Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 18
Sennilega hefur enginn maður eða kona Íslandssögunnar borið betra og meira viðeig-
andi nafn en majórinn okkar í Írak,
nafn Herdísar Sigurgrímsdóttur
ber þess öll merki að
foreldrar henn-
ar hafi séð fram
í tímann. Af-
skaplega hefur
tekist vel til hjá
þeim.
Annars verð-
ur Axlar-Björn að
viðurkenna að hann er
dáldið undrandi, jafnvel dálítið
skemmt, sé tillit tekið til hans blóð-
ugu fortíðar. Íslensk stjórnvöld fóru
í allsherjaruppgjör við innrásina
í Írak og stuðning sinn við hana.
Þetta mikla uppgjör leiddi til þess
að einn upplýsingafulltrúi var kall-
aður heim... hálfum mánuði fyrr en
til stóð.
Auðvitað má ekki gera lítið úr stefnumótun stjórnmála-manna. Samfylkingin hefur
bar- ist gegn stríðsrekstri í
Írak hin síðari ár
og ítrekað talað
fyrir því að taka
Ísland af lista
hinna staðföstu
ríkja sem Davíð
Oddsson kallaði,
hinna viljugu eins
og George W. Bush
kallaði þær. Því gafst tækifærið þegar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð ut-
anríkisráðherra en ekki
fjármálaráðherra
eins og hún vildi
verða. Samfylk-
ingin kallaði heim
eina íslenska
friðargæsluliðann
sem eftir var í Írak.
Áður voru sprengju-
leitarmennirnir komnir
heim. Eftir að þeir fundu eiturefna-
vopnin sem Halldór Ásgrímsson
sagði að væri heimsviðburður. En
reyndist svo bara vera illa farnar,
gamaldags sprengjur.
Reyndar kætir það Axlar-Björn að ekki skuli einhugur í ríkisstjórn. Alla
vega er Geir H. Haarde ósáttur.
Ekki þó jafnmikið og útlenski
herforinginn sem kom hingað
daginn eftir að Ingibjörg
Sólrún ákvað að kalla
Herdísi heim og grét það
mikið. Fer þá vart á milli
mála að Íslendingar
hafa allavega sinnt sínu
hlutverki vel fyrst háttsettir
menn eru nærri því að
brotna niður vegna brotthvarfs
litla Íslands.
Nú er ljóst að meta verður þörfina á framlagi Íslands í hinum stóra heimi. Nú hafa
auðvitað verið Íslendingar við störf
á Sri Lanka. Þorfinnur Ómarsson
og Aðalbjörn Sigurðsson til
dæmis. Hmm. Merkilegt
hvað það eru margir
gamlir fjölmiðlamenn
í þessum bransa.
Einhvern veginn
hafði Axlar-Birni
ekki dottið í hug að
blaðamennskan væri
besti undirbúningurinn fyrir
friðargæslu. Skrýtið.
föstudagur 7. september 200718 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja morgunblaðsins.
Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40.
OKKAR EIGIN HERDÍS
AXLAR-BJÖRN
REYNIR TRAUSTASON RITSTjóRI SkRIfAR. Skuldarar eru galeiðuþrælar nútímans og þeir eru hundeltir...
Á Íslandi hafa bankar og aðrir þeir sem standa í innheimtu og lánveitingum haft skotleyfi á þá sem ekki geta staðið að fullu við skuldbindingar sínar. Bankarnir ganga fram af fullkominni hörku og ræna fólk um hábjartan daginn
með því að taka fit-kostnað og beita þeim álögum sem þeim sýnist.
Stór hluti almennings er orðinn að þrælum bankanna og þarf að
lúta þeim álögum sem bankastjórum sýnist. Auðvitað er áherslan
mismunandi eftir því hvaða lánastofnun
er um að ræða og sumir bankastjórar hafa
skárra hjartalag en aðrir. En almennt séð
þykir sjálfsagt að blóðmjólka viðskiptavini
í skjóli þess að þeir eigi ekki vörn í lögum.
Skuldarar eru galeiðuþrælar nútímans og þeir
eru hundeltir með öllum tiltækum ráðum.
Sjaldnast er haft að leiðarljósi að með því
að létta skuldaranum lífið megi hugsanlega
bjarga kröfum. Það er innbyggt í bankakerfið
að þyngja vexti eftir því sem fólk skuldar meira.
Það þýðir að vítahringur myndast og gjaldþrot
með tilheyrandi harmleik verður oftar en
ekki staðreynd. Bankanum er venjulega sama
þótt ein lítil kennitala fái á sig stimpil sem
ótrúverðug. Vandinn er sá að sífellt stærri hluti þjóðarinnar er
skuldugur og fastur í gildrunni. Stjórnmálamenn hafa fram að
þessu ekki haft skilning á því að lög og reglugerðir þurfi til að verja
skuldara fyrir blóðhundum bankakerfisins. En nú hafa runnið
upp nýir tímar með Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra.
Hann er með í burðarliðnum frumvarp og reglugerðir sem eiga
að verja almenning gegn innheimtuokri og niðurlægingu þegar
skuldir vaxa þeim yfir höfuð. Gangi málið fram
munu skuldir einstaklinga fyrnast á fjórum
árum. Björgvin skilur öðrum fremur að það eru
hagsmunir allra að leysa fólk úr skuldakreppu
með mildilegri hætti en þeim að ganga á milli
bols og höfuðs þess. Ráðherrann skilur líka að
það er óviðunandi að fólk sé hundelt áratugum
saman með kröfur sem ættu fyrir löngu að
vera fyrndar. Og hann skilur að fit-kostnaður
bankanna er sjálftaka á fé almennings. Þessu
mun hann breyta. Það er ástæða til að óska
þjóðinni til hamingju með að hafa fengið
viðskiptaráðherra sem skilur að hans hlutverk
er ekki það eitt að klippa á borða. Björgvin er
maður fólksins.
DómstóLL gÖtuNNAR
Þarf að bæta samgöngur í borginni?
„Þetta er algjör bilun. Ég hef ekki keyrt
á íslandi í mörg ár og mun ekki treysta
mér í umferðina á næstunni. svo er
líka mikið um um ókurteisi í
umferðinni.“
Ívar Ívanovich,
67 ára, lífeyrisþegi
„Það þarf klárlega að bæta samgöngur
í borginni. Það vantar
langtímamarkmið í gatnakerfið.“
Sigríður Sigurbjörnsdóttir,
59 ára, bókari
tvímannalaust! Það vantar einhverjar
stórtækar framkvæmdir til dæmis eins
og undirgöng.“
Helgi Sigurbjörnsson,
44 ára, pípari
„samgöngur borgarinnar eru virkilega
þungar og það vantar gífurlega mikið
af bílastæðum. fyrir okkur atvinnubíl-
stjórana er hræðilegt að ferðast með
útlendinga um miðbæinn. Það er
hvergi hægt að stoppa og bíða til
dæmis á meðan fólk skreppur inn í
búðir og annað slíkt. Á nýju miðbæjar-
hótelunum vantar svo alla aðstöðu
fyrir leigubíla sem er mjög slæmt mál“
G. Sigurður Jóhannesson,
49 ára, atvinnubílstjóri
sANDkoRN
n Í Háskólanum á Bifröst hefur
heldur róast eftir átökin um
Runólf Ágústsson rektor sem
hætti störf-
um. En það
ríkir þó ekki
friðsemdin
ein und-
ir stjórn
Ágústar
Einarsson-
ar, núver-
andi rekt-
ors. Hermt er að Bryndísi
Hlöðversdóttur, fyrrverandi
þingmanni og aðstoðarrekt-
or, þyki sem Herdís Þorgeirs-
dóttir prófessor, sem býr yfir
afburðaþekkingu á lögum og
fjölmiðlum, skyggi nokkuð á
sig. Núningur mun vera vegna
þessa.
n Mikið er rætt um komandi
forsetakosningar og hvort Ól-
afur Ragnar Grímsson, núver-
andi forseti Íslands, gefi kost á
sér áfram í vor. Ólafur Ragnar
hefur verið lítt áberandi nema
þegar viðskiptajöfrar skúbba
í útlöndum og þykir ýmis-
legt benda til þess að hann sé
þreyttur á starfinu. Þegar er
farið að nefna til sögu mögu-
lega kandídata til þessa æðsta
embættis þjóðarinnar. Þar má
nefna Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur, varaformann Sjálf-
stæðisflokksins, sem einhverjir
halda fram að sé ekki fráhverf
framboði. Þá er horft til Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdóttur
sendiherra sem forsetaefnis.
En svo kann að fara að Ólafur
kjósi að sitja áfram og þá eru
hugmyndirnar sjálfdauðar. En
það þykir víst að stemning sé
til þess að fá konu á Bessa-
staði.
n Í nýju hefti Mannlífs eru
valdir bestu og verstu blogg-
ararnir. Það kemur fáum á
óvart að sá dularfulli Mengela
trónir á toppnum yfir þá bestu.
Hernaðarandstæðingurinn
Stefán Pálsson er í öðru sæti
yfir þá bestu og síðan kemur
Jónas Kristjánsson, fyrrver-
andi ritstjóri. Versti bloggarinn
er aftur á móti Akureyringur-
inn Stefán Friðrik Stefánsson.
Á hæla hans kemur sjálf Ellý
Ármanns sem reyndar er búin
að læsa ljósbláu bloggi sínu.
n Margir velta fyrir sér stöðu
Katrínar Júlíusdóttur, al-
þingismanns Samfylkingar,
sem var sniðgengin við út-
hlutun ráðherrastóls þegar
Þórunn
Sveinbjarn-
ardóttir var
tekin neð-
an við hana
af lista og
gerð að
umhverfis-
ráðherra. Á
miðju kjör-
tímabili fær Samfylking for-
seta Alþingis og þá þykir allt
eins líklegt að Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráð-
herra þiggi það embætti. Ef
Katrín verður öflug á þing-
inu í vetur mun Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir ekki geta
gengið framhjá henni við
úthlutun ráðherrastóls Jó-
hönnu.
Blóðhundar bankanna
LeiðARi
Skuldarar eru galeiðuþrælar nútímans og þeir eru hundeltir