Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 23
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 23
að var fallegasti dagur vors-
ins, 5. maí 2006. Helga
María Hallgríms-
dóttir var gestkom-
andi úti á landi
með dóttur sinni
Sigrúnu Maren,
tveggja og hálfs árs.
Þegar hún ætlaði að
vekja þá stuttu tók það
hana nokkra stund að átta
sig á að Sigrún Maren var
látin. Hún hafði orðið bráð-
kvödd um nóttina.
„Við Sigrún Maren höfðum
komið kvöldinu áður að skoða dýr-
in í sveitinni eins og við höfðum
áður gert og áttum notalega stund
þar. Sigrún Maren var oft lengi að
vakna og í fyrstu hélt ég að það
væri ástæðan fyrir hversu illa mér
gekk að vekja hana. Svo varð mér
ljóst að ekki var allt með felldu. Það
var mikill friður yfir henni. Innst
inni vissi ég að hún væri farin en
vildi ekki trúa því. Ég man lítið eftir
næstu dögum á eftir.“
Hélt ég myndi vakna
Helga María segist þakklát fyr-
ir það núna að hafa verið einmitt
á þessum stað þegar kallið kom. Í
húsinu voru aðrir fullorðnir ein-
staklingar sem gripu inn í. Hringt
var eftir sjúkrabíl á Akranes en
meðan beðið var upplifði Helga
María sig eins og hún væri föst í
martröð.
„Ég átta mig ekki á neinum tíma-
setningum. Ég fór úr herberginu og
kom inn í það aftur. Aftur og aftur.
Hélt einhvern veginn að þetta væri
draumur og að næst þegar ég kæmi
inn í herbergið myndi ég vakna upp
af þessari martröð. Sigrún Maren
væri á lífi.“
Sjúkrabíll, lögregla og læknir
komu og sóttu litlu stúlkuna. Helga
María var sannfærð um að Sigrún
Maren væri á lífi, hún væri bara í
losti.
„Það var ekki fyrr en læknir-
inn sagði mér að barnið væri látið
að ég skynjaði raunveruleikann,“
segir hún. „Í sjúkrabílnum hélt ég
utan um litla líkamann hennar á
sjúkrabörunum. Samt hugsaði ég
enn á þeirri stundu: „Bráðum lýk-
ur þessu. Bráðum vakna ég og hún
verður lifandi.“ Ég gat ekkert grát-
ið, ég var stjörf. Bæði var ég deyfð
frá náttúrunnar hendi og af lyfjum
sem læknirinn gaf mér. Það er eins
og náttúran grípi inn í þegar svona
mikil sorg dynur yfir.“
Sjálfsásökun
Á sjúkrahúsinu á Akranesi var
farið í kapelluna með Sigrúnu Mar-
en og þangað komu nánustu ætt-
ingjar Helgu Maríu og presturinn,
séra Eðvarð Ingólfsson, átti eftir
að reynast henni stoð og stytta, en
Helga María er ættuð af Akranesi.
„Ég var full ásökunar í eigin
garð í mjög langan tíma eftir and-
lát hennar. Ég velti meðal annars
fyrir mér hvort hægt hefði verið að
afstýra dauða hennar hefðum við
verið heima. Ég veit núna að ekkert
gat komið í veg fyrir að hún létist.
Og þegar ég fór að beita skynsem-
inni var ég þakklát fyrir að hafa ekki
verið heima. Þá hefði Maron sonur
minn, sem þá var tæplega þrettán
ára, komið að systur sinni látinni...
Ég fór í „ásökunarpakkann“ eins og
margir gera. Ásakaði mig fyrir að
hafa ekki verið fullkomið foreldri.
Stuttu áður en hún dó hafði hún til
dæmis tekið upp á því að biðja mig
að halda á sér í fanginu þegar við
vorum á ferðinni í bílnum. Eðlilega
gat ég ekki stoppað á miðri Miklu-
braut og tekið barnið í fangið, en
guð minn góður hvað ég vildi að ég
hefði gert það.“
Á minningarsíðu Sigrúnar Mar-
enar á netinu er hægt að hlusta á
tvö lög meðan skoðaðar eru myndir
af henni á stuttri ævi; When I think
of angels og Litfríð og ljóshærð. Síð-
arnefnda ljóðið segir Helga María
að hefði auðveldlega getað verið
samið um dóttur hennar.
„Sigrún Maren var líflegt og
fjörugt barn, ofboðslega vel gefin,
uppátækjasöm og orkumikil. Hún
var forvitin, elskaði að syngja og
dansa og var virkilega skemmtilegt
barn. Fólk heillaðist af henni og
ég hef oft spurt sjálfa mig hvort líf
okkar og dauði séu löngu ákveðin
áður en við fæðumst; velti fyrir mér
hvers vegna hún náði að snerta svo
marga á svo stuttri ævi.“
Hvað heldur þú?
„Ég held það, já. Ég held að allt
sé fyrirfram ákveðið. Komu- og
brottfararstundir. Sigrún Maren
var krufin, en það komu engin svör
önnur en þau að dauða hennar olli
ekkert sem hefði verið fyrirsjáan-
legt. Hún hafði fengið flensur eins
og önnur börn, en var heilbrigð að
öllu leyti.“
Lítil stúlka í bleikri kistu
Helga María er menntaður fé-
lagsráðgjafi og kennari og telur
að það hafi að mörgu leyti hjálp-
að henni við að leita til réttra aðila
eftir aðstoð.
„Vinur minn kom mér í sam-
band við konu sem hafði mörgum
árum áður misst manninn sinn og
svo seinna dóttur og það gerði mér
ótrúlega gott að ræða við einhvern
sem skildi sorgina. Ég fór í viðtöl
hjá mjög góðum sálfræðingi, sem
reyndist mér vel. Einnig sótti ég
fundi hjá sorgarsamtökunum Ný
dögun og fór á námskeið í sorg og
sorgarviðbrögðum í Grafarvogs-
kirkju. En lengi eftir dauða Sigrún-
ar Marenar var ég hreinlega í losti.
Ég var alls ekki með sjálfri mér. Ég
skildi ekki hvernig lífið gat haldið
áfram, hvernig bílar héldu áfram
að þjóta eftir götunum og hvernig
fólk gat hlegið. Ég man ekki hve-
nær ég hló fyrst eftir að ég missti
hana en man hvað ég fékk mikið
samviskubit yfir að geta hlegið.“
Hún man lítið eftir dögunum
eftir andlátið en segist þó hafa get-
að tekið fullan þátt í undirbúningi
jarðarfarar Sigrúnar Marenar.
„Ég var ánægð með hversu vel
var að öllu staðið. Hún hvíldi í
bleikri kistu, því hún var svolítið
bleik stelpa,“ segir hún og brosir
lítillega. „Fyrstu dagana eftir and-
látið bjó ég hjá mömmu á Akra-
nesi, svaf mikið og alltaf þegar ég
vaknaði hélt ég í þá von að þetta
hefði allt verið vondur draumur.
Séra Eðvarð Ingólfsson kom mikið
til mín og reyndist mér einstaklega
vel. Ég var ekki fær um nokkurn
skapaðan hlut og því kom það í
hlut pabba Marons að færa honum
fregnirnar af andláti systur hans.
Maron hafði verið henni einstak-
lega góður bróðir og hann og vinir
hans leyfðu þessari litlu skottu oft
að koma inn í herbergið til sín og
vera með þeim.“
Dýrmætt litakrot
í gluggakistu
Lífsviðhorf Helgu Maríu hefur
breyst mikið frá þessum sorgardegi.
Það sem henni þótti áður skipta
miklu skiptir nú engu.
„Í gluggakistunni í stofunni
heima er litað krot eftir Sigrúnu
Maren. Einhvern tíma hefði ég far-
ið með Ajax-brúsann að þvo litina
burt, en þegar þessi gluggakista
verður máluð verður sett teip í
kringum krotið. Það fær að standa
sem minning um litla, orkumikla
stelpu.“
Herbergið hennar Sigrúnar
Marenar stendur svo til óhreyft.
Helga María segist yfirleitt hafa
hurðina opna í hálfa gátt.
„Einhvern veginn finnst mér
hún nærri mér þegar hlutirnir
hennar eru í kringum mig. Þótt ég
viti að sálin hennar er á himni og
hvíli ekki í kirkjugarðinum, sæki
ég engu að síður mikið að leiðinu
hennar. Það er hennar garður og
ég legg mikið upp úr að hafa minn-
ingarreitinn hennar fallegan. Ég bý
í fimm mínútna göngufæri frá graf-
reit hennar og um jól og áramót í
fyrra fór ég margar ferðir á dag að
leiðinu hennar.“
Margir erfiðir dagar eru að baki.
Afmælisdagurinn sem Sigrún Mar-
en hefði orðið þriggja ára, 19. sept-
ember; aðventan, jólin, gamlárs-
kvöld og dánardagurinn, 5. maí.
„Á dánardeginum fannst mér
hringurinn vera að lokast. Ég hafði
með hjálp fjölskyldu og góðra vina
komist í gegnum heilt ár án hennar
og þótt hver dagur sé erfiður geng-
ur mér stöðugt betur að læra að
lifa með sársaukanum. Ég komst
í gegnum þriggja ára afmælisdag-
inn hennar, jólin og áramótin. Hún
var mikil veislustelpa og ég hugs-
aði mikið um hvernig hún hefði
haldið upp á þriggja ára afmælið
sitt. Og nú er fjögurra ára fæðing-
ardagurinn að nálgast. Hins vegar
má lítið út af bregða til að sorgin
hellist yfir mig, eins og nýlega þeg-
ar ég var að fletta dagbók frá í fyrra
og sá að ég hafði skrifað: Kl. 16.00
Sigrún og Maron í klippingu... Þá
er eins og fótunum sé kippt und-
an mér.“
„Ef ég hefði...“
Tilhugsunin um að jarða barn-
ið sitt reynist hverju foreldri óbæri-
leg. Helga María segist hafa hugsað
með sér þegar hún frétti af andláti
barna að þetta væri eitthvað sem
hún gæti aldrei afborið.
„En svo stendur maður í þess-
um sporum – og lifir af. Enda á ég
frábæran son sem ég lifi fyrir. Það
var aldrei í myndinni að leggjast
undir feld og hætta að taka þátt í
lífinu. Mér finnst ég líka heiðra
minningu dóttur minnar betur
með því að vera virkur þátttakandi
í lífinu, en það er ekki alltaf auð-
velt. Lengi eftir andlát hennar gat
ég ekki ímyndað mér að ég gæti
nokkru sinni aftur lifað eðlilegu
lífi, hvað þá orðið hamingjusöm.
Fyrsta vikan eftir andlát Sigrúnar
er í móðu í minningunni, en eftir
jarðarförina fór ég að vakna smátt
og smátt aftur.
Það var friður yfir litlu stúlkunni. Hún
hafði oft verið lengi að vakna, en þegar
mamma hennar Helga María Hallgríms-
dóttir, kennari og félagsráðgjafi, gerði sér
grein fyrir að of mikill friður hvíldi yfir
henni til að allt gæti verið með felldu
hrundi heimur hennar. Mesti ótti foreldr-
is var orðinn að veruleika. Sigrún Maren
var látin. Hún var tveggja og hálfs árs.
martröðmóður
Framhald
á næstu síðu
Stolt mamma, stoltur bróðir Það var stór dagur hjá fjölskyldunni 19. septem-
ber árið 2003. Þá kom sigrún maren í heiminn og maron stóri bróðir reyndist henni
góður frá fyrstu stundu.
Síðasta myndin Helga maría og sigrún maren á þorrablóti í smáraskóla, þar
sem Helga maría starfar.
DV MynD StEfán