Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 35
Maier en síðan fór hann bara heim. Það voru svakalega góðir leik- menn hjá liðinu sem ég æfði með. Babbel, Dietmar Hamann, Nerlin- ger og Mario Basler svo dæmi séu nefnd. Basler er sennilega versti íþróttamaður sem ég hef æft með, var aldrei í formi og alltaf í rugli. Hann fór þetta hins vegar allt á hæfileikunum og skapgerðinni sem var einstök. Þarna úti var það svolítið öðruvísi en hérna heima því maður hlustaði alltaf á eldri og reyndari menn. Maður var kannski ekki alltaf sammála þeim en maður hlustaði engu að síður. Aftur á móti þegar maður kemur inn á völlinn á maður ekki að bera virðingu fyrir einu eða neinu.“ Lét Trapattoni heyra það Þjálfari liðsins á þessum tíma var ítalska goðsögnin Giovanni Trapattoni þjálfari. Stefán segir hann vera fínan karl og samskiptin við hann hafi verið góð. „Einu sinni vorum við að spila grínleik á æfingu þar sem hann var í bakverðinum en ég var sóknarmaður. Hann er enn vel liðtækur í boltanum en í leikn- um gaf hann ekki á mig þegar ég var frír og ég lét hann heyra það. Hann fílaði það mjög vel og eftir það fékk ég að æfa með aðalliðinu,“ segir Stefán. Þegar ég var að fara frá Bayern vildi hann að ég færi til Ítalíu. Þar voru lið í C-deild, B-deild, og A- deild, sem vildu fá mig og það voru fleiri möguleikar í Þýskalandi. Werder Bremen vildi fá mig en þar sem ég myndi bara vera þriðji eða fjórði markvörður þar vildi ég ekki fara þangað. Trapattoni bauð mér að fara til Ítalíu og kynnast menn- ingunni þar og æfa við toppað- stæður. Það heillaði mig hins veg- ar ekki því mér fannst þetta skítugt land og leiðinlegur fótbolti sem þeir spila.“ Lenti í slæmum meiðslum „Þetta gekk ágætlega hjá Bay- ern München þangað til ég lenti í meiðslum sem nærri bundu enda á feril minn. Ég fékk þungt högg á lærið sem lýsir sér þannig að blæð- ingin er það mikil að hún stöðvast ekki og lærið var þrefalt. Ég var lán- samur því fyrstu fimm tímana var einhver læknanemi með mig sem vissi ekkert í sinn haus. Síðan kom liðslæknirinn frá Bayern sem þekkti skurðlækni sem var einn fremsti vöðvaskurðlæknir Evrópu og hann fattaði hvað var í gangi. Hann sagði við mig að ég þyrfti að fara í aðgerð á næstu þrjátíu mínútum því annars myndi ég missa fótinn. Allar taugar og sinar voru hreinlega að deyja og ég var þarna einn úti sárkvalinn 17 ára og engin verkjalyf dugðu. Ég fór í aðgerð og eftir það var fóturinn op- inn í viku því lærið var orðið þrefalt vegna bólgu í vöðvum og fyrir vikið var ekki hægt að loka sárinu. Eftir það fékk ég nægan tíma frá Bayern til þess að jafna mig. Ég æfði með sjúkraþjálfara í þrjá til fjóra tíma á dag og ég var heppinn að því leyti að ég var hjá stórum klúbbi þar sem mikið var af góðu fólki til að hjálpa mér að ná fyrra formi.“ Gat verið áfram hjá Bayern en valdi Öster Stefán fór frá Bayern München til Öster í Svíþjóð. „Ég var hjá Bayern í tvö ár áður en ég tók þá ákvörðun að fara til Öster í Svíþjóð en þar var fyrir meðal annars Thomas Ravelli, sænska goðsögnin. Eftir á að hyggja hefði ég aldrei átt að fara frá Bay- ern því mér bauðst það. En á þess- um tíma, þegar ég var 19 ára, vildi ég fara að spila sem byrjunarmaður í aðalliði í stað þess að vera í vara- liðinu. Þjálfari minn í Þýskalandi mælti með því að ég færi til Öster. Ég sagði við Bayern á þessum tíma- punkti að ég vildi fara en það var raunar heimskulegt því ef ég hefði beðið hefði ég að öllum líkindum spilað í Meistaradeildinni með Bay- ern gegn Glasgow Rangers þrem- ur mánuðum seinna því þá voru bæði Kahn og annar markvörður- inn meiddir. Pissaði blóði en harkaði af sér Ég fór til Öster og fljótlega lenti ég í því að lenda eitthvað illa á æf- ingu. Ég reyndi að harka af mér og æfa áfram en síðar kom í ljós að ég var með rifið nýra. Ég var allt- af að drepast í bakinu og með hita auk þess sem ég pissaði blóði all- an tímann sem ég æfði með þeim á reynslu í upphafi. Svo þegar ég kem til Bayern aftur fór ég upp á sjúkra- hús og lá þar í tvær vikur. Þetta er dæmigert fyrir okk- ur Íslendingana, við erum nánast alltaf mjög ósérhlífnir og mér var kennt að ef ég ætlaði að duga sem atvinnumaður þyrfti ég að læra að hlífa mér. Eins á æfingum á maður alltaf að hugsa um það að vera ekki að tækla í tíma og ótíma. Hér heima er það hins vegar svo að menn eru oft að tækla með einhverjum rugltækling- um á æfingum en þegar út í leikina kemur tækla menn ekki neitt.“ Erfitt hjá Öster Stefán lenti í miklum erfiðleik- um hjá Öster því tveimur vikum eft- ir að hann kom til félagsins tilkynnti félagið að það væri í fjárhagskrögg- um. Banki sem félagið tók lán hjá, kallaði lánin inn öll á sama tíma. „Hjá Öster gekk fínt til þess að byrja með. Ég kom inn í liðið í stað- inn fyrir Thomas Ravelli eftir að ég hafði verið nokkra leiki á bekkn- um. Mér gekk ágætlega og spilaði næstu átta leiki en liðinu gekk hins vegar illa. Við stefndum að því að komast upp um deild en það gekk ekki þetta tímabilið. Allri ábyrgð var varpað yfir á mig og fleiri í lið- inu. Ég var 19 ára gamall og þeir stóðu ekki við neinar skuldbind- ingar hvort sem það var íbúð til að búa í eða eitthvað annað. Eftir smá tíma hjá liðinu setti ég fram kröfur um að fá borguð laun eða fara. Ef ég hefði verið eldri hefði ég gert hlut- ina öðruvísi. Allar ákvarðanir voru í mínum höndum enda tapaði ég nokkrum fjármunum á veru minni hjá Öster. Þetta eru peningar sem ég mun aldrei sjá aftur. Auðvitað hafði ég fólk til þess að ráðfæra mig við en þar sem ég var óþolinmóður og stundum erfiður í samskiptum á þessum tíma tók pabbi þann pól í hæðina að leyfa mér að standa og falla með mínum ákvörðunum. Réttarstaða leikmanna er engin gagnvart klúbbunum, sérstaklega í Svíþjóð. Ég fékk umboðsmann sem hjálpaði mér að losna frá Öst- er en það reyndist mjög erfitt,“ segir Stefán. Æfði í Frakklandi og spilaði í Danmörku Mér bauðst að koma til St. Eti- enne í Frakklandi og þangað fór ég til að æfa með liðinu þrátt fyrir að vera enn á samningi við Öster. Þar gekk mér vel en þegar Öster frétti af því að þeir hefðu mikinn áhuga á því að fá mig settu þeir fram fárán- legar kröfur sem St. Etienne vildi ekki ganga að. Enda vissu þeir að ég gat losnað frá Öster eftir 6 mánuði. St. Etienne bauð mér að æfa hjá fé- laginu þar til samningurinn rynni út en ég vildi ekki heyra minnst á það að spila ekkert í 6 mánuði og var óþolinmóður einu sinni enn. Ég upplifði mig alltaf sem hálf- gert skítseiði hjá Öster sem öllum var sama um og þegar ég fór voru blöðin uppfull af sögum frá félaginu þar sem talað var illa um mig. Þá kom FC Nordsjælland, sem heitir Farum í dag, inn í myndina og bauð mér samning. Þar var ég í þrjú ár og það var ágætur tími. Við vorum í næstefstu deild og þar voru allt aðkeyptir leikmenn þeg- ar ég kom. Við gátum ekki komist upp um deild og það var að ósköp fáu að keppa en ég spilaði þar síð- ustu átta leikina í deildarkeppn- inni. Síðan meiddist ég illa í síðasta leik tímabilsins og í rauninni var ég mjög mikið meiddur hjá liðinu. Ég handarbrotnaði, lenti í krónísk- um nárameiðslum og þurfti að fara í uppskurð á hné. Þessi vandamál komu upp vegna þess að ég hugs- aði ekki nógu vel um mig og var ekki nógu fagmannlegur í nálgun minni á fótboltanum.“ Fór til Englands „Þaðan fór ég til Englands til Bradford. Ég var á bekknum í vara- liðsleik gegn Aston Villa. Ég átti ekki að spila neitt því helgina eftir var ég í byrjunarliðinu í deildinni. Eft- ir 20 mínútur var liðið 0–4 undir og þjálfarinn spurði mig hvort ég vildi ekki koma inn á og prófa að spila á Englandi. Þar kom ég inn á og varði mjög vel gegn yfirburðaliði Aston Villa en þá lenti ég í því að rústa á mér hnénu á ný. Ástæðan var sú að aðgerðin sem gerð var á hnénu í Danmörku var ekki nógu vel fram- kvæmd. Í rauninni var ekki gert við neitt í hnénu í aðgerðinni og svo var það læknir á Englandi sem ráðlagði mér að minnka þetta æfingaálag þegar hann sá alla meiðslasöguna,“ segir Stefán. Kom til Íslands Stefán kom til Íslands eftir síð- ustu meiðslin og fór að vinna. „Lík- amlega var ég búinn að fá nóg. Það var ekkert gaman að geta ekki gert eins vel og maður veit að maður getur því maður var alltaf meidd- ur. Eftir þetta kom ég til Íslands og spilaði ekki neitt í tíu mánuði. Síð- an æfði ég með Þrótti í þrjá mánuði og hætti svo aftur í tíu mánuði. Þá kom KS/Leiftur inn í dæmið og ég spilaði alla leiki með þeim í annarri deild en æfði ekkert og var bara að vinna. Síðan tók ég annað tímabil og fann það að mér leið vel og fann ekki fyrir neinu. Þá kom Teitur Þórð- arson og bauð mér að koma í KR og æfa eins og maður. Hann sagði þó við mig að ef mér liði eitthvað illa í hnénu gæti ég hvílt mig. Það hef- ur ekki enn gerst og í dag líður mér vel. Það eina sem ég sakna er þessi kraftur sem ég hafði þegar ég var í atvinnumennskunni en á móti er ég skynsamari. Ég vildi geta stundað þetta betur en ég hef að sama skapi verið mjög heppinn með vinnuveitendur hjá Harðviðarvali. Þeir hafa sýnt mér mikinn skilning og leyft mér að fara á æfingar og í leiki sem er nokkuð sem flestir leikmenn eru í vandræð- um með. Ég er ofboðslega þakklátur þeim en þetta eru miklir KR-ingar. Hjá KR líður mér afskaplega vel og þetta félag hefur verið frábært fyrir mig,“ segir Stefán. Í góðu sambandi við Owen Hargreaves Stefán kynntist Owen Har- greaves, leikmanni Manchester United, þegar hann var í Bayern München. Þeir halda góðu sam- bandi í dag en Stefán talar afar vel um þennan vin sinn. „Honum líð- ur frábærlega í Manchester, hann segir að allt sé svo stórt að það hálfa væri nóg. Bayern var stórt félag en Manchester United er risavaxið og honum finnst frábært að koma til liðsins sem var svona lengi að eltast við hann. Hann á mikið af ættingjum og fjölskyldu á Englandi þrátt fyrir að hafa verið lengi í Þýskalandi. Það sem gerir þetta svolítið sérstakt er að þegar ég kynntist honum árið 1997 sagði hann við mig að hann ætlaði að spila í sömu stöðu og Beckham eða allavega á miðjunni í treyju númer 7 hjá Manchester Un- ited. Það hefur gengið eftir að öllu leyti nema kannski því að hann spilar í treyju númer 4. Hann er mjög sérstakur kar- akter með það að hann sagði strax frá upphafi að ef hann myndi ekki meika það myndi hann hætta. Hann sagðist aldrei ætla að spila í þriðju deildar liði eða annarrar deildar liði. Það verður ekki af honum tekið að hann er frábær karakter sem gef- ur mikið af sér. Hann hefur hjálpað fátækum börnum og er alltaf tilbú- inn að hjálpa. Svo er hann einnig at- vinnumaður fram í fingurgóma og hann hefur lagt miklu harðar að sér en flestir aðrir til þess að ná þangað sem hann er í dag. Ég hef alltaf haft mikla trú á honum og þar sem mað- ur er aðdáandi Manchester United er þetta ekkert leiðinlegt. Ég hafði smá áhyggjur þegar Chelsea var inni í myndinni hjá honum en þetta fór allt vel. Þessi félagsskipti eru mikill heiður fyrir hann því hann var rakkaður niður af enskum fjöl- miðlum á sínum tíma fyrir að spila ekki á Englandi. Annars er okkar vinskapur bara eins og hverra annarra. Munur- inn er bara sá að hann spilar fyr- ir Manchester United en ég er að vinna í Harðviðarvali. Hann hringdi í mig þegar hann var að skrifa undir og spurði hvað ég væri að gera en ég grínaðist með því að segjast vera að telja bréfaklemmur. Ég er hins veg- ar mjög sáttur við að hann stendur sig vel og vil honum allt það besta,“ segir Stefán Logi að lokum. vidar@dv.is DV Sport föstudagur 7. september 2007 35 Stefán Logi Magnússon hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað knattspyrnu í sex löndum og var meðal annars á mála hjá stórliði Bayern München. Hann lenti í ýmsu hjá Bayern München og æfði meðal annars með Oliver Kahn sem var um árabil álitinn einn besti markvörður í heimi. Þar kynntist hann einnig Owen Heargraves, leikmanni Manchest- er, sem er góður vinur hans í dag. VÍÐFÖRULL MARKVÖRÐUR „Annars er okkar vinskapur bara eins og hverra annarra. Munurinn er bara sá að hann spilar fyrir Manchester United en ég er að vinna í Harð- viðarvali.“ Vinur Owens Hargreaves stefán segir Hargreaves hafa stefnt að því að spila með manchester united frá því hann var unglingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.