Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 46
föstudagur 7. september 200746 Helgarblað DV Bananabrauð með kanil og hnetum Hráefni: 100 g smjör, mjúkt 175 g hunang 2 egg 2 stórir þroskaðir bananar, skornir í bita ½ msk kanill 225 g hveiti 50 g valhnetur 50 g brasilíuhnetur Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. smyrjið stórt bökunarform. setjið smjör, hunang, egg, banana, kanil og hveiti í matvinnsluvél og hrærið. bætið í hnetum og hrærið þar til allt hefur blandast saman. Hellið í bökunarform og bakið í 35–40 mínútur. Kælið í forminu í 10 mínútur. berið fram heitt eða kalt með smjöri. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín KampavínskokkteillHægt er að útbúa ýmis sparileg tilbrigði við kampavín með einföldum hætti. ein leiðin er að blanda ferskum sítrónusafa og 20 ml af Cointreau út í eina flösku af kamapavíni og bera fram. að sjálfsögðu má notast við freyðivín í stað kampavínsins. Hafþór Sveinsson, matreiðslumaður á Silfri. Meistarinn Bláberja/ súkkulaðikaka Á hressilegum rigningardegi er fátt eins sjarmerandi og að baka köku handa börnunum, kveikja á kertum og njóta þess að vera inni við. bláber setja svip sinn á þennan árstíma og hér er uppskrift að góðri bláberja-súkkulaði- köku. 110 g ósaltað smjör 75 g dökkt súkkulaði 2 stór egg 225 g sykur 1 teskeið vanillusykur 75 g hveiti 75 g frosin bláber 75 g valhnetur Hitið ofninn í 180°C. smyrjið 24 cm ferkantað kökumót og setjið smjörpappír í botn og hliðar. bræðið smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Hrærið varlega saman þegar bráðið og takið af hellunni. Þeytið eggin, sykur og vanillusykur þar til froðukennt. Hellið súkkulaði/smjörblöndunni varlega saman við og bætið við hveitinu, að undanskilinni 1 matskeið. Veltið frosnum bláberjunum upp úr afgangnum af hveitinu og bætið þeim og valhnetunum út í blönduna. bakið í miðjum ofni í 50 mínútur. Kökurnar eiga að vera stökkar að ofan, mjúkar að neðan. Kælið í forminu, takið úr og skerið í ferninga. uppsKrift að túnfisKsforrétti fyrir fjóra l 400 g túnfiskur l 30 g sítrónusafi l 200 g soyasósa l 20 g wasabi Aðferð : Túnfiskurinn er steiktur. Því næst er wasabi, sítrónusafa og soyasósu blandað saman og tún- fiskurinn marineraður í vökvanum í tvo tíma. aspas- og papriKusalat l 2 stk. paprika l 4 stk. aspas l 1/2 dl extra virgin ólífuolía l örlítið sjávarsalt (helst maldon) Aðferð: Paprikan er bökuð og flysjuð. Því næst er asp- asinn flysjaður og soðinn. Paprikan og aspasinn eru svo skorin í strimla og blandað vel saman. portVínsgljÁi l 1 dl portvín l 1 dl balsamico l 1/2 cihili l 1 tsk. hunang Aðferð: Öllu er blandað saman og soðið niður um helming. trufflumayones 50 g gunnars mayones og 5 g af truffluolíu hrært saman. Að lokum eru tvær tegundir af hnetum (fer eft- ir smekk hvaða hnetur eru notaðar hverju sinni) hakkaðar saman og þeim stráð yfir túnfiskinn og rétturinn borinn fram með ristuðu brauði. á asíska vísu Hafþór Sveinsson lærði kokkinn á Hótel Holti á árunum 1999 til 2004 en eftir útskrift hóf hann störf sem kokkur á Holtinu. Þaðan fór Hafþór á Sjávarkjallarann þar sem hann starfaði sem matreiðslumaður og vaktstjóri í tvö og hálft ár en nú hafa hann og Jóhannes Steinn Jóhannesson tekið við yfirmatreiðslumannastöðu á veitingastaðn- um Silfri á Hótel Borg. TÚNFISKSFORRÉTTUR d V m yn d st ef án

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.