Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2007, Síða 52
Elder Scrolls IV: Oblivion er svo
ógeðslega feitur leikur, að menn fá
hreinlega illt í bakið ef þeir spila hann
of lengi. Sjálfur er ég mikill aðdáandi
hlutverkaleikja og hef ekki verið með
sjálfum mér síðan ég kláraði Diablo
2. Elder Scrolls býður upp á alveg
risastóran heim, þar sem leikmenn
geta nokkurn veginn hegðað sér eins
og þeim sýnist. Auðvitað er einhver
útpæld og svaðaleg saga í gangi, um
myrk öfl sem ásækjast völdin í landinu
og leikmenn verða að stöðva, en þó er
hægt að dunda sér við virkilega margt
annað í leiðinni. Hægt er að velja á
milli tíu kynstofna (races) og fjölda
hlutverka (classes). Svo þeysir maður
um landið á hesti, berst við hina ýmsu
vætti, leysir verkefni, brýst inn í hús,
starfar sem þjófur, bardagamaður,
launmorðingi og margt fleira. Það
er langt síðan ég sá jafnstóran heim
og er í Oblivion, en miðað við kynni
mín af honum hingað til er hann
ekki ósvipaður þeim heimi sem við
búum í, semí. Oblivion er einhver
svakalegasti hlutverkaleikur sem ég
hef spilað, já alveg síðan Diablo 2.
Auðvitað eru RPG-leikir ekkert fyrir
alla, en þeir menn sem eyddu öllum
helgum í níunda og tíunda bekk að
spila Warhammer og AD&D, eru
mjög sáttir. Leikurinn hefur fengið
rosalega dóma, næstum fullt hús hjá
öllum miðlum. Þó er leikurinn alveg
rosalega langur og þá meina ég alveg
rosalega. Ég spilaði hann á Playstation
3, og er illa sáttur á því, sérstaklega
þar sem ég sé fyrir mér ágætt haust,
að þeysa um sléttuna á hestinum. Dóri
DNA
dóri dna segir:
&
U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s
föstudagur 7. september 200754 Helgarblað DV
leikirtölvu
stuntman Ignition – playstation 2
Worms Open Warfare 2 – psp Nds
rogue galaxy – ps2
Heavenly sword – ps3
darkness – Xbox 360/ ps3
Kíktu á þessa
Wii rokselst
Samkvæmt vefsíðum sem sérhæfa
sig í nýjustu sölutölum helstu
leikjavélanna vex Nintendo Wii
heldur betur ásmegin. Samkvæmt
nýjustu sölutölum hefur Wii selst í
yfir 10,5 milljónum eintaka sem er
svipað eða meira en Xbox 360. Það
verður að teljast glæstur árangur þar
sem Wii hefur verið mun skemur á
markaði. Þá hefur Nintendo DS selst í
rúmlega helmingi fleiri eintökum en
PSP á heimsvísu. PS3 er hægt og
bítandi að rétta úr kútnum eftir
lélega byrjun og hefur vélin nú selst í
um 4,5 milljón eintökum.
stranglehold
mættur
Þrátt fyrir miklar seinkanir er leikurinnn
stranglehold loksins kominn út. Leikurinn
er aðeins kominn á
pC núna, en seinna
í mánuðinum
munu ps3- og
Xbox-útgáfur
leiksins koma út.
Það er hasarmynda-
leikstjórinn John
Woo sem er á bak
við leikinn, sem er
sagður alveg
rosalegur. menn fara í hlutverk lögreglu-
mannsins tequila Yueng Long, sem þarf
að takast á við illskeytta og hættulega
glæpamenn.
haze fyrir Ps3
Tölvuleikjaframleiðandinn Ubisoft
hefur ákveðið að leikurinn Haze muni
aðeins koma út á PS3, en ekki á PC og
Xbox 360 eins og áður var tilkynnt.
Haze er skotleikur sem gerist í
framtíðinni en leikurinn ku vera
stórsmíð. Haze kemur út í nóvember
aðeins á PS3 og ekki er búist við því
að hann komi út á aðrar leikjatölvur,
Xbox-mönnum til mikillar gremju.
Nú er það alveg komið á hreint að
einhver magnaðasti fjölspilunarleik-
ur sögunnar er á leiðinni. Um er að
ræða Enemy Territory: Quake Wars
frá framleiðendunum id Software og
Activision. Leikurinn er í sama anda
og Wolfenstein: Enemy Territory,
nema að þessu sinni er forsagan sú
sama og í Quake tvö og fjögur. Sem
sagt, herir Global Defense Force og
hinir nett ógeðslegu og stórhættulegu
Strogg mætast í fyrstu persónu skot-
leik, þar sem barist er um tilvist jarð-
arinnar. Leikurinn gerist árið 2065
og hafa leikmenn fjölbreytt val um
hvernig persónu þeir spila. Þó svo að
helsti styrkleiki leiksins sé óviðjafnan-
leg netspilun hans, er þó einnig hægt
að spila hann gegn tölvunni. Hins veg-
ar þegar menn spila yfir netið þurfa
þeir að hafa öll sín mál á hreinu, því
samvinna með öðrum leikmönnum,
sem gætu þess vegna verið í öllum
heimsins hornum, er bráðnauðsyn-
leg. Leikmenn geta ekið um svæðin
á ógnarlegum farartækjum og hafa úr
fjölda vopna að velja. Nú þegar hefur
leikurinn vakið mikla athygli á með-
al áhrifamanna innan tölvuleikja-
heimsins, en hann hefur unnið til 15
viðurkenninga úti um allan heim og
er af mörgum sagður leikur ársins
2007, þrátt fyrir að gripurinn komi
ekki út fyrr en 28. september. „Vinnan
og ástríðan sem okkar menn hafa sett
í leikinn ásamt góðum ráðum sem við
höfum fengið frá id Software, hefur
skilað sér í leik sem við erum einstak-
lega stolt af. Við getum hreinlega ekki
beðið eftir því að aðdáendur leiksins
vaði af stað um allan heim og berj-
ist um heiður jarðarinnar,“ segir Paul
Wedgewood, eigandi Splash Damage,
sem sá um að hanna leikinn. Leikur-
inn verður fyrst um sinn aðeins fáan-
legur á PC, en hann er einnig í fram-
leiðslu fyrir Xbox 360 og Playstation 3.
Ekkert hefur enn verið gefið upp um
hvenær leikurinn verður gefinn út fyr-
ir leikjatölvurnar tvær.
Elder Scrolls IV:
Oblivion
RPG leikur. Bethesda
PS3/Xbox 360 / PC
TölvuleiKur
H H H H H
Ertu að kynda í mér Eða?
Oblivion ekkert að þessu.
Leikurinn Enemy Territory: Quake Wars kemur út í lok mánað-
arins. Leikurinn er að mestu spilaður á netinu og er sagður munu
setja ný viðmið í heimi netleikja. Þrátt fyrir að leikurinn sé enn
ekki kominn út er honum þegar spáð titlinum leikur ársins 2007.
leiKjaTölvur
Ótrúleg grafík Leikurinn er sagður munu gera allt vitlaust.
Enemy Territory: Quake
Wars Væntanlegur í lok
mánaðarins.
Örlög heimsins í þínum
höndum Leikurinn er
spilaður að mestu á netinu
þar sem samherjar verða að
hjálpast að.
Bylting
Í heimi netsPilunar