Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 28
„Ég ætlaði aldrei að verða prest- ur,“ segir Vörður Leví Traustason, prestur og forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu. „Ég held að Guð hafi einfaldlega leitt mig í þessa stöðu.“ Vörður Leví er ekki prestlærður, heldur alinn upp í söfnuðinum. For- eldrar hans voru báðir í söfnuðinum og föðuramma Varðar og langamma voru meðal stofnenda safnaðarins í Vestmannaeyjum. „Amma mín og langamma voru meðal þeirra fyrstu sem tóku á móti trúnni. Ég ólst því upp í söfnuðinum í Vestmannaeyjum þar sem öll tólf systkini pabba voru einnig,“ segir Vörður. „Eftir því sem ég eltist og reynsl- an varð meiri varð ég þakklátari fyrir að hafa varðveist frá ýmsu sem mað- ur hefði getað leiðst út í. Svo hef ég kynnst bakhliðum lífsins, sérstaklega á þeim 13 árum sem ég starfaði sem lögreglumaður. Þá sá ég eymdina og volæðið og varð þá ákaflega þakk- látur fyrir að hafa alist upp í hvíta- sunnusöfnuðinum,“ segir Vörður. Lærði bifvélavirkjun Hann lærði bifvélavirkjun og vann við það í Noregi í fjögur ár er hann flutti þangað með norskri konu sinni, Esther. „Svo fundum við bæði fyrir því að Guð kallaði okkur til Íslands.“ Þau sneru aftur og fóru til Akureyrar en í stað þess að halda áfram í bifvélavirkjun ákvað Vörður að fara í lögregluna. „Árin mín í lögreglunni voru gríðarlega lærdómsrík. Á sama tíma var ég forstöðumaður hvítasunnusafnaðarins á Akureyri. Ég hef stundum verð spurður að því hvort það hafi ekki verið andstæður. Það veitti mér hins vegar mjög mörg tækifæri til að biðja með fólki, bæði þegar ég var á göngu niðri í miðbæ á kvöldin og næturnar. Ég hitti oft fólk sem var langt niðri eða leið illa og bað mig um að biðja með sér. Ég fór með það í næði og bað með því.“ Vörður Leví er prestur hvíta- sunnusafnaðarins sem telur um þús- und manns. Ekki er hægt að ganga í söfnuðinn með því að skrá sig í hann á Hagstofunni eins og er með flesta söfnuði, að sögn Varðar. „Hér tek- ur fólk trú, frelsast eins og við segj- um, og velur að ganga inn í söfnuð- inn, taka niðurdýfingarskírn sem er vitnisburður um að fólk sé að ganga inn í kirkjuna af heilindum. Við höf- um ekkert að gera með tíu þúsund manna kirkju þar sem einn sjötti mætir reglulega. Stór hluti af söfnuð- inum er mjög virkur.“ Meðlimir Hvítasunnukirkjunn- ar trúa á Biblíuna og allt það sem í henni stendur. „Við reynum að fara eftir því sem þar stendur. Við slepp- um ekki því sem hentar ekki, ekki frekar en við sleppum einhverjum umferðarreglum sem við erum ekki alveg sátt við.“ Hann segir að Hvítasunnukirkjan sé ekki sértrúarsöfnuður og bend- ir á að á heimsvísu séu meðlimir kirkjunnar alls um 500 milljónir. Til samanburðar séu meðlimir lútersku kirkjunnar um 60 milljónir. „Sértrúar er rangt orð. Af hverju er sjálfsagt að líta á Þjóðkirkjuna eða lútersku trúna sem hina eina réttu?“ spyr hann. „Við köllum okkur ekki sértrúarsöfn- uð. Við köllum okkur fríkirkju,“ segir hann. Guð setur eitthvað í mann En hvað er það sem gerir honum kleift að hjálpa öðrum? „Ég held að Guð setji eitthvað í mann svo mann hungri í að hjálpa öðrum. Nú talar Biblían um ýmsa þjónustu, trúboði, postuli, kennari, hirðir sem á að vera í hverri kirkju. Ég finn mig sterkastan sem hirði, að taka utan um aðra, hjálpa þeim, uppörva þá, hvetja þá, það er það sterkasta í mér. Ég og konan mín erum mjög samstiga í því að taka utan um fólk, kannski af því að við sjáum neyðina, við sjáum einstaklinga sem hafa orðið eiturlyfjum að bráð eða áfenginu, sem þrá virkilega að losna út úr því. Þegar maður sér Guð geta breytt lífi fólks langar mann að vera verkfæri í hendi Guðs,“ segir Vörður. Eftir að Vörður og Esther höfðu unnið og starfað á Akureyri í 17 ár fundu þau fyrir því að þau þyrftu á breytingum að halda. Þau ákváðu að taka sér ársfrí og fóru til Noregs og unnu á meðferðarheimili. „Þá feng- um við beiðni um að koma heim og taka við söfnuðinum hér. Mér fannst það reyndar frekar stór biti en við fundum bæði að Guð leiddi okkur í þetta og ákváðum við því að segja já við því. Hér höfum við verið í ára- tug og söfnuðurinn hefur vaxið mjög á þeim tíma,“ segir hann. „Ég myndi segja að Guð hafi gefið mér náð.“ Fyrir tveimur árum voru þau síð- an valin til að vera hirðar hreyfing- arinnar. „Við notum orðið hirðir, við notum ekki orðið biskup. Okkar þjónusta er að taka utan um söfn- uðina úti á landi og styrkja þá, vera hirðar hirðanna, forstöðumenn for- stöðumannanna án þess að ég sé einhver páfi eða biskup. Í því felst líka að ég er talsmaður hvítasunnu- hreyfingarinnar á Íslandi út á við.“ Samþykkja ekki samkynhneigð Hvítasunnusöfnuðurinn sam- þykkir ekki samkynhneigð. „Sam- kynhneigðir eru einstaklingar sem Guð elskar. Við höfum ekki efni á að lítilsvirða þá eða aðra en út frá Guðs orði getum við ekki samþykkt sam- kynhneigð. Þetta er eins og margt annað, þetta á ekki bara við um sam- kynhneigð, til dæmis lauslæti. Það er líka eitt af því sem Guð vill ekki að við gerum vegna þess að við eigum að varðveita líkama okkar.“ En er Vörður Leví alveg innst í hjarta sínu sannfærður um að það að samþykkja ekki samkynhneigð sé í anda Guðs? „Já, vegna þess að Guð hefur skapað okkur. Hann skapaði manninn og konuna fyrir hvort ann- að, þannig gerði hann okkur. Ef hann hefði viljað að karlmenn væru með karlmönnum og konur með kon- um hefði hann skapað okkur svolítið öðruvísi. Í gegnum okkar starf höfum við séð að það eru svo margar afleið- ingar af því sem fólk gerir.“ föstudagur 7. september 200728 Helgarblað DV Læknar samkynhneigð Vörður Leví Traustason er prestur hvítasunnusafnaðarins Fíladelfíu. Hann ætlaði aldrei að verða prestur. Starfaði við bifvélavirkjun og var lögreglu- þjónn um áraraðir en fann svo að Guð kallaði á hann í þjónustu sína. Hvíta- sunnufólk hafnar þróunarkenningunni og trúir því að Guð hafi skapað mann- inn í þeirri mynd sem hann er. Það samþykkir ekki samkynhneigð og Vörður segist geta hjálpað samkynhneigðum til betra lífs með hjálp Guðs og bænar- innar. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við hann. með Guðs hjálp Vörður Leví um kirkjuna: „Kirkjan hér er ekki fullkomin. Ég lít oft á hana sem bílaverkstæði, þangað koma klesstir bílar, ryðgaðir, bremsulausir og í alls konar ásigkomulagi. Þeir fara hins vegar út af verkstæðinu í lagi. Þannig er kirkjan. fólk kemur hingað í alls kyns ásigkomulagi en meistarinn hér er Jesús sjálfur.“ „Karlmennirnir eiga að vera höfuð heimilisins, fyrst og fremst andlegt höfuð heimilisins. Þeir eiga að vera þessi hlíf konunnar sinnar og barnanna sinna, þessi andlega vernd.“ „Samkynhneigðir eru einstaklingar sem Guð elskar. Við höfum ekki efni á að lítilsvirða þá eða aðra en út frá Guðs orði getum við ekki samþykkt samkyn- hneigð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.