Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Blaðsíða 30
föstudagur 7. september 200730 Sport DV ALLTAF MÖGULEIKI Á SIGRI Það hefur varla farið framhjá nein- um að Ísland og Spánn mætast í landsleik á Laugardalsvelli á morg- un. Það er skammt stórra högga á milli hjá liðinu því á miðvikudag- inn koma Norður-Írar í heimsókn. Íslenska liðið æfir af kappi þessa dagana, þar á meðal Eiður Smári sem gerir sér vonir um að taka ein- hvern þátt í leiknum gegn Spán- verjum og vera svo klár í slaginn gegn Norður-Írum. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur legið undir ámæli að undanförnu. Árangur liðsins hefur ekki verið eins og best verður á kosið og Ísland er í næstneðsta sæti F-riðils, stigi á undan Lettum og með jafnmörg stig og Liechtenstein. Ljóst er að liðsins bíður erfitt verkefni gegn Spánverjum. Eyjólfur segist þó fara í alla leiki til að vinna. „Við erum alltaf með væntingar. Við viljum koma vel út úr þessum leikjum, við eigum alltaf möguleika á sigri. En það verður allt að ganga upp á móti Spánverjum. Þeir ætla sér að vinna og reikna með erfiðum leik. Við vitum að þetta verður erf- iður leikur og við verðum að vera í toppstandi. Þá getur allt gerst. Við förum inn í alla leiki til að vinna, svo sjáum við til hvað við getum haldið þeim lengi. Ég reikna með að þeir verði meira með boltann og reyna að sækja á okkur. Þeir reyna að sækja upp miðjuna og kantana og við verðum að loka því vel og taka skyndisóknir og nýta föst leikatriði. Þar er okkar möguleiki,“ sagði Eyj- ólfur. Eiður Smári Guðjohnsen hefur átt við meiðsli í hné að stríða að undanförnu. Hann hefur hins vegar æft með landsliðinu í vikunni og gerir sér vonir um að taka einhvern þátt í leiknum gegn Spánverjum. Eyjólfur sagði að það væri allt opið í þeim efnum. „Hann lítur bara vel út á æfing- um. Það er allt í lagi með hann, eins og hann var búinn að segja við okkur. Við verðum bara að sjá til hvernig þetta þróast núna. Það væri gott ef við gætum notað hann, hann gæti komið inn á ef við þurf- um á honum að halda. Hann gæti snúið leiknum fyrir okkur, hann er góður í því,“ sagði Eyjólfur. Í íslenska landsliðinu er nokk- uð um forföll. Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Read- ing, er meiddur auk þess sem markahæsti leikmaður Landsbanka- deildarinnar Helgi Sigurðsson er tognaður í læri. Ekki verða valdir leikmenn í þeirra stað en upphaflega voru valdir 22 leikmenn í landsliðshópinn og standa því 20 leikmenn eftir. Eyjólfur segir að það hafi verið áfall að missa Brynjar Björn og Helga. „Þetta eru leikmenn sem eru í fantaformi og hafa verið í svakalegu formi í síðustu leikjum. Brynjar hefur verið einn okkar besti maður með landsliðinu. En það er svona, við erum að ekkert að kvarta yfir því. Þá verða aðrir að hlaupa í skarðið og aðalmálið er að menn séu stoltir af því að spila fyrir landsliðið á laugardaginn og gefi sig 110 prósent í þetta. Það er það sem skiptir máli,“ sagði Eyjólfur. Algjör lykilleikur Luis Aragones skildi enn á ný Raúl eftir í 20 manna landsliðshópi sínum sem mætir Íslandi og Lettum. Hann sagði á blaðamannafundi þegar hann tilkynnti liðið að Antonio Puerta, sem lést langt um aldur fram úr hjartaáfalli, hefði verið áfram í liðinu. Samherji Raúl hjá Real Madr- id, Miguel Torres, segir að auðvitað hefði Raúl átt að vera í liðinu. „Ég hef alltaf verið mikill stuðnings- maður Raúl. Ég skil ekki af hverju hann hefur fengið svona mikla gagnrýni á sig undanfarin ár. Það sem hann leggur á sig, bæði á æf- ingum og leikjum, er alveg ótrú- legt. Ég styð heilshugar að hann verði aftur valinn í liðið því ég tel að það muni aðeins hjálpa Spáni.“ Aragones valdi Cesc Fabregas í liðið þrátt fyrir að hann væri í banni í leiknum við Ísland. „Þetta eru tveir mikilvægir leikir og við viljum vinna báða. Hins vegar gengur okkur ekkert sérstaklega vel á sumum völlum og Reykjavík er einn af þeim.“ Hinn eldfljóti og magnaði kantmaður Valencia, Joaquin, segir að Spánverjar geti engan veginn vanmetið íslenska liðið, því misstígi liðið sig er það komið upp við vegg. „Við vitum að þeir munu ekki gera okkur auðvelt fyrir. Við vitum að þeir eru með gott lið. Við sáum það síðasta ár. Þessi leikur er algjör lykilleikur fyrir okkur og við verðum að vera tilbúnir. En við verðum að einbeita okkur að okkur sjálfum, spila okkar leik og vonandi vinna hann.“ Joan Capdevila er á ný kominn í hópinn en þessi varnarmaður Villarreal fékk fimm mörk á sig um síðustu helgi gegn Real Madrid. „Enginn í hópnum býst við tapi. Það er einfaldlega ekki í okkar huga. Við erum að spila um sex mikilvæg stig sem eru í boði og við verðum að taka þau öll. Stigin eru það sem skiptir máli, ekki hvort við spilum vel eða illa. Leikurinn gegn Íslandi verður erfiður þar sem við erum á útivelli en við verðum að hugsa eins og sigurvegarar og gera engin mistök.“ dAgur sveinn dAgbjArtsson blaðamaður skrifar: dagur@dv.is Íslenska liðið Markverðir: Árni gautur arason (Vålerenga), daði Lárusson (fH) varnarmenn: Hermann Hreiðarsson (portsmouth), Ívar Ingimarsson (reading), Kristján örn sigurðsson (brann), Hjálmar Jónsson (göteborg), ragnar sigurðsson (göteborg), sverrir garðarsson (fH), grétar rafn steinsson (aZ alkmaar). Miðjumenn: arnar Þór Viðarsson (de graafschap), Jóhannes Karl guðjóns- son (burnley), Kári Árnason (agf Århus), emil Hallfreðsson (reggina Calcio), Ólafur Ingi skúlason (Helsingborg), baldur Ingimar aðalsteinsson (Val), Ásgeir gunnar Ásgeirsson (fH). sóknarmenn: eiður smári guðjohn- sen (barcelona), Veigar páll gunnars- son (stabæk), gunnar Heiðar Þorvaldsson (Vålerenga), Ármann smári björnsson (brann). spænska liðið Markverðir: Iker Casillas (real madrid), pepe reina (Liverpool). varnarmenn: pablo Álvarez (atletico madrid), mariano pernía (atletico madrid), Juanito gutiérrez (real betis), sergio ramos (real madrid), Carlos marchena (Valencia), Ángel López (Villarreal), Joan Capdevila (Villarreal). Miðjumenn: Xabi alonso (Liverpool), Cesc fabregas (arsenal), andrés Iniesta (barcelona), david silva (Valencia), Xavi Hernández (barce- lona), david albelda (Valencia), miguel Ángel angulo (Valencia), Joaquin (Valencia). Framherjar: david Villa (Valencia), fernando torres (Liverpool), Luis garcía (espanyol). Það eru engir aukvisar í spænska landsliðinu sem mætir því íslenska á Laugardalsvellin- um á morgun. eyjólfur sverris- son landsliðþjálfari segir að íslenska liðið fari í alla leiki til að vinna, þótt það verði við ramman reip að draga gegn Spánverjum. erfitt verkefni eyjólfur segir að Ísland verði að nýta sér skyndisóknir og föst leikatriði í leiknum gegn spánverjum. DV-MYNDIR STEFÁN verður eiður klár? eiður smári guðjohn- sen hefur æft á fullu með landsliðinu í vikunni og gerir sér vonir um að taka einhvern þátt í leiknum gegn spánverjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.