Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 56
föstudagur 7. september 200756 Helgarblað DV
TónlisT
Í kvöld, föstudag, mun plötusnúðurinn Chris
Lake spila á Broadway á vegum Techno.is
en einnig munu þeir Exos, Danni Bigroom
og plötusnúðateymið Plugg‘d þeyta skífum.
Chris Lake er eitt heitasta nafnið innan
danstónlistarheimsins í dag en hann skaust
upp á stjörnuhimininn með laginu Changes
sem náði gríðarlegum vinsældum um allan
heim. Í kjölfarið gaf hann út sumarsmellinn
Carry me Away sem ætti að vera Íslendingum
góðkunnugt. Chris Lake hefur ferðast hringinn í
kringum hnöttinn á örskömmum tíma og spilað
á öllum helstu og stærstu skemmtistöðum
og klúbbum heims. Chris kom sjóðheitur til
landsins eftir að hafa spilað á Ibiza eftir vel
heppnaðan Ástralíu- og Asíutúr. Í október
hyggst hann svo skella sér í tónleikaferð um
Suður-Ameríku.
Plötusnúðurinn hefur fengið mikinn stuðning og
hrós frá nokkrum af þekktari dansplötusnúðum
heimsins í dag, meðal annars Sasha, Sander
Kleinenberg og Pete Tong sem sér um
danstónlistarþáttinn The Essential Mix. Tong
kynnti Chris sem eina björtustu von Skotlands í
útvarpsþætti sínum eftir að Chris gaf út plötuna
Essential New Tune. Hægt er að nálgast miða á
þennan stórdanstónlistarviðburð í verslun All
Saints í Kringlunni og er miðaverð tvö þúsund
krónur. Allar nánari upplýsingar um viðburðinn
er hægt að nálgast inni á techno.is.
Hip hop-kvöld
á Organ
Á skemmtistaðnum Organ mun verða
haldin heljarinnar hip hop-gleði á
morgun, laugardag. tilefnið er að ný
og endurbætt heimasíða, hiphop.is,
verður
opnuð sama
dag. Þeir
sem fram
koma á
Organ eru
meðal
annarra
móri, sesar a
auk blaz
roca, bent
og dabbi t .
einnig verða
óvæntar uppákomur og lifandi hip
hop-tónlist allt kvöldið. aldurstak-
mark er tuttugu ár og miðaverð
einungis fimm hundruð krónur.
Tónlistarakademía DV segir
Hlustaðu á þessa!
Carry around – annuals
an end has a start – editors
Carry on – Chris Cornell
the midnight Circus – Vilhelm
With Lasers – bonde de role
Endurkoma
Zeppelin
forsprakki Led Zeppelin, robert plant,
hefur nú staðfest að sveitin ætli að
koma saman á nýjan leik í lok árs.
mikið hafði verið talað um endur-
komu
sveitarinnar
en ekkert
fengist
staðfest þar
til aðdáandi
plants mætti
honum á
förnum vegi
í fyrradag og
tók hann tali
en plant
sagðist vera
á leiðinni að hitta hina meðlimi
sveitarinnar, þá Jimmy page og John
paul Jones. aðdáandinn setti sig strax
í samband við tónlistaratímaritið Nme
sem hafði samband við plant og
spurði hann nánar út í endurkomuna.
plant svaraði þá: „Já, við ætlum að
hittast í kvöld en það er svo sem ekki
mikið að tala um þar sem það verða
einungis haldnir einir tónleikar.“
Mega 90‘s helgi
Heljarinnar 90‘s helgi er fram undan
en Curver og Kiki Ow hafa gert allt
vitlaust með 90‘s tónlist og glowsticks
á Nasa í síðustu partíum. Nú er
Curver aftur
á móti
fluttur til
New York en
kom
sérstaklega
til landsins
til að standa
fyrir 90‘s
gleði, bæði á
akureyri og í
reykjavík. Í
kvöld,
föstudagskvöld, er partíið á sjallanum
akureyri en annað kvöld verður það á
skemmtistaðnum Nasa við austur-
völl. miðasala fyrir partíið á akureyri
fer fram á Café amor og í pennanum
en fyrir partíið á Nasa er hægt að
nálgast miða á midi.is og í versluninni
spúútnik.
Eitt þekktasta nafnið innan danstónlsitarheimsins í dag er plötusnúðurinn Chris
Lake en hann mun skemmta dansþyrstum Íslendingum á skemmtistaðnum
Broadway í kvöld.
Chris Lake þeytir skífum á Broadway: Chris Lake spiLar Á brOadWaY Í KVöLd
Tónlistarmaðurinn halldór Örn rúnarsson ákvað ásamt Mása félaga sínum að senda
inn lagið Day Like This One í tónlistarkeppni sem Levi‘s og Vice-útgáfufyrirtækið
standa fyrir á Norðurlöndum. Lagið er nú í þrettánda sæti yfir mest spiluðu lögin af
rúmlega fimm hundruð lögum sem taka þátt í keppninni en tólf lög verða valin á
sérstakan Levi‘s-geisladisk.
Gallabuxnafyrritækið Levi‘s í samvinnu við Vice-útgáfufyrir-
tækið hefur undanfarið staðið fyrir lagakeppni á Norðurlönd-
um en fyrirtækin leita eftir tólf skandinavískum lögum til að
fara á sérstakan Levi‘s-geisladisk auk þess sem eitt af sigurlög-
unum verður notað sem sérstakt þemalag fyrir Levi‘s. Um fimm
hundruð lög eru í keppninni og þar af níutíu og átta lög frá Ís-
landi. Halldór Örn Rúnarsson er einn af þeim sem ákváðu að
taka þátt en lagið hans, Day Like This One, situr í þrettánda sæti
yfir mest spiluðu lögin í keppninni og má með sanni segja að
það sé gríðargóður árangur. „Ég er í hljómsveit sem heitir Dog
Days en lagið sem að ég sendi inn er í raun bara sólóverkefni
hjá mér og gítarleikaranum Mása. Við vorum bara eitthvað að
fíflast að gera lag og þá datt þetta bara inn hjá okkur. Ég hafði
lesið um þessa keppni í DV og ákvað að senda bara lagið inn,“
segir Halldór.
Dómnefndin velur tólf lög
Sérstök þriggja manna dómnefnd, skipuð aðilum frá Vice og
Levi‘s sér svo um að velja tólf lög sem þeim þykja eiga einna best
við fyrir Levi‘s og munu þau lög mynda sérstaka Levi‘s-hljóm-
plötu. „Platan á víst að koma út á næsta ári og mér skilst að það
verði haldnir sérstakir tónleikar í Stokkhólmi þar sem flytjendur
sigurlaganna koma fram. Það gátu bara allir tekið þátt í keppn-
inni, lögin þurftu ekkert endilega að vera alveg fullkláruð og
máttu þess vegna bara vera einhverjar demóupptökur. Okkur lag
er til dæmis ekki fullklárað. Það voru flestir sem sendu inn tvö til
þrjú lög en við sendum bara inn eitt því það var eina lagið sem
okkur datt í hug,“ segir Halldór en lagið Day Like This One hef-
ur nú verið spilað um það bil þrjú hundruð og fimmtíu sinnum.
„Dómnefndin er núna að velja lögin og svo verða sigurvegararnir
tilkynntir í nóvember. Það að lagið sé svona ofarlega er náttúru-
lega mjög gott upp á það að gera að dómnefndin tekur kannski
frekar eftir því en lagið okkar er svona einhvers konar nýbylgju-
popprokk en svo getur vel verið að dómnefndin sé að leita eftir
einhverju miklu rokkaðra eða einvherju allt öðru,“ en lagið sem
Halldór sendi inn er skráð undir listamannsnafninu Runarsson
en af öðrum íslenskum hljómsveitum sem tóku þátt í keppn-
inni má nefna Steed Lord, Úlpu, Noise, Búdrýgindi og Worm Is
Green.
Latasta bílskúrsband landsins
Halldór og Mási eru annars báðir í rokkhljómsveit sem heit-
ir Dog Days ásamt þeim Jóhannesi trommuleikara og Tóta bassa-
leikara. „Við titlum okkur sem latasta bílskúrsband á landinu. Við
höfum verið frekar óduglegir við að spila en spiluðum samt á Air-
waves og svo á X-mas-tónleikum sem útvarpsstöðin X-ið stóð fyr-
ir árið 2004 en þá kom ég einmitt inn í sveitina sem söngvari. Við
erum samt alltaf að taka upp og erum með okkar eigið stúdíó en
erum frekar að einbeita okkur að því að hafa gaman af tónlistinni í
staðinn fyrir að drífa okkur í gera einhverja plötu,“ segir Halldór að
lokum. Spennandi verður að sjá hvernig íslensku þáttakendunum
vegnar í Levi‘s-keppninni en áhugasamir geta kíkt inn á heimasíð-
una levissounds.com og hlustað á þau lög sem taka þátt í keppn-
inni. krista@dv.is halldór rúnarsson er í góðu róli í tónlistarkeppni á vegum Levi‘s og Vice. DVmynd Ásgeir
Mest spilaða íslenska
lagið