Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 46
föstudagur 7. september 200746 Helgarblað DV Bananabrauð með kanil og hnetum Hráefni: 100 g smjör, mjúkt 175 g hunang 2 egg 2 stórir þroskaðir bananar, skornir í bita ½ msk kanill 225 g hveiti 50 g valhnetur 50 g brasilíuhnetur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. smyrjið stórt bökunarform. setjið smjör, hunang, egg, banana, kanil og hveiti í matvinnsluvél og hrærið. bætið í hnetum og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Hellið í bökunarform og bakið í 35–40 mínútur. Kælið í forminu í 10 mínútur. berið fram heitt eða kalt með smjöri. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín KampavínskokkteillHægt er að útbúa ýmis sparileg tilbrigði við kampavín með einföldum hætti. ein leiðin er að blanda ferskum sítrónusafa og 20 ml af Cointreau út í eina flösku af kamapavíni og bera fram. að sjálfsögðu má notast við freyðivín í stað kampavínsins. Hafþór Sveinsson, matreiðslumaður á Silfri. Meistarinn Bláberja/ súkkulaðikaka Á hressilegum rigningardegi er fátt eins sjarmerandi og að baka köku handa börnunum, kveikja á kertum og njóta þess að vera inni við. bláber setja svip sinn á þennan árstíma og hér er uppskrift að góðri bláberja-súkkulaði- köku. 110 g ósaltað smjör 75 g dökkt súkkulaði 2 stór egg 225 g sykur 1 teskeið vanillusykur 75 g hveiti 75 g frosin bláber 75 g valhnetur Hitið ofninn í 180°C. smyrjið 24 cm ferkantað kökumót og setjið smjörpappír í botn og hliðar. bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Hrærið varlega saman þegar bráðið og takið af hellunni. Þeytið eggin, sykur og vanillusykur þar til froðukennt. Hellið súkkulaði/smjörblöndunni varlega saman við og bætið við hveitinu, að undanskilinni 1 matskeið. Veltið frosnum bláberjunum upp úr afgangnum af hveitinu og bætið þeim og valhnetunum út í blönduna. bakið í miðjum ofni í 50 mínútur. Kökurnar eiga að vera stökkar að ofan, mjúkar að neðan. Kælið í forminu, takið úr og skerið í ferninga. uppsKrift að túnfisKsforrétti fyrir fjóra l 400 g túnfiskur l 30 g sítrónusafi l 200 g soyasósa l 20 g wasabi Aðferð : Túnfiskurinn er steiktur. Því næst er wasabi, sítrónusafa og soyasósu blandað saman og tún- fiskurinn marineraður í vökvanum í tvo tíma. aspas- og papriKusalat l 2 stk. paprika l 4 stk. aspas l 1/2 dl extra virgin ólífuolía l örlítið sjávarsalt (helst maldon) Aðferð: Paprikan er bökuð og flysjuð. Því næst er asp- asinn flysjaður og soðinn. Paprikan og aspasinn eru svo skorin í strimla og blandað vel saman. portVínsgljÁi l 1 dl portvín l 1 dl balsamico l 1/2 cihili l 1 tsk. hunang Aðferð: Öllu er blandað saman og soðið niður um helming. trufflumayones 50 g gunnars mayones og 5 g af truffluolíu hrært saman. Að lokum eru tvær tegundir af hnetum (fer eft- ir smekk hvaða hnetur eru notaðar hverju sinni) hakkaðar saman og þeim stráð yfir túnfiskinn og rétturinn borinn fram með ristuðu brauði. á asíska vísu Hafþór Sveinsson lærði kokkinn á Hótel Holti á árunum 1999 til 2004 en eftir útskrift hóf hann störf sem kokkur á Holtinu. Þaðan fór Hafþór á Sjávarkjallarann þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður og vaktstjóri í tvö og hálft ár en nú hafa hann og Jóhannes Steinn Jóhannesson tekið við yfirmatreiðslumannastöðu á veitingastaðn- um Silfri á Hótel Borg. TÚNFISKSFORRÉTTUR d V m yn d st ef án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.