Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Side 39
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 39
Atli Bollason, hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar og verk-
efnisstjóri Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík
Að geta gert það sem ég vil
„Að geta gert nákvæmlega það sem ég vil, hvenær
sem ég vil, eins lengi og ég vil og fá ógeðslega mikinn
pening fyrir það. Það er mjög breytilegt hvað það er
sem ég nákvæmlega vil en þessa dagana er það
tónlistartengt,“ en Atli og aðrir meðlimir hljómsveit-
arinnar Sprengjuhallarinnar lögðu lokahönd á
plötuna sína síðastliðið laugardagskvöld. „Það má því
segja að draumur hafi ræst þegar platan var tilbúin
enda liggur gríðarleg vinna að baki.“ Með fyrirfram-
greiðslu frá útgáfufyrirtæki Sprengjuhallarinnar,
Senu, var slegið upp veislu. „Við keyptum fullt af bjór,
pöntuðum sushi og hlustuðum á plötuna sautján
sinnum.
En á ég að segja þér hver draumurinn minn er í
alvörunni?“ Blaðamaður játar því. „Í honum er ég á
tónleikaferð í Bandaríkjunum að spila á 700–800
manna tónleikastöðum. Við vinirnir í hljómsveitinni
flökkum á milli borga í rútu. Eftir eitthvert partíið
erum við staddir á kjúklingastað. Ég bít í kjúklinga-
borgarann, lít yfir vinahópinn og þrátt fyrir hausverk-
inn og grámygluna er ég fullkomlega sáttur við stöðu
mína. Ég er að bíða eftir þessu augnabliki.“
Þórunn Lárusdóttir, leikkona
Launahækkun kennara
„Þegar komið er með svona stóra spurningu getur verið erfitt að
svara. Auðvitað á maður marga persónulega drauma sem maður kýs
að tjá sig ekki um við aðra. Þannig draumar rætast ekki ef maður segir
frá þeim.
Ef ég á að tjá mig um almenna drauma þætti mér frábært ef hægt
væri að kaupa matvöru á Íslandi á viðráðanlegu verði. Einnig myndi
ég vilja geta sent börnin í mín í skóla til fólks sem fær borguð mann-
sæmandi laun. Þetta ætti alveg að vera hægt miðað við peningaflæðið
í landinu í dag.
Síðan væri ekki verra ef launahækkun leikara fylgdi í kjölfarið.“
Sigrún Eðvalds-
dóttir fiðluleikari
Umskurði
kvenna
útrýmt
„Mér finnst eins og ég sé í
raun og veru að lifa drauminn
minn. Mér líður vel og það er
allt í blóma. Það er ekkert sem ég
óska mér sérstaklega nema það
að allir geti lifað í sátt og sam-
lyndi, óháð trú eða þjóðerni.
Það er hins vegar mjög fjarlægur
draumur að trúarstríð heyri sög-
unni til. Reyndar er eitt sem ég
hugsa dálítið mikið um. Ég vildi
óska að umskurður kvenna við-
gengist hvergi í heiminum. Það
eru loksins komin lög sem banna
þetta í Egyptalandi en þetta er
engu að síður víða við lýði. Ég las
eitt sinn rosalega bók eftir Alice
Walker sem fjallar um þetta og
hún hafði mikil áhrif á mig. Mér
finnst þetta hræðilegt og minn
draumur er sá að þessum að-
gerðum verði útrýmt.“
Mummi í
Götusmiðjunni
Langar að
setjast í leik-
stjórastólinn
„Stóri draumurinn er að koma þess-
ari blessuðu Götusmiðju yfir strikið.
Hann er ekki að rætast ennþá því við
erum alltaf í þessu fjársvelti. Draum-
urinn er að geta séð Götusmiðjuna
starfa án áhyggna. Svo á ég mér ann-
an draum sem er dálítið leyndarmál.
Ég er gamall kvikmyndagerðarmaður
og þegar ég verð búinn að leysa vímu-
efnavandamál á Íslandi er draumur-
inn að geta snúið sér að því. Hljómar
kannski svolítið hrokafullt. Hvort sem
ég geri það með vímuefnamálunum
eða færi mig um set hefur það lengi
verið draumur. Ég er samt ekki búinn
að sjá hinn drauminn rætast enn.“
Birgir Örn Steinarsson, tónlistar- og
blaðamaður
Dreymir um að leggja
niður trúarbrögð
„Draumurinn minn er að viðhalda andlegu heilbrigði og lifa góðu lífi.
Annars hef ég verið ótrúlega heppinn því mér hefur einhvern veginn tekist
að gera það sem ég hef viljað gera. Hlutirnir gerast líka oftast óvænt svo ég
er hættur að gera framtíðarplön. Þetta hljómar eflaust klisjukennt en mér
finnst hver einasti dagur vera bestur í heimi. Ég er bara búinn að hlaupa af
mér hornin og er mjög sáttur. En svo á ég mér einn draum sem ég veit að
verður aldrei að veruleika. Hann er sá að öll trúarbrögð verði lögð niður, að
fólk átti sig á því að það þarf engan millilið til að finna guð. Trúarbrögð eru
gallaður leiðarvísir manna til að finna mátt sinn enda skrifaður af mönn-
um en ekki guði. Fyrir utan allt annað eru allar hörmungar heimsins í dag
tengdar trúarbrögðum.“