Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 37
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 37
Hann tekur fíkla sem dæmi. „Ég
upplifði það mjög sterkt á meðferðar-
heimilinu sem ég vann á úti í Noregi
að flestir þeir strákar sem þar voru,
því ég var með strákana á mínum
snærum og konan mín með stúlk-
urnar, höfðu orðið fyrir kynferðislegri
misnotkun. Þeir sögðu að til þess að
deyfa sársaukann hefðu þeir farið út í
eiturlyf. Það er oftast afleiðing af ein-
hverju öðru sem fólk lendir í ýmsum
hlutum, til að mynda andlegu eða lík-
amlegu ofbeldi.“
En hvernig tengist þetta samkyn-
hneigð? „Ég held að margar konur hafi
viðbjóð á karlmönnum af því hvernig
karlmaðurinn hefur farið með kon-
una. Ef karlmaður nálgast þær er eins
og allar klær fari út. Þær eru búnar að
fá nóg af karlmönnum. Kannski leið-
ast þá sumar konurnar út í það að eiga
í sambandi við aðrar konur, kannski
að sumar konur skilji hvor aðra. Og
ég held að þetta eigi líka við um suma
karlmenn. Ég er ekki að dæma sam-
kynhneigða með þessu. Samkyn-
hneigð er afleiðing af einhverju öðru.
Við heyrum fólk segja þetta við okk-
ur. Samkynhneigðir koma og ræða við
mig um þetta, það eru samkynhneigð-
ir í kirkjunni án þess að þeir séu endi-
lega að stunda það. Fólk vill fá hjálp.
Sumir vilja ekki lifa eins og þeir lifa og
vilja fá hjálp út úr þessu.“
Hægt að hjálpa
samkynhneigðum
Hann segist trúa því að það sé
hægt að hjálpa samkynhneigðum út
úr samkynhneigð. „Já, ég trúi því, af
því að ég hef séð það. Ef Guð skapaði
okkur, getur hann líka lagað okkur.“
Spurður hvernig hann hjálpi fólki út
úr samkynhneigð, svarar hann: „Með
bæn. Það er Guð sem kemur með
lausnina í líf okkar. Þegar hann kemur
með friðinn og lausnina sem við erum
að leita er það Guð einn sem getur
prógrammerað upp á nýtt. Nú hef ég
unnið mikið með eiturlyfjaneytendum
og þekki því vel hve sú krumla er
gríðarleg. Þeir ná bara ekki að stjórna
sjálfum sér og áður en þeir vita af eru
þeir komnir út í eiturlyfin og farnir
að berja mann og annan. Þegar Guð
kemur inn í líf þeirra og leysir þá
undan fíkninni fer þá bara að langa
til að upplifa Guð. Hið sama á við um
samkynhneigða. Sumir þurfa viðtöl og
hjálp í langan tíma.
Kirkjan hér er ekki fullkomin.
Ég lít oft á hana sem bílaverkstæði,
þangað koma klesstir bílar, ryðgaðir,
bremsulausir og í alls konar
ásigkomulagi. Þeir fara hins vegar
út af verkstæðinu í lagi. Þannig er
kirkjan. Fólk kemur hingað í alls kyns
ásigkomulagi en meistarinn hér er
Jesú sjálfur.“
Hafna þróunarkenningunni
Allt þetta er rökstutt með
Biblíunni. Trúir hvítasunnufólk
þá á sköpunarsöguna eins og
hún kemur fyrir þar og hafnar
þróunarkenningu Darwins? „Já,
við trúum á sköpunarsöguna en
ekki þróunarkenninguna. Darwin
hafnaði henni meira að segja sjálfur
á dánarbeðinum, sagði að hún væri
bara kenning.“
En síðan eru liðin mörg ár. „Jú, jú.
Ég trúi á að Guð hafi skapað okkur
þótt ég viti líka að það er þróun í
gangi. Auðvitað erum við alltaf að
þróast. Lífsgæði okkar stuðla meðal
annars að því að við breytumst en
ég trúi því ekki að við séum komin af
öpum. Af hverju hefur þá apinn ekki
þróast í eitthvað annað? Við trúum
því að Guð hafi skapað okkur í þeirri
mynd sem við erum.“
Vörður segist muna eftir einum
kennara sérstaklega, þegar hann
var í skóla, sem var mjög harður á
þróunarkenningunni. „Af hverju
er hún réttara en hitt? Af hverju
er þróunarkenningin talin réttari?
Það er ekkert búið að sýna fram á
það. Vísindin stangast á um það og
ég trúi því sjálfur að vísindalega sé
sköpunarsagan rétt,“ segir hann.
Páll var ekki kvenhatari
Hann segir, aðspurður, að Biblían
tali um jafnrétti kynjanna. „Margir, til
dæmis rauðsokkurnar hér áður fyrr,
hafa vitnað í orð Páls postula og sagt
að hann væri kvenhatari, sem er alls
ekki rétt. Páll segir að maðurinn eigi
að elska eiginkonu sína eins og sjálf-
an sig. Hann segir einnig að konurn-
ar eigi að vera undirgefnar eiginmanni
sínum. Þar er hann að tala til samtíð-
ar sinnar. Konan var réttlaus. Páll er
með þessu að benda á að það eigi að
ríkja jafnrétti milli kynjanna og að karl-
ar og konur eigi að virða hvort annað.
Jesús talar um það líka. Í hjónabandi
er karlmaðurinn ekki einhver stjórn-
andi, það sem Biblían talar um þegar
hún segir að karlmennirnir eigi að vera
höfuð heimilisins, er að þeir eiga fyrst
og fremst að vera andlegt höfuð heim-
ilisins, þeir eiga að vera þessi hlíf kon-
unnar sinnar og barnanna sinna, þessi
andlega vernd.“
Hann segir að mjög margir karl-
menn bregðist þar, konan sé komin í
stöðu karlmannsins, hún verndi börn-
in, hugsi um heimilið og geri nánast
allt. „En karlmaðurinn er bara ein-
hvers staðar úti. Þannig eru bara mjög
mörg hjónabönd í dag. Þetta er það
sem Biblían er að tala um, við eigum
að taka stöðu okkar og þegar karlmað-
urinn gerir það líður konunni hvergi
betur. Hún þráir þetta öryggi, að finna
væntumþykjuna, að hann hugsi um
heimilið, að hann sé ekki bara alltaf
úti að vinna. Hún vill ekki bara laun-
in hans, hún vill verndina, hún vill ör-
yggið.“
Guð ætlaði aldrei skilnað
Skilnaðir eru fátíðir í hvítasunnu-
söfnuðinum. „Guð ætlaði aldrei að
fólk ætti að skilja. Hjónabandið er
eitthvað sem er heilagt. Jesú stend-
ur frammi fyrir því sjálfur að hann er
spurður um þetta og hann svarar því
að Móse hafi gefið út skilnaðarskrá.
En guð ætlaði aldrei skilnað,“ segir
Vörður.
Hann segir að margir misskilji orð
Jesú þegar hann talar við lærisveina
sína um skilnað. „Þá segir hann að
sá sem skilur við konuna sína verð-
ur þess valdandi að hún muni drýgja
hór. Margar konur segjast skilja þetta
þannig að þær verði hórkonur ef þær
skilji. Það er samt ekki þannig. Við
verðum að skilja þjóðfélagið sem
Biblían er sprottin upp úr. Konan
var réttlaus, maðurinn gat skilið við
konuna við minnsta tilefni. Hann gaf
út skilnaðarbréf og skildi við hana.
Konan hafði ekkert um það að segja,
var réttlaus og gat ekki framfleytt
sér. Hún hafði engin tök á að vinna
og eina leiðin til að afla tekna var að
selja sig. Það er þetta sem Jesú átti
við, hann var að tala til karlmann-
anna og vildi vernda konuna,“ segir
Vörður til áréttingar.
Hann segist aldrei skilja fólk, til
þess hafi hann ekki leyfi. „Hlutverk
okkar presta er að sætta fólk. Ef það
tekst ekki skrifa ég um það vottorð
sem hjónin geta síðan farið með til
sýslumanns sem síðan skilur fólk.
Auðvitað skilur fólk í þessari kirkju.
Skilnaðir eru hins vegar mun fátíð-
ari en til að mynda í Þjóðkirkjunni.
Í rauninni mjög fátíðir. Sem betur
fer tekst oft að sætta fólk og fá það til
að ræða málin, útrýma misskilningi
sem veldur oft misklíðinni, þannig
að þau hætta við að skilja og verða
oft hamingjusamari en nokkru sinni
áður. Fólk hefur náð að gera upp sitt
líf, að fyrirgefa hvort öðru.“
Trúboðar á mótorhjólum
Mótorhjólaklúbburinn Trúboðar
var stofnaður fyrir tilstuðlan Varð-
ar. „Það var þannig að ég var stadd-
ur í Harley Davidson-búð í Flórída í
Bandaríkjunum þar sem ég ætlaði að
kaupa leðurstígvél fyrir Halldór Jóns-
son bæklunarlækni. Þá sá ég fullt af
Harley Davidson-hjólum og varð al-
veg veikur. Í gegnum síma æsti Hall-
dór mig upp í að kaupa hjólið þannig
að ég fór út með stígvél og mótor-
hjól.“ Stuttu síðar stofnaði hann mót-
orhjólaklúbb Fíladelfíu. „Við ætluð-
um að kalla klúbbinn Holy Riders,
en af því að við vildum ekki nota lóg-
óið þeirra vildum við ekki nota nafn-
ið. Reyndar kom upp hugmynd hvort
við ættum ekki að kalla okkur Engl-
ar í lágflugi, en það varð síðan úr
að við kölluðum okkur einfaldlega
Trúboðar.“ Alls mættu sjö eða átta á
stofnfundinn og kusu Halldór Jóns-
son bæklunarlækni formann. Nú eru
meðlimir 41 og að sögn Varðar fjölgar
sífellt í hópnum.
„Við hittumst alltaf á miðviku-
dögum og hjólum þá saman. Þetta
er bæði áhugamálið okkar og trúin,
við ætlum að vera fyrirmynd í um-
ferðinni, að hafa áhrif á mótorhjóla-
menn. Ég var til að mynda einu sinni
spurður hvort ég væri mótorhjóla-
glæpamaður, sem sýnir nú viðhorf-
ið til þeirra sem aka mótorhjólum
því sumir hafa verið glæpamenn á
mótorhjólum, því miður.“
Vont að lítilsvirða
það heilagasta
Auglýsing Símans sem byggist á
síðustu kvöldmáltíðinni hefur farið
fyrir brjóstið á mörgum. Að lokum,
hver er skoðun Varðar á auglýsing-
unni? „Ég hef ekki séð hana en hef
heyrt af henni. Konan mín sá hana
og sagði að hún hryggði sig. Mér
finnst alltaf svolítið vont þegar ver-
ið er að taka það allra heilagasta,
eins og kvöldmáltíðina, og lítilsvirða
það. Ég heyrði að Biskupsstofa hefði
gagnrýnt þetta og get ímyndað mér
að ég sé sammála þeim, ef ég miða
einungis við það sem ég hef heyrt af
auglýsingunni,“ segir Vörður Leví.
Læknar samkynhneigð
með Guðs hjálp
Vörður Leví á hjólinu „Við ætluðum að kalla klúbbinn Holy riders, en af því að við
vildum ekki nota lógóið þeirra vildum við ekki nota nafnið. reyndar kom upp
hugmynd hvort við ættum ekki að kalla okkur englar í lágflugi, en það varð síðan úr
að við kölluðum okkur einfaldlega trúboðar.“ DV-MYNDIR ÁSGEIR
„Ég trúi því ekki að við
séum komin af öpum.
Af hverju hefur þá
apinn ekki þr�ast í eitt�
hvað annað? Við trúum
því að Guð hafi skapað
okkur í þeirri mynd sem
við erum.“