Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Page 16
föstudagur 7. september 200716 Helgarblað DV VORUM ALDREI UMKOMULAUS „Okkur var misboðið að lesa þess- ar skýrslur og sjá hvaða orð Kristján Friðbergsson forstöðumaður hafði um okkur. Við viljum ekki sitja und- ir þeim lýsingum hans að við séum vanvitar,“ segja þau Elvar Jakobsson og Erna Agnarsdóttir. Nýverið fengu þau í hendur bréfaskipti Kristjáns við yfirvöld í landinu, þar sem heim- ilið að Kumbaravogi er ýmist kallað „heimili fyrir umkomulaus börn“, „stofnun fyrir afbrigðileg börn og unglinga“ og í einu bréfanna er sagt að hér sé um „menningarlega stofn- un“ að ræða. Var aldrei umkomulaus „Það hefur áður komið skýrt fram í viðtölum við mig hjá DV að ég var síð- ur en svo umkomulaus,“ segir Erna, en hún og bróðir hennar Einar Þór voru tekin af móður sinni og send til tíu ára vistunar á Kumbaravogi. „Minningar mínar af æskuheimil� inu einkennast allar af gleði og hlýju,“ sagði Erna, þegar hún kom með bónarbréf móður sinnar til Barna� verndarnefndar �e�kjavíkur til okk� ar á DV í sumar. Bréf sem einkennd� ust af mikilli ást móður til barna sinna og baráttu hennar við að fá þau aftur til sín. „Móðir mín Elínborg var einstak- lega hlý og skemmtileg kona en hún átti við áfengisvanda að stríða. Þessi gögn sem ég hef nú fengið í hendur sýna mér að það virðist enginn hafa haft skilning á því að áfengissýki væri sjúkdómur árið 1965 – nema mamma sjálf, sem var full ásökunar í eigin garð,“ sagði Erna í viðtalinu þá. Hún sagðist vissulega oft hafa hugs- að til skyldmenna sinna þau ár sem hún dvaldi á Kumbaravogi og aldrei náð tengingu við það að enginn hefði viljað hafa þau systkinin, hefði svo brýn þörf verið á að fjarlægja þau frá móður sinni. Styrktur af ríki og borg „Við lestur skýrslnanna og bréf- anna sá ég svart á hvítu að öll fjöl- skyldan var reiðubúin að taka okkur að sér,“ segir hún. „Enda hefði ann- að verið óeðlilegt og í engu samræmi við þá miklu vináttu sem ríkti milli mömmu og systkina hennar þar sem samgangur var mikill,“ sagði Erna í viðtalinu í sumar. „Eftir að hafa fengið þessar skýrsl- ur í hendur reiddist ég gríðarlega,” segir hún nú. „Það vita allir sem þekkja til fjölskyldu minnar og mín að ég var aldrei umkomulaust barn, eins og Kristján kýs að kalla mig.“ Hvað þá að allmörg barnanna hafi verið tornæm, með greindarvísi� tölu 70 til 90 og séu „umhverfissködd� uð“ eins og þeim er lýst í einu bréf� anna, „rótlaus og óróleg“ – hvað þá heldur að hér hafi verið um að ræða barnahóp sem Kristján Friðbergsson kallar „framtíðarvandamál“ í einni beiðni sinni um aukinn st�rk. Heimili fyrir umkomulaus börn En hver er saga Kumbaravogs og hvers vegna tók Kristján Friðbergs- son að sér að reka heimili fyrir börn? Sagan hefst þegar Kristján skrifar bréf til Barnaverndarráðs Íslands þann 23. mars 1962: „... Nú í næstum eitt ár hef ég átt þess kost að k�nnast uppeldisheimil� um f�rir unglinga hér í Danmörku en hefur það valdið því að ég hef mikla löngun til að koma heim og re�na að vinna að málum er fjölluðu um lík efni. Væri ekki hugsanlegt, ef ég færi hér í skóla og lærði það sem krafist er að forstöðumenn uppeldisheimila í Danmörku læra, sem er tveggja til þriggja ára nám, að ég fengi einhverja vinnu á Íslandi, er væri í sambandi við vandamál æskunnar heima? En þar sem ég hef f�rir heimili að sjá (konu og tveim drengjum, 6 og 8 ára) er ég ekki efnaður maður. Gæti ég þá fengið lán eða st�rk til slíks náms, hjá öðrum aðilum en Menntamálaráði?“ Bréfi þessu er svarað af Símoni Jóh. Ágústssyni sálfræðingi sem átti sæti í Barnaverndarráði Íslands. Hann telur reynandi fyrir Kristján að skrifa menntamálaráðuneytinu og fara þess á leit við það að honum verði veittur sérstakur námsstyrkur. Næsta bréf í möppunni er skrifað af Jóni Árnasyni hjá Fjárveitinganefnd Alþingis, þangað sem Kristján hef- ur skrifað og sótt eftir styrkjum. Þar kemur fram að þar hafi verið beð- ið um styrk til að standa straum af stofnkostnaði við heimili að Kumb- aravogi fyrir umkomulaus börn. Mælt var með því við fjárveitinga- nefnd að styrkurinn yrði veittur. Hefur tæplega persónuleika fyrir forstöðustarf Ljóst er af bréfaskriftum Kristj- áns Friðbergssonar að hann hefur ekki farið í það tveggja, þriggja ára nám sem hann vitnar til að tíðkist í Danmörku áður en menn taki að sér að veita barnaheimilum forstöðu. Árið 1963 starfaði hann hjá Vernd og í desember árið 1964 staðfestir skólastjóri barna- og unglingaskól- ans á Stokkseyri að Kristján Frið- bergsson hafi kennt við skólann frá 1. október það ár og bæði skólastjóri og formaður skólanefndar Stokks- eyrar gefa honum meðmæli til að gegna því starfi sem hann hafi kjörið sér, það er að reka heimili fyrir um- komulaus börn. En ekki voru allir sammála því áliti. Einn sem leitað var álits hjá skrifar: „Kristján hefur stundað nám við Hlíðardalsskóla. Talinn líklegur til að vera góður félagi og koma ungling� um að sér, en hefur tæplega persónu� leika til að taka að sér forstöðustarf. Kona Kristjáns sögð mjög m�ndarleg í verkum og ágæt matreiðslukona. Hún er talin fremur hlédræg, en mik� ilhæf kona.“ Börnin sögð einu til tveimur árum á eftir í námi Skólastjórinn á Stokkse�ri segist telja að börnin sem til hans komi frá Kumbaravogi, séu flest á eftir jafn� öldrum sínum í námi sem nemi allt að einu til tveimur árum. „Hvernig ætli hann hafi þá út- skýrt að ég hafi komið í skólann með einkunnina 9,5 í stærðfræði úr Aust- urbæjarskóla?“ spyr Erna Agnars- dóttir. Eftir það bréf skólastjórans sæk� ir Kristján Friðbergsson um st�rk til greiðslu heimakennslukostnaðar. „Þess skal getið, að samkvæmt upplýsingum Jónasar B. Jónssonar, fræðslustjóra, greiðir borgarsjóður Kristjáni Friðbergssyni meðlag með hverju barni mánaðarlega,“ stendur í svarbréfi menntamálaráðuneytis- ins. „Vitað er að flestir foreldrar fylgj- ast með námi barna sinna og hjálpa þeim með heimanámið eftir því sem efni standa til. Kristján og kona hans gegna foreldrahlutverki, hvað börn heimilisins varðar og hjálpa þeim heima eftir því sem frekast er unnt og meira að segja hafa þau keypt aukaaðstoð vegna heimanámsins.“ Þessu mótmæla Erna og Elvar Jakobsson harðlega og segjast aldrei hafa fengið heimakennslu á Kumb� aravogi: „Það eina sem ég lærði á Kumb- aravogi var að slátra hænum,“ segir Elvar og Erna segir að þar hafi hún reyndar lært að spila á píanó en hafi slegið sinn síðasta tón á slíkt hljóð- færi um jólin þegar hún var fimmt- án ára. „Kristján lét mig alltaf spila und- ir söng þegar vel stæðu börnin úr Garðabæ komu með gömlu fötin sín til að gefa okkur fyrir jólin,“ seg- ir hún. „Mér fannst þetta alltaf svo niðurlægjandi að ég hef ekki leikið á píanó síðan.“ Sérstök laun fyrir heimakennslu Ári síðar, árið 1968, sækir Kristj- án um hækkun styrksins og í bréfi menntamálaráðuneytisins árið 1969 er lagt til að tekinn verði upp á áætl- un til fjárlaga 1970 styrkur til barna- heimilisins á Kumbaravogi vegna heimakennslu vistbarna að upphæð kr. 17.000,00. Hugmyndin var sam- þykkt og heimakennsla á Kumbara- vogi sett á fjárlög ríkisins. En ekki voru allir jafnsáttir við þá ákvörðun. Undir samþykktina er handskrifað álit starfsmanns ráðu- neytisins: „Nemendur í Kumbaravogi sækja skólann á Stokkse�ri og teljast því nemendur þess skóla, en heimilis� haldarinn hefur fengið umsjónar� laun úr ríkissjóði vegna heimalesturs 1–2 klukkustundir á dag. Greiða al� mannatr�ggingar ríkisins ekki rífleg� an st�rk f�rir hvern nemanda?“ Gæslulaun Meðlag, laun fyrir kennslu, styrk- ur. Enn og aftur breytast orðin sem notuð eru fyrir greiðslur til forstöðu- manns Kumbaravogs. Í bréfi fræðslu- málastjóra árið 1970 er lagt til að „... eðlilegra væri að greiða styrkinn í formi gæzlulauna, þ.e. að heimil- ið fengi sömu gæzlulaun og heima- vistarskólar með sambærileg- an nemendafjölda.“ Síðar sama ár stendur í bréfi fræðslumála- skrifstofunnar að stofnanir sem annast „afbrigðileg börn“ eigi að styrkja af ríkisfé vegna skyldu- kennslu. Árið 1973 heitir Kumbara- vogur á skjölum „stofnun fyrir af- brigðileg börn og unglinga“. Tornæm börn með lága greindarvísitölu Styrkir ríkisins til Kumbaravogs hækkuðu með ári hverju og í október 1970 fór forstöðumaðurinn þess á leit við fjárveitingarnefnd Alþingis að sér yrði veittur styrkur á fjárlögum ársins 1971 að upphæð kr. 200.000. Í októ- ber 1972 sækir Kristján enn á ný um styrk, nú til sérkennslu barnanna. „Ástæður f�rir þessari beiðni eru meðal annars eftirfarandi: 1. Allmörg barnanna sem hér dvelja eru tornæm, það er, með greindarvísitölu á bilinu sjötíu til ní� tíu. Þessi börn þurfa í flestum tilvik� um sérkennslu. 2. Flest eða jafnvel öll börnin, sem hér dveljast, eru svo umhverfissködd� uð þegar þau koma hingað að að greind þeirra nýtist ekki f�llilega.“ Rættist vel úr hópnum Þrátt f�rir að börnunum á Kumb� aravogi hafi verið lýst sem tornæm� um, með lága greindarvísitölu og kölluð framtíðarvandamál, rættist vel úr flestum þeirra. Það þakka þau ekki dvölinni á Kumbaravogi. „Þar vorum við vinnudýr sem fengum enga heimakennslu, þrátt fyrir há laun ríkis og borgar til þeirr- ar kennslu,“ segja þau Elvar og Erna. „En um leið og við losnuðum af Kumbaravogi fórum við hvert að sinna því sem hugur okkar stóð til. Elvar Jakobsson og Erna Agnarsdóttir dvöldu á Kumbaravogi. Þau hafa fengið í hendur bréf sem staðfesta að Kumbara- vogur fékk styrki til kennslu á meðan þau dvöldu þar og áfram eftir að þau yfirgáfu heimilið. Kennsluna fengu þau aldrei. Í bréfunum eru börnin sögð greindarskert og þeim lýst sem framtíðarvandamáli. Elvar og Erna sýndu DV bréfin. Bréfin Í bréfum Kristjáns til yfirvalda eru skjólstæðingar hans sagðir svo greindar- skertir að þeir verði að teljast framtíðarvandamál. „Það sem bjargaði okkur var að við vorum ekki umkomu- laus. Við áttum öll fjölskyldur og ættingja sem biðu okkar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.