Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Qupperneq 50
DV Helgarblað föstudagur 7. september 2007 50
Sakamál
Ef nefna ætti fáránlegasta dóm eða ákæru
í réttarsögu Bandaríkjanna væri af nógu að
taka. Nú lætur Pennsylvaníuríki að sér kveða
í því sambandi því mál hins sjötíu og eins
árs gamla William Barnes er afar sérstakt.
Barnes hefur verið ákærður fyrir morð
fjörutíu og einu ári eftir að skotbardaginn
átti sér stað, árið 1966, en fórnarlambið dó
fyrir tveimur vikum. Fórnarlambið, Walter
T. Barclay lögregluþjónn, lamaðist vegna
skaða sem hann hlaut í skotbardaganum
og var bundinn við hjólastól þaðan í frá.
Hann beið engan heilaskaða, en líf hans
varð að sjálfsögðu með öðrum hætti en hann
hafði ætlað. Hann bjó þó á eigin heimili
en fyrir fimm árum einangraði hann sig á
meðferðarheimili.
Deyr af völdum sýkinga
William Barnes fékk fimmtán ára fang-
elsisdóm fyrir tilraun til morðs og afplánaði
hann. Nú stendur hann frammi fyrir nýjum
ákærum, sjötíu og eins árs að aldri, því rétt-
arlæknir fullyrðir að banamein Barclays hafi
verið sýkingar af völdum skotsáranna sem
hann hlaut árið 1966. Saksóknarinn, Lynne
Abraham, er viss í sinni sök.
„Við getum fært sönnur á sekt Williams
Barnes í dauða Walter T. Barclays. Lögin
kveða á um að ef gerandi kemur af stað
keðjuverkuner hann, óháð tímamörkum,
ábyrgur fyrir afleiðingum sem eru tilkomnar
vegna hennar, svo fremi að sannað þyki að
ekkert annað hafi rofið ferlið,“ sagði hún.
Ákærður fyrir morð fjörutíu og einu ári eftir skotárás:
Bandarískt réttlæti
Árið 1959, nánar tiltekið 9. júní,
hvarf hin tólf ára gamla Lynne
Harper ekki langt frá flugherstöð
Konunglega kanadíska flughersins í
Clinton, Ontaríó, í Kanada. Tveim-
ur dögum síðar, síðla dags 11. júní,
fannst lík hennar skammt frá ná-
lægum bóndabæ. Lynne hafði ver-
ið nauðgað og hún kyrkt með sinni
eigin blússu. Fyrr um kvöldið hafði
Steven Truscott, fjórtán ára, gefið
henni far á reiðhjóli sínu. Þau voru
skólafélagar í Hugh Campell-skól-
anum, rétt norðan við flugherstöð-
ina og þaðan hafði leið þeirra legið.
Varðhald og ákæra
Innan tveggja daga hafði
lögreglan tekið Steven Truscott
fastan. Innan sjö klukkustunda
horfðist hann í augu við ákæru
um morð. Saksóknari fór fram
á að réttað yrði yfir honum sem
fullorðnum en þeirri kröfu var vísað
frá og réttarhöld yfir Steven hófust
um miðjan september sama ár.
Réttarhöldin tóku einungis fimmtán
daga og kviðdómurinn úrskurðaði
Steven Truscott sekan, en höfðaði til
miskunnar dómarans. En dómarinn
í málinu, Justice Ferguson, dæmdi
sakborninginn til hengingar, eins
og kanadísk lög kváðu á um.
Dómurinn mildaður
Steven Truscott var árið 1959
yngsti einstaklingurinn á dauða-
deild í Kanada. Mál hans er eitt það
þekktasta og umdeildasta í réttar-
sögu landsins. Eftir að dómur hafði
verið kveðinn upp dvaldi Steven í
klefa sínum, í skugga gálgans, og
þremur áratugum síðar rifjaði hann
upp þessa daga. Daga sem liðu í
ótta vegna tilhugsunarinnar um
að snaran myndi herðast að hálsi
hans fyrir fimmtán ára afmælið. „Ég
vaknaði einn daginn og einhver var
að smíða fyrir utan klefann minn.
Maður gat heyrt hamarshöggin
og ég hélt að þeir væru að smíða
gálgann,“ sagði hann. Eftir fjögurra
mánuða fangelsisvist var dómn-
um breytt í lífstíðarfangelsi. Ekki er
loku fyrir það skotið að mál Stevens
hafi ýtt undir ákvörðun kanadískra
stjórnvalda að afnema dauðarefs-
ingu í landinu árið 1976.
Málið verður forsíðufrétt
Mál Stevens var frá upphafi um-
deilt. Ekki eingöngu vegna hins
unga aldurs hans, heldur einnig
vegna efasemda margra um sekt
hans. Árið 1966 kom út bókin The
Trial of Steven Truscott, eftir Isa-
bel LeBourdais. Í bókinn gagnrýn-
ir höfundurinn fljótaskriftina sem
einkenndi lögreglurannsóknina og
varpaði fram spurningum um rétt-
arkerfi landsins, sem hafði verið
talið óskeikult. Röksemdir hennar
urðu forsíðufrétt og stjórn landsins
krafðist þess að málið yrði endur-
skoðað. Hæstiréttur Kanada endur-
skoðaði mál Stevens, ekki með til-
liti til sýknu eða sektar, heldur til að
ákveða hvort hann skyldi fá ný rétt-
arhöld. Með átta atkvæðum gegn
einu var ákveðið að dómur yfir hon-
um skyldi standa.
Annmarkar á rannsókn
Steven Truscott fékk reynslu-
lausn eftir að hafa afplánað tíu
ár. Hann tók upp nýtt nafn og
hélt sig til hlés til ársins 2000.
Þá sýndi CBC-sjónvarpsstöðin í
Kanada heimildarmynd um mál-
ið. Þar komu fram vísbending-
ar sem, ásamt þeim sem kom-
ið höfðu fram í bók LeBourdais,
bentu til verulegra annmarka á
rannsókn lögreglunnar. Lögregl-
an hafði með öllu afskrifað mögu-
leikann á að einhver annar hefði
framið glæpinn og gert lítið úr
vitnisburði sem ekki hafði hugn-
ast henni. Málið hafði einungis
verið byggt á líkum og vitnisburði
meinafræðings sem staðhæfði að
Lynne hefði dáið á tímabilinu frá
klukkan sjö til klukkan stundar-
fjórðung í átta kvöldið sem hún
hvarf. Meira að segja í dag, með
allri nútímarannsóknartækni, er
hæpið að hægt sé að ákvarða dán-
arstund með slíkri nákvæmni. En
lögreglan var sátt.
Kynferðisglæpamenn í grennd
Aldrei á meðan á rannsókn
málsins stóð voru rannsakaðir aðrir
möguleikar en Steven Truscott.
Blaðamenn komust að því í gömlum
herskjölum að í tuttugu mínútna
fjarlægð frá flugherstöðinni bjó
Alexander Kalichuk. Hann var
liðsforingi í flughernum, mikill
drykkjumaður og hafði tengst
kynferðisbrotum. Lögreglan hafði
haft afskipti af honum eftir að hann
reyndi að tæla tíu ára gamla stúlku
inn í bifreið sína þremur vikum
áður en Lynne Harper hvarf. Annar
ónafngreindur maður, rafvirki
með nauðgunardóma á bakinu,
starfaði í herflugstöðinni og þekkti
til Harper-hjónanna. Þessir tveir
komu aldrei til álita lögreglu í máli
Stevens Truscott.
Hélt alltaf fram sakleysi
Þegar Steven Truscott kom
fram á sjónarsviðið árið 2000
sagðist hann vilja hreinsa nafn sitt
vegna barna sinna og barnabarna.
Hann hélt alltaf fram sakleysi
sínu. Samtök sem taka að sér mál
ranglega dæmdra manna tóku
Steven Truscott upp á arma sína.
Árið 2001 fóru samtökin fram á
að málið yrði tekið upp að nýju. Í
sjö hundruð blaðsíðna skýrslu var
sýnt fram á þröngsýni lögreglunnar
við rannsókn málsins og hundsun
hennar á mikilvægum vitnum og
öðrum mögulega grunuðum. Mál
hans var tekið fyrir árið 2006 og í
ljósi nýrra vitnisburða og nýrra
sönnunargagna var sektardómur
Stevens Truscott felldur.
Stórir skór
Ef hinn breiði vegur
syndarinnar freistar einhvers,
verður viðkomandi að búa
yfir lágmarksskynsemi. Hún
reiddi greinilega ekki vitið í
þverpokunum ísraelska konan
sem tekin var fyrir þjófnað í
skóbúð einni í Ísrael. Nokkrum
dögum fyrir handtökuna hafði
hún stolið skóm á son sinn en
komst að því að þeir voru af
rangri stærð. Hvað var til ráða?
Jú, konan sneri aftur á vettvang
glæpsins til að fá skónum skipt.
Í millitíðinni hafði þjófnaður
konunnar uppgötvast og
afgreiðslumaðurinn bar kennsl
á konuna, hringdi í lögregluna
og... úti er ævintýri.
Harrisburg, höfuðborg Pennsylvaníu ríkið kemst á blöð
sögunnar vegna undarlegs réttarfars.
Upp með hendur
Þegar tveir starfsmenn bensínstöðvar í Ionia í Michigan í
Bandaríkjunum neituðu að afhenda ölvuðum þjófi
peningana, hótaði hann að hringja á lögregluna. Þeir
neituðu engu að síður að verða við kröfum hans og hann
hringdi á lögregluna og var handtekinn.
Flas er ekki
til fagnaðar
Ef ætlunin er að fremja
afbrot er betra að líta í kringum
sig. Þessu gleymdi einn
seinheppinn smákrimmi í
Kaupmannahöfn. Um miðja
nótt réðst hann á og rændi
sextugan karlmann. Á meðan
ræninginn neyddi fórnarlambið
til að afhenda peningaveski
sitt fylgdist lögreglan með.
Lögreglunni var því í lófa lagið
að handtaka smákrimman
strax í kjölfarið og mótmæli
höfðu lítið að segja því hann var
með ránsfenginn á sér. Hvar er
lögreglan þegar maður þarfnast
hennar? Á staðnum.
Brókarlaus í
blómabeði
Mark Stahnke frá Wisconsin
í Bandaríkjunum vaknaði
timbraður dag einn eftir gott
fyllirí. Til að bæta gráu ofan á
svart var hann brókarlaus í garði
nágrannans. En það var ekki það
versta, því í einum vasa hinnar
glötuðu brókar var ávísun upp á
sem svarar til tveggja og hálfrar
milljónar íslenskra króna. En
lánið hafði leikið við Mark, því
miskunsamur samverji hafði
fundið buxurnar og skilað á
næstu lögreglustöð og þar gat
Mark vitjað þeirra.
Árið 1959 vakti mál Stevens Truscott mikla athygli. Aðeins fjórtán ára að aldri var
hann dæmdur til dauða í Kanada fyrir morð. Rannsókn lögreglunnar á þeim tíma var
umdeild og margir efuðust um sekt Stevens. Nú hefur málið loks verið til lykta leitt.
Löng Leið tiL réttLætis
Steven Truscott Hélt alltaf fram sakleysi sínu.Vettvangurinn
Lögreglumaður þar sem líkið fannst.