Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 7. september 200762 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Blaðamenn og ljósmyndarar
á vegum hönnunartímaritsins
Wallpaper eru mætti hing-
að til lands til þess að mynda
kaffihúsið
og skemmti-
staðinn Prik-
ið. Það er
mjög mikil
viðurkenning
að komast á
glanssíður
tímaritsins
enda virt í
sínum geira og því verður þetta
að teljast prýðis auglýsing fyrir
Prikið.
n Stöð 2 sýndi í vikunni kvik-
mynd byggða á ævi leikkonunn-
ar �a�al�e
Wood.
Mörgum
sjónvarps-
áhorfendum
leið eins og
þeir væru
að horfa á
söngkon-
una B�rg���u
Haukdal allan tímann, enda
þær fögru konur svo ótrúlega lík-
ar að Birgitta gæti hæglega verið
dóttir Natalíu.
n Á heimasíðunni odd�es.com
er að finna lista yfir undarlega
hluti hvaðanæva úr heiminum.
Á lista yfir undarlegustu söfn í
heiminum
situr reður-
safnið á Ís-
landi í fyrsta
sæti en þar
er fjallað um
það að á reð-
ursafninu sé
einna helst
að finna reðra
af íslenskum dýrum en einnig
leynast þar reðrar af erlendum
og framandi spendýrum auk list-
sýninga tengdar reðrum. Fast á
hæla reðrasafnsins fylgir banda-
ríska klósettsafnið.
n Dýraverndunarsinnar eru æfir
eftir að hafa lesið viðtal í DV á
miðvikudaginn við menn sem
stunda það að drepa dýr á einka-
búgörðum í Suður-Afríku. Eink-
um og sér í lagi fóru fyrir brjóstið
á lesendum
eftirfarandi
ummæli
Jóhannesar
S�efánsson-
ar í Múla-
kaffi: „Dýrin
hafa í raun
ekkert svig-
rúm, enda
girt af, en maður þarf samt að
finna þau og hitta. Þetta er mjög
þægilegt og einfalt skytterí.“
Hinn dáði kokkur fékk marga
mínusa fyrir að kalla dráp á inni-
lokuðu dýri „veiðimennsku“.
Hver er konan?
„Ég er Stefanía Eir Vignisdóttir.“
Hvar ólst þú upp?
„Ég ólst upp á Akureyri.“
Hvað drífur þig áfram?
„Ætli það sé ekki bara jákvæðnin?“
Eftirminnilegasta bókin
„Barn náttúrunnar, það er svo
falleg bók og ég hef lesið hana alveg
milljón sinnum. Þetta er ein besta
barnaminningin mín en ég var alltaf
að lesa hana þegar ég var lítil.“
Eftirminnilegustu tónleikar?
„Tónleikar Miriam Makeba í Laug-
ardalshöllinni, þeir voru haldnir í maí
í fyrra og þeir voru eitthvað svo falleg-
ir og skemmtilegir. Miriam er í miklu
uppáhaldi hjá mér þessa dagana.“
Hefur þú búið erlendis?
„Já, ég var skiptinemi í ár í Gvate-
mala og svo bjó ég í Mósambík í hálft
ár þar sem ég var að byggja fræðslu-
miðstöð fyrir ungt fólk.“
Af hverju fórstu að starfa við
þróunaraðstoð?
„Ég hafði haft áhuga á því alveg
heillengi en ég held ég hafi bara verið
um tíu ára þegar áhuginn á sjálfboða-
vinnu kviknaði hjá mér.“
Af hverju valdirðu Mósambík?
„Ég var alltaf ákveðin í að fara eitt-
hvert í Afríku en svo las ég grein um
íslenska konu sem býr úti í Mósamb-
ík og setti mig í samband við hana
en hún er einmitt að vinna fyrir Þró-
unarsamvinnustofnunina úti í Mós-
ambík.“
Hvað stendur upp úr eftir
dvölina í Mósambík?
„Svona eftir á að hyggja held ég að
það sé allt fólkið sem maður kynnt-
ist og allir litlu krakkarnir sem hengu
alltaf utan í manni.“
Hvað kom þér mest á óvart úti?
„Hvað það var ógeðslega mikið af
rottum. Það var bara allt fullt af rott-
um, þær búa í öllum húsþökum og
ég þurfti bara að gjöra svo vel að læra
að lifa með þeim.“
Hvernig var að flytja aftur heim?
„Það vandist í rauninni bara strax,
það er alltaf erfitt að koma aftur í sið-
menningu en jafnframt alveg voða-
lega gott. Það er að sjálfsögðu gríð-
arlega mikill munur á Mósambík og
Reykjavík.“
Er meiri þróunarvinna fram
undan hjá þér?
„Það er ekki á dagskránni í bráð
fyrir utan skipulagningu styrktartón-
leika sem fara fram á laugardaginn í
Iðnó til styrktar Mósambík.“
Hverju viltu breyta?
„Ég myndi vilja að ég og allir hinir
myndum losna við alla fordóma.“
Hvað heillar þig?
„Dagdraumarnir mínir.“
Hvað er fram undan?
„Ég er að skipuleggja styrktar-
tónleikana og svo er ég á leiðinni til
Barcelona í ljósmyndunarnám.“
Eitthvað að lokum?
„Já, ég vil hvetja sem flesta til að
koma og kíkja á tónleikana á laugar-
daginn og bið ég áhugasama um að
setja sig í samband við okkur ef þeir
vilja taka við verkefninu sem við sett-
um á laggirnar úti í Mósambík. Einnig
bendi ég á Myspace-síðuna myspace.-
com/zambeziana.“
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
xx
xx
xx
+21
7
+13
7
xx
xx
xx
xx
+13
7
+12
7
+9
4
xx
xx
xx
xx
xx
xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
+xx
+xx +xx
+xx
+xx
+xx
xxxx
xx
xx
+11
4
xx
+9
12
+11
7
xxxx
xx
xx
+17
4
+12
4 xx
+12
4
xx
+11
4
+9
7
xx
xx
+9
7 xx
+12 7
xx
xx
-xx
-xx
MAÐUR
DAGSINS
Heilluð af
dagdraumunum
Stefanía Eir hefur búið
í Mósambík í hálft ár þar sem
hún vann ásamt Charlotte vin-
konu sinni við að byggja upp-
lýsingamiðstöð fyrir ungt fólk.
Nú leita stelpurnar að arftaka
fyrir verkefnið og ætla að halda
styrktartónleika í Iðnó á laug-
ardagskvöldið þar sem þær
vekja athygli á verkefninu.
Rigning og meiri rigning
Ég var spurður að því í heita pottinum að úr
því að sumarið hefði verið þurrt, það er um
miðbik þess, átta til níu vikur, þýddi það þá
að við fengjum yfir okkur jafnlangt
vætutímabil? rigningartíðin nú hófst um 20.
ágúst og síðan þá er búið að vökva vel af
himnum ofan, síður þó austanlands en
vestan. ekki veit ég hversu lengi rakinn af
atlantshafinu ætlar að sækja hingað, en
nokkuð víst er að það verður að minnsta
kosti vel fram í næstu viku. eftir fremur
vætusama viku má gera ráð fyrir ágætasta
veðri um mestallt land framan af laugardeg-
inum. Á austur- og suðausturlandi er meira
að segja spáð ágætishlýindum eða hita allt
að 15 til 17°C og sólin sýnir sig víða. síðdegis
er síðan von á nýrri lægð úr vestri og hún
verður nokkuð eindregin rigningin
suðvestan- og vestanlands aðfaranótt
sunnudagsins. ekki svo hvass, enda er þessi
lægð á hraðferð og á sunnudag komin
skammvinn norðanátt. Þá með úrkomu
norðaustan- og austanlands um
tíma, en sunnanlands og vestan
léttir til. eftir helgina eru síðan
nýjar lægðir væntanlegar og
sumum þeirra nú þegar spáð
vænlegum lífdögum í návist
Íslands. Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur
�ýJar
ÍSle�Skar
þJóðSögur
Það var í lítilli flugvél sem var notuð í áætlanaflug innanlands. Farþegarnir voru níu, auk flugmanns.
Lengi var tvísýnt með flug sökum
veðurs. Einn farþeganna, hávax-
inn karlmaður sem meðal annars
var klæddur hnéháum gúmmí-
stígvélum, sat aftast.
Ferðin sóttist svo sem ágæt-
lega miðað við veður. Þegar um
fimmtán mínútna flug var eftir,
sneri flugmaðurinn sér við í sæti
sínu og ávarpaði mann um miðja
vél og bað hann að spyrja þann
stóra sem sat aftast að koma fram
í vélina og tala við sig. Hann ætl-
aði að biðja hann að sitja á gólf-
inu í lendingunni því hann þurfti
þunga fram í vélina.
Maðurinn sneri sér við og bað
þann langa að tala við sig.
„Hvað?“ sagði sá langi og virtist
greinilega hræddur í þéttsetinni
flugvél í vafasömu veðri. „Flug-
maðurinn vill tala við þig,“ svar-
aði hinn maðurinn. „Tala við mig,
hvað vill hann mér?“ „Hann ætlar
að biðja þig um
að leysa sig af
á meðan hann
fer á klósettið,“
laug maður-
inn sem sat um
miðja vél. Auð-
vitað var ekkert
klósett í vélinni.
Því trúði hins vegar langi maður-
inn sem sat aftast í vélinni. Hann
fölnaði og tók að skríða fram
stuttan og þröngan gang vélar-
innar. Þegar hann staðnæmdist
við sæti þess sem sat um miðja
vélina beygði sig fram og stamaði
í eyra flugmannsins: „Viltu tala
við mig?“ Hann bar öll merki
kvíða, hafði aldrei stýrt flugvél.
„Já,“ sagði flugmaðurinn og sagð-
ist þurfa að biðja hann að sitja á
gólfinu þar sem hann þyrfti meiri
þunga fram í vélina. Þrátt fyrir
hræðsluna og óttann var langa
manninum í gúmmístígvélunum
létt. Skelfdur horfði langi mað-
urinn í augu hins, ekki glaður, og
sagði ákveðinni röddu: „Þú ert
meira helvítis fíflið.“
(Úr s�ríðn�ssögum)
DVMYND Ásgeir