Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2007, Síða 2
föstudagur 14. september 20072 Fréttir DV Kannabis í fjölbýlishúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerði í fyrradag húsleit í fjölbýlishúsi í Árbæ að undangengnum úrskurði frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Húsráðandi, sem er karlmaður á miðjum aldri, var handtekinn í kjölfar húsleitarinnar en meðal þess sem lögreglan fann var kannabisplanta sem maðurinn hafði verið með í ræktun á heimili sínu. Lögreglan gerði einnig upptækt lítilræði af ætluðu maríjúana sem maðurinn var með í vörslu sinni. Auk þess gerði lögreglan upptækan riffil sem hafði verið stolið á Norðurlandi. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Staðfestu gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Ásgeiri Heiðari Stef- ánssyni verði gert að sæta gæslu- varðhaldi til 5. október. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ásgeir síðastliðinn föstu- dag til átján mánaða óskilorðs- bundinnar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot. Hann hefur líka verið ákærður fyrir fleiri brot sem ekki er búið að dæma í. Ásgeir kærði úrskurð Héraðsdóms um að hann skildi sæta gæsluvarð- haldi uns dómur væri genginn í máli hans. Ásgeir sem er 24 ára á langan brotaferil að baki. Leynd ríkir um íþróttafélög Fjöldi kvartana hefur borist frá foreldrum til Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur vegna hækkana á gjaldskrám íþróttafé- laga eftir tilkomu frístundakorta. Sólveig Valgeirsdóttir verkefna- stjóri hjá ÍTR vill ekki gefa upp hvaða félög er um að ræða. Hún segir að þar sem verð hafi ekki verið kannað hjá öllum félögum sé ósanngjarnt að nafngreina að svo stöddu. Björn Ingi Hrafnsson, borg- arfulltrúi og einn helsti baráttu- maður þess að kortin kæmust á, lýsti fyrr í haust yfir áhyggjum vegna mögu- legra hækkana íþróttafé- laga vegna kortanna. Farþega strætós var vísað frá: Kaffið bannað „Ég varð fyrir því að vera meinað um aðgang að vagni vegna þess að ég var með kaffi. Ég gekk þá út úr vagn- inum enda hvarflaði ekki að mér að henda kaffinu sem ég var nýbúinn að kaupa. Bílstjórinn brást hinn versti við og sagði að það væri bara Gísli Mart- einn sem væri búinn að leyfa þetta,“ segir Grétar Mar Hreggviðsson, not- andi strætós. Borgaryfirvöld hafa lýst því yfir að farþegar strætós geti tekið með sér kaffi inn í vagnana. Grét- ar Mar ákvað að láta á þetta reyna en þegar á hólm- inn var komið var honum vís- að út úr vagni með kaffi sitt. Hann fékk þau svör að ekki stæði til að leyfa farþegum inngöngu með kaffi. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., segir að borgarfulltrúar hafi verið fullfljótir á sér að lýsa yfir að taka mætti kaffi með í vagna. „Það er í sjálfu sér alveg rétt að kaffi má ekki taka um borð. Neysla þess er ekki heimil í vögn- unum. Okkur finnst hugmyndin göf- ug. Okkur þykir leitt að pólitíkusarnir hafi lýst þessu yfir án samráðs við okk- ur. Borgarfulltrúarnir riðu á vaðið með þetta án þess að hugsa út í afleiðingarnar, til dæmis skaðabóta- ábyrgð ef einhver brennist eða eitt- hvað skemmist,“ segir Reynir. Lög- fræðingar kanna málið. trausti@dv.is Íslandsprent í vanda: Beðið um gjaldþrot Beiðni um gjaldþrotameðferð Íslandsprents var þingfest í Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Það var gert eftir að dómstóllinn synjaði nýver- ið fyrirtækinu um framlengingu greiðslustöðvunar. Ef til gjaldþrots kemur verður um stærsta gjaldþrot prentiðnaðarins að ræða hér á landi þar sem skuldir fyrirtækisins nema hátt í milljarði króna. Lífeyrissjóðir lögðu fram beiðni um gjaldþrot en í gær fengu forsvarsmenn fyrirtækisins fjögurra vikna frest til að vinna úr sínum málum. Skuldir Íslandsprents á opinberum gjöldum nema tugum milljónum króna sem dregnar hafa verið af starfsfólki fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum DV hafa ellefu lykilstarfsmenn sagt upp störfum eftir að opinberar skuldir fyrirtækisins komu í ljós. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafa ekki fengist svör frá Hilmari Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Íslands- prents, síðustu daga um stöðu mála. Hús Íslandsprents forsvars- menn fá fjórar vikur til að bjarga málum. 322 óku of hratt 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa verið mynd- aðir á Bústaðavegi á þriðjudag og miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem óku vestur Bú- staðaveginn en þar er 60 kíló- metra hámarkshraði. Meðalhraði þeirra ökumanna sem reynd- ust brotlegir var 74 kílómetrar á klukkustund en 41 ökumað- ur var mældur á yfir áttatíu kílómetra hraða. Tveir ökumenn voru á yfir 90 kílómetra hraða. Við síðustu vöktun á sama stað á Bústaðaveginum var meðalhraðinn öllu meiri eða 77 kílómetrar á klukkustund. Þá mældust einnig einhver ökutæki á yfir hundrað kílómetra hraða. Tólf ára drengur réðst á lögregluþjón með hnífi í vikunni. Hann var á miðvikudag fluttur til neyðarvistunar á meðferðarheimilinu að Stuðlum en afar fátítt er að svo ung börn komi þar til vistunar. Drengurinn á að baki sögu um fíkniefnaneyslu og beitingu ofbeldis auk þess sem hann hefur verið á vergangi á götum Reykjavíkurborgar. Mannlegur harmleikur „Þetta er mjög einstakt en þó ekki alveg nýtt að svona ung börn lendi í alvarlegum málum sem leiða til að taka þarf þau úr umferð með þessum hætti,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er óvenjulegt og afar sjaldgæft, sem betur fer. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé mannlegur harmleikur.“ Drengurinn hefur samkvæmt heimildum DV neytt fíkniefna auk svokallaðs læknadóps, þar á með- al flogaveikilyfsins Rivotril sem hef- ur verið fjallað um að undanförnu vegna þess hversu algengt er að það sé misnotað. Geir Jón bendir á að börn séu ósak- hæf þar til á 15 ára afmælisdaginn. Aðspurður hvaða ferli fari í gang þegar börn verða uppvís að brotum sem þessum segir hann að barnaverndaryfirvöld og foreldrar séu strax kölluð til. „Viðkomandi er handtekinn. Það verður ekki hjá því komist. Ákvörðun um framhaldið er tekin í samráði við forsvarsmenn barnsins og barnaverndarstarfsfólk. Framhaldið helgast af málavöxtum og því hvernig einstaklingurinn er staddur. Neyðarvistun Stuðla hefur sérhæft sig í að taka við unglingum sem þurfa á neyðarvistun að halda.“ Hann bendir á að þar sé einnig meðferðarvinna og að eðlilegt sé að fagfólk í þeim geira sjái um framhaldið. Lögreglan hefur ekkert með málið að gera lengur vegna ungs aldurs piltsins. Félaginn á Kvíabryggju Samkvæmt heimildum DV hefur drengurinn gerst sekur um ofbeldisverk og verið í vafasömum félagsskap eldri pilta upp á síðkastið. Meðal félaga hans er 16 ára drengur, sá komst í fréttirnar fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa skemmt um þrjátíu bíla í Hafnarfirði með því að brjóta í þeim rúður, sparka í þá og rispa. Tjónið nam um 20 milljónum króna. Félagsskapnum tilheyrir einnig 15 ára piltur sem nýverið var dæmdur til refsivistar á Kvíabryggju vegna ofbeldisbrota og fíkniefnamisferlis. Tæpar þrjár vikur eru síðan nýlegt húsnæði neyðarvistunar Stuðla brann og hefur sérstök aðstaða verið innréttuð á meðferðardeildinni til að vista erfið ungmenni tímabundið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, vildi hvorki tjá sig um málið né almennt um mál ungmenna á glapstigum þegar DV náði tali af honum. Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Tólf ára drengur sem á sögu um ofbeldisbrot og fíkniefnaneyslu dvelur á neyðar- vistun Stuðla. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir málið mannlegan harm- leik. Einn félagi piltsins skemmdi um þrjátíu bíla fyrir nokkru. Annar félagi hans er á Kvíabryggju vegna ofbeldisbrota og fíkniefnamisferlis. Geir Jón Yfirlög- regluþjónn segir mál drengsins óvenjulegt en ekki einsdæmi. Meðferðarheimilið stuðlar tólf ára piltur var fluttur á stuðla á miðvikudag. „Þetta er mjög einstakt en þó ekki alveg nýtt að svona ung börn lendi í alvarlegum málum sem leiða til þess að taka þarf þau úr umferð með þess- um hætti“ TÓLF ÁRA RÉÐST MEÐ HNÍFI Á LÖGREGLU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.