Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 10
YFIRGÁFU DRAUMINN VEGNA
ÁLAGS OG LAKRA LAUNA
„Ég næ vel til barna og unglinga og veit að
ég er góður kennari. Fólk sagði við mig að mér
hefði alltaf verið ætluð þessi staða. En ég þurfti
að hætta út af laununum,“ segir Tinna Ástrún
Grétarsdóttir. Hún lauk kennaranámi árið 2005
en ákvað í vor að láta gott heita. „Draumurinn er
úti.“
„Það gengur ekki að vinna bara af hugsjón til
lengri tíma. Ég er ung og barnlaus og ákvað að
nota tækifærið og afla mér frekari menntunar
þannig að ég gæti fengið mannsæmandi laun.“
Tinna fékk um 195 þúsund krónur í grunnlaun
þegar hún hóf störf sem kennari. Á þeim tveimur
árum sem hún var við störf hækkuðu launin um
tíu þúsund krónur.
Bara grín
„Þetta er bara grín. Launin eru ekki í sam-
ræmi við vinnuálag,“ segir Linda Dröfn Grétars-
dóttir. Hún er menntaður sjúkraliði en sá sér ekki
fært að starfa við fagið lengur en í nokkra mán-
uði vegna álags og lágra launa. „Ég hef alltaf haft
áhuga á umönnun fólks. Ætlunin var að fara í
hjúkrunarfræðinám í kjölfar sjúkraliðanámsins.
Ég komst hins vegar að því að vaktavinna hent-
aði mér ekki og launin þaðan af síður.“
Áður en Linda lærði til sjúkraliða hafði hún
aflað sér starfsréttinda sem hársnyrtir og hvarf
hún aftur til þeirra starfa. „Amma mín var
sjúkraliði. Hún var í þessu af einskærri hugsjón.
En þegar maður er kominn með fjölskyldu vega
launin þungt.“
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra-
liðafélags Íslands, segir byrjunarlaun sjúkra-
liða vera rúmar 177 þúsund krónur. „Launin
eru léleg og álagið er gríðarlegt. Þetta fólk er að
vinna þegar aðrir eru í fríi,“ segir Kristín. „Það er
að vinna á kvöldin, um helgar, á nóttunni og á
stórhátíðardögum. Þetta fólk þarf ekki að hugsa
sig lengi um ef því býðst betur launuð vinna þar
sem frekari tækifæri eru á að eyða tíma með fjöl-
skyldunni.“ Kristín segir mikinn vanda að halda
góðu starfsfólki þar sem næga vinnu er að hafa
annars staðar.
Súrrealískar upphæðir
„Auðvitað er sárt að kveðja kennarastarfið,“
segir Bryndís Jóhanna Jóhannesdóttir. „Þótt
ég hafi ekki verið kennari nema í þrjú ár hef
ég starfað sem leiðbeinandi í grunnskóla, á
leikskólum og mikið unnið með börnum auk
þess að eiga þrjú sjálf. Börn eru stór þáttur í mínu
lífi og þau þurfa á okkur fullorðna fólkinu að
halda með leiðsögn og umhyggju. Ég vona að sá
tími komi að hægt verði að snúa aftur í kennslu
og vera sáttur í starfi.“
Bryndís vinnur nú hjá vel stæðu
fjármálafyrirtæki sem veltir milljörðum.
„Hagnaður þess á fyrri hluta ársins var 32,8
milljarðar. Til samanburðar má nefna að
heildargjöld ríkissjóðs til menntamála árið
föstudagur 7. september 200710 Helgarblað DV
Tinna Ástrún Grétars-
dóttir lauk kennara-
menntun en lét af störf-
um sökum óviðunandi
launa. Lindu Dröfn Grét-
arsdóttur fannst hún
ekki ná að sinna sjúkling-
um nægilega vegna hraða
og álags. Hún hætti sem
sjúkraliði eftir örfáa mán-
uði í starfi. Bryndís Jó-
hanna Jóhannesdóttir er
fyrrverandi kennari en
starfar nú hjá fjármála-
fyrirtæki. Hagnaður þess
á fyrri hluta ársins var
svipaður og útgjöld
ríkisins til menntamála á
öllu síðasta ári.
Skólastúlkur tinna fékk um 195 þúsund krónur í
grunnlaun þegar hún hóf störf sem kennari. Á
þeim tveimur árum sem hún var við störf hækkuðu
launin um tíu þúsund krónur.
Rúmliggjandi „Ég náði ekki að gera það sem ég
vildi gera sökum anna. Það fór fyrir brjóstið á mér,“
segir Linda.