Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 43 Gull oG eðalsteinar íshokkíleikmannsins metið í skólann hérna úti og tek því sveinsprófið mitt í október 2009.“ Vann í steypiríinu í ár Partur af gullsmíðanáminu er að komast á samning sem nemi hjá gullsmið og má segja að Breki hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann fór að leita sér að námssamningi en hann er í læri hjá hinum þekkta gullsmið, Ole Lyyngard. „Ole er annar þekktasti gullsmiður Danmerkur á eftir Georg Jensen en Jói, félagi minn, lærði hjá honum og reddaði mér viðtali. Ég fékk reyndar ekki samning alveg strax því það var ekki laust nemapláss þegar ég sótti um. Ég fékk síðan hringingu þar sem mér var sagt að ég mætti koma og vinna í svokölluðu steypiríi í ár þar til ég kæmist á samning.“ Jónas tók þeirri vinnu og var í steypiríinu í ár þar til í janúar síðastliðnum þegar hann komst á námssamninginn. „Þar sem þetta er svona gríðarlega stórt fyrirtæki eru hlutirnir oft fjöldaframleiddir og unnir í steypiríinu. Þar er allt fyrst búið til úr vaxi og því næst steypt í gull. Það var mjög mikil reynsla fyrir mig að fá að vinna þarna og læra eitthvað sem er annars takmarkað kennt í skólanum. Ég hefði til dæmis að öllum líkindum ekki haft tök á að gera mikið af þeim skartgripum sem ég er að gera í dag ef ég hefði ekki unnið í steypiríinu og lært svona mikið þar.“ Gerir það sem hann langar til Skartgripirnir hans Breka eru mjög fjölbreyttir en hann hannar skart fyrir bæði stelpur og stráka. „Það er mjög erfitt að lýsa skartinu mínu á ákveðinn hátt en ég held ég geti allavega sagt að það sé frekar ævintýralegt en ég hef alltaf bara gert það sem mig langar að gera og geri í raun hvað sem er. Ég vinn mikið með bogalaga form og fallega steina fyrir stelpurnar. Ég hef líka hannað mjög mikið fyrir stráka því mér finnst alveg vöntun á töff skarti fyrir karlkynið og þar hef ég unnið mikið með hauskúpuþema,“ segir Breki en bætir því við að hann geti smíðað hvað sem er og þegar fólk hafi samband við hann í gegnum heimasíðuna hans geri hann það sem viðskiptavinirnir óska eftir. „Ég er ekkert með neitt verð eða beint að selja neitt inni á myspace-síðunni minni en þar eru samt myndir af því sem ég hef verið að gera og fólki er velkomið að hafa bara samband við mig ef það hefur áhuga á að kaupa eitthvað frá mér.“ Safnar eðalsteinum „Ég er byrjaður að vinna mikið með gull og silfur og hvítagull að undanförnu og er farinn að safna að mér miklu af eðalsteinum,“ segir Breki spurður um uppáhalds efniviðinn sinn. „Ég kaupi flesta eðalsteinana frá Taílandi en það er maður að vinna með mér sem er sérfræðingur í eðalsteinum og gengur alltaf úr skugga um að allir steinarnir sem ég kaupi séu ekta. Þú þarft að vera sérfræðingur til að geta séð það og það er notað sérstakt tæki til að greina hvort um ekta eða gervisteina er að ræða. Það er alls ekkert sjálfgefið að þótt maður sé gullsmiður sjái maður muninn. Það er eins með demantana, það er mikið af fólki sem kaupir sér ódýra demantshringa úti á Spáni eða í sólarlöndum en í níutíu og níu prósentum tilvika er fólk að fjárfesta í skartgripum með svokölluðum zirkon-steinum eða gervidemöntum.“ Planið að opna verslun Jónas Breki býr ásamt kærust- unni sinni henni Gúrý og eins árs gamalli dóttir þeirra á Islands- brygge í Kaupmannahöfn og líkar fjölskyldunni lífið í Danmörku eink- ar vel. „Kærastan mín hefur verið að læra fatahönnun hér úti en tók sér smá pásu eftir að við eignuðumst Ísabellu svo hún á þrjá mánuði eftir af náminu sínu. Hún heldur líka úti tískuverslun á myspace sem heit- ir Shop Copenhagen. Þar selur hún tískuföt sem hún bæði kaupir inn og hannar svo sjálf alveg helling af föt- um. Það má því segja að við séum svona eins konar hönnunarpar,“ segir Jónas og hlær. „Planið hjá okkur er svo að opna verslun hérna í Kaupmannahöfn ásamt Einari Þór, félaga okkar, en hann hefur verið að hanna mjög flott leðurarmbönd undir merkinu Thors Design. Ætlunin er þá að opna verslun fyrir stráka og stelpur sem selur fatnað og skart. Ég reyndar mætti ekki opna verslun undir mínum merkjum á meðan ég vinn hjá svona stóru fyrirtæki því vinnuveitendur mínir samþykkja það ekki og líta á allt sem samkeppni,“ segir Jónas en vörumerki hans er Breki design. „Ég myndi þá bara selja svona einn og einn gullhring eða eitthvað þar til ég er búinn með námið,“ segir íshokkíleikmaðurinn og gullsmiðurinn Jónas Breki að lokum. Hægt er að kaupa fatnað eftir Gúrý á síðunni myspace.com/shopcopenhagen og skoða myndir af verkum hans Breka á síðunni myspace.com/brekidesign. „Það er mjög erfitt að lýsa skartinu mínu á ákveðinn hátt en ég held ég geti allavega sagt að það sé frekar ævintýralegt en ég hef alltaf bara gert það sem mig langar að gera og geri í raun hvað sem er. Ég vinn mikið með bogalaga form og fallega steina fyrir stelpurnar.“ Jónas Breki Íshokkíleikmaður og gullsmiður. „Ég fékk alveg delluna eftir þetta námskeið en ákvað að reyna ekkert að komast á samning fyrr en ég væri hættur í hokkíinu því ég vildi náttúrulega fyrst og fremst verða atvinnu- maður í hokkí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.