annað í hug en að
hann sé að þessu nema af hugsjón.“
Vilmundur Gylfason
„Hann galt fyrir hreinskilnina og hug-
sjónirnar.“
„Sjónarmiðum hans er sífellt haldið á
lofti, enda leyndi hann þeim ekki og barð-
ist fyrir þeim með oddi og egg.“
„Gott dæmi um að stjórnmálamenn
geta líka verið hugmyndafræðingar.“
Guðni Ágústsson
„Hann er einlægur og jafnvel
barnalegur en fólk skilur það sem
hann segir – jafnvel þeir sem eru hvað
mest ósammála honum.“
„Fulltrúi gamalla framsóknargilda
og skammast sín ekkert fyrir það.“
„Hann hélt lífinu í Framsókn og
kveikir vonir um óspillta framtíð hjá
flokknum.“
Davíð Oddsson
„Bæði andstæðingar og samherjar
hafa alltaf vitað hvar þeir hafa hann.“
„Hann boðaði strax nýja línu um að
látið yrði af sértækum aðgerðum í efna-
hagsmálum. Og tókst ótrúlega vel að
standa við það.“
„Langur samfelldur ferill í fremstu röð
segir meira en mörg orð um það traust
sem borið er til hans.“
Geir Hallgrímsson
„Grandvar og góður maður.“
„Fórnaði sér fyrir flokkinn og fór ekki
út í hreinsanir þótt mörgum þætti fullt til-
efni til.“
„Þjóðin fór á mis við mikið að hans
skyldi ekki njóta lengur við í fremstu röð.“
Hjörleifur Gutt-
ormsson
„Oft hafður að athlægi fyrir um-
deildar skoðanir en hefur aldrei látið
bugast eða sveigt af leið.“
„Vinnusamur og kynnir sér málin
betur en flestir aðrir.“
„Einlægur og eldheitur náttúru-
verndarsinni.“
Friðrik Sophusson
„Spilaði vel úr ráðherradómi sínum
og gat farið sáttur út úr pólitíkinni.“
„Þótt hann tilheyrði upphaflega armi
Gunnars Thoroddsen í Sjálfstæðisflokkn-
um var alltaf litið á hann sem mann mála-
miðlana.“
„Oftar en einu sinni var hann kallaður
til og bar klæði á vopnin.“
2 3 4
5 6 7
8 9 10
Aðrir sem kitluðu listann:
Einar Oddur Kristjánsson, Ragnar Arnalds, Árni Sigfússon, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Steingrímur Hermannsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Matthías Á. Mathiesen, Ellert B. Schram,
Jón Kristjánsson, Ómar Ragnarsson, Sigurjón Pétursson, Jón Sigurðsson (Alþýðuflokki), Jón Sigurðsson, (Framsóknarflokki).